Innantóm kosningaloforð Líf Magneudóttir skrifar 16. apríl 2018 12:03 Um helgina kynnti Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kosningaloforðin sín í aðdraganda komandi borgarstjórnakosninganna. Á stuttum lista yfir það sem sennilega eiga að vera kjarnaatriði stefnunnar var ýmislegt sem flestir flokkar hafa á stefnuskrá sinni eins og að draga úr mengun, koma börnum fyrr að í leikskóla og gera Reykjavík að grænustu borg Evrópu. Kosningaloforð eru oft misraunhæf. Stundum er loforðin þess efnis að það mætti telja það heppni að ná þeim á einu kjörtímabili. Önnur loforð rætast nánast af sjálfu sér. Sum loforða sjálfstæðismanna eru á meðal þess sem þegar er unnið að og ætti að raungerast án þeirra atbeina, t.d. loforðið um byggingu tvö þúsund íbúða á ári. Það er hins vegar alltaf vandræðalegt þegar frambjóðendur hafa ekki unnið heimavinnuna sína og lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Og á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er einmitt eitt slíkt loforð: Niðurfelling fasteignagjalda á fólk sem er 70 ára og eldra. Nú er því þannig háttað sveitarfélögum ber að fara eftir lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Veita þau lög aðeins takmarkaðar heimildir til niðurfellingar fasteignagjalda. Er það ekki bara skýrt af lögunum heldur hefur ráðuneytið auk þess úrskurðað um að það er ólöglegt að fella niður fasteignagjöld óháð tekjum fólks eða eftir aldri. Með öðrum orðum er beinlínis ólöglegt að miða við tiltekinn aldur fólks í niðurfellingu fasteignagjalda. Þess fyrir utan standa rök ekki til þess sérstaklega að lækka skatta á hópa sem eru eignamiklir og geta vel staðið undir skattgreiðslunum. Í Reykjavík höfum við farið leið jöfnuðar og nýtt okkur svigrúmið í lögum og lækkað fasteignaskatta á tekjulágt eldra fólk og öryrkja. En Sjálfstæðismönnum er líklega sama um jöfnuð og réttlæti. Hefði það frekar átt að rata í kosningastefnuskrána þeirra að þeir lofa misskiptingu og ójöfnuði í borginni enda væri það sannleikanum samkvæmt í ljósi þessara kosningaloforða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Um helgina kynnti Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kosningaloforðin sín í aðdraganda komandi borgarstjórnakosninganna. Á stuttum lista yfir það sem sennilega eiga að vera kjarnaatriði stefnunnar var ýmislegt sem flestir flokkar hafa á stefnuskrá sinni eins og að draga úr mengun, koma börnum fyrr að í leikskóla og gera Reykjavík að grænustu borg Evrópu. Kosningaloforð eru oft misraunhæf. Stundum er loforðin þess efnis að það mætti telja það heppni að ná þeim á einu kjörtímabili. Önnur loforð rætast nánast af sjálfu sér. Sum loforða sjálfstæðismanna eru á meðal þess sem þegar er unnið að og ætti að raungerast án þeirra atbeina, t.d. loforðið um byggingu tvö þúsund íbúða á ári. Það er hins vegar alltaf vandræðalegt þegar frambjóðendur hafa ekki unnið heimavinnuna sína og lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Og á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er einmitt eitt slíkt loforð: Niðurfelling fasteignagjalda á fólk sem er 70 ára og eldra. Nú er því þannig háttað sveitarfélögum ber að fara eftir lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Veita þau lög aðeins takmarkaðar heimildir til niðurfellingar fasteignagjalda. Er það ekki bara skýrt af lögunum heldur hefur ráðuneytið auk þess úrskurðað um að það er ólöglegt að fella niður fasteignagjöld óháð tekjum fólks eða eftir aldri. Með öðrum orðum er beinlínis ólöglegt að miða við tiltekinn aldur fólks í niðurfellingu fasteignagjalda. Þess fyrir utan standa rök ekki til þess sérstaklega að lækka skatta á hópa sem eru eignamiklir og geta vel staðið undir skattgreiðslunum. Í Reykjavík höfum við farið leið jöfnuðar og nýtt okkur svigrúmið í lögum og lækkað fasteignaskatta á tekjulágt eldra fólk og öryrkja. En Sjálfstæðismönnum er líklega sama um jöfnuð og réttlæti. Hefði það frekar átt að rata í kosningastefnuskrána þeirra að þeir lofa misskiptingu og ójöfnuði í borginni enda væri það sannleikanum samkvæmt í ljósi þessara kosningaloforða.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun