Fox News lýsir fullum stuðningi við umsetinn þáttastjórnanda Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2018 20:49 Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta. Vísir/Getty Stjórnendur hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar Fox News hafa lýst yfir fullum stuðningi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á stöðinni, þrátt fyrir að hann hafi ekki greint áhorfendum sínum frá því að hann hefði verið „óformlegur“ skjólstæðingur lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hannity hefur ítrekað fjallað um lögmanninn og varið Trump. Í ljós kom í gær að Hannity, sem hefur verið einarður málsvari Trump forseta í umræðuþætti sínum á Fox News, hafi verið einn þriggja skjólstæðinga Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump. Cohen er nú til alríkisrannsóknar í tengslum við greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þrátt fyrir að hafa fjallað ítrekað um mál Trump og Cohen í sjónvarpsþætti sínum greindi Hannity áhorfendum sínum, eða stjórnendum Fox News, frá hagsmunaárekstri sínum. Sjálfur segist hann aðeins hafa fengið lögfræðilegar ráðleggingar frá Cohen í tengslum við fasteignamál og hafi aldrei verið raunverulegur skjólstæðingur lögmannsins. Hann hafi aldrei greitt Cohen. Alríkislögreglan FBI gerði húsleitir á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen í síðustu viku. Dómari í máli hans hafnaði beiðni hans um að fá að halda nafni þriðja skjólstæðings síns leyndu. Á meðal rakanna sem Cohen lagði fram var að nafnbirtingin yrði „vandræðaleg“ skjólstæðingnum. Hannity hefur sérstaklega verið gagnrýninn á bandaríska meginstraumsfjölmiðla fyrir það sem hann hefur kallað hlutdræga umfjöllun um Trump forseta. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Stjórnendur hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar Fox News hafa lýst yfir fullum stuðningi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á stöðinni, þrátt fyrir að hann hafi ekki greint áhorfendum sínum frá því að hann hefði verið „óformlegur“ skjólstæðingur lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hannity hefur ítrekað fjallað um lögmanninn og varið Trump. Í ljós kom í gær að Hannity, sem hefur verið einarður málsvari Trump forseta í umræðuþætti sínum á Fox News, hafi verið einn þriggja skjólstæðinga Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump. Cohen er nú til alríkisrannsóknar í tengslum við greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þrátt fyrir að hafa fjallað ítrekað um mál Trump og Cohen í sjónvarpsþætti sínum greindi Hannity áhorfendum sínum, eða stjórnendum Fox News, frá hagsmunaárekstri sínum. Sjálfur segist hann aðeins hafa fengið lögfræðilegar ráðleggingar frá Cohen í tengslum við fasteignamál og hafi aldrei verið raunverulegur skjólstæðingur lögmannsins. Hann hafi aldrei greitt Cohen. Alríkislögreglan FBI gerði húsleitir á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen í síðustu viku. Dómari í máli hans hafnaði beiðni hans um að fá að halda nafni þriðja skjólstæðings síns leyndu. Á meðal rakanna sem Cohen lagði fram var að nafnbirtingin yrði „vandræðaleg“ skjólstæðingnum. Hannity hefur sérstaklega verið gagnrýninn á bandaríska meginstraumsfjölmiðla fyrir það sem hann hefur kallað hlutdræga umfjöllun um Trump forseta.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01