Ekkert til fyrirstöðu að leyfa farveitur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2018 13:45 Farveitur eins og Lyft og Uber gætu komið til Íslands með frumvarpi sem samgönguráðherra ætlar að smíða. Vísir/AFP Starfshópur um leigubílaakstur telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa starfsemi farveita eins og Uber og Lyft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning á frumvarpi til nýrra laga um leigubíla. Starfshópurinn sem skipaður var í október í fyrra skilaði skýrslu með tillögum sínum í vikunni. Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum og hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins er að afnema ætti fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá verði starfsemi leigubifreiða háð skilyrðum sem eigi að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi verði til staðar. Annars vegar atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og hins vegar rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið. Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar og með hliðsjón af þeim hefur Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra ákveðið að hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga sem verði að óbreyttu lögð fram á haustþingi 2019 að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.Þá telur starfshópurinn ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lift bjóði þjónustu sína hér á landi. Hins vegar þurfi slíkar farveitur að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja auk þess sem bílstjórar sem bjóða þjónustu sína hjá farveitum þurfi að uppfylla skilyrði leigubifreiðalöggjafarinnar og hafa gilt rekstrarleyfi að mati starfshópsins." Tengdar fréttir Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45 Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Starfshópur um leigubílaakstur telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa starfsemi farveita eins og Uber og Lyft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning á frumvarpi til nýrra laga um leigubíla. Starfshópurinn sem skipaður var í október í fyrra skilaði skýrslu með tillögum sínum í vikunni. Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum og hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins er að afnema ætti fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá verði starfsemi leigubifreiða háð skilyrðum sem eigi að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi verði til staðar. Annars vegar atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og hins vegar rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið. Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar og með hliðsjón af þeim hefur Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra ákveðið að hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga sem verði að óbreyttu lögð fram á haustþingi 2019 að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.Þá telur starfshópurinn ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lift bjóði þjónustu sína hér á landi. Hins vegar þurfi slíkar farveitur að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja auk þess sem bílstjórar sem bjóða þjónustu sína hjá farveitum þurfi að uppfylla skilyrði leigubifreiðalöggjafarinnar og hafa gilt rekstrarleyfi að mati starfshópsins."
Tengdar fréttir Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45 Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00
Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45
Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49