Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 33-25 | Vandræðalaust fyrir heimamenn Skúli Arnarson skrifar 14. apríl 2018 18:30 Teitur var öflugur í dag eins og svo oft áður. vísir/eyþór Úrslitakeppni Olís-deildar karla hófst í dag þegar Selfoss sigraði lið Stjörnunnar með 33 mörkum gegn 25. Selfyssingar lentu í öðru sæti í deilarkeppninni eftir æsispennandi lokaumferð á meðan Stjarnan lenti í sjöunda sæti. Fyrirkomulag fyrstu umferðar úrslitakeppninnar er þannig að fyrsta liðið til að sigra tvo leiki kemst áfram í undanúrslit og því gífurlega mikilvægt að ná sigri í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði mjög hægt og liðin skoruðu lítið. Selfyssingar komust í 3-0 eftir um átta mínútur og þá tók Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunar, leikhlé og virtist sem það leikhlé hafi skilað sér því að Stjörnumenn skoruðu næstu 4 mörk leiksins og komust í 3-4. Þá tók hinsvegar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, leikhlé og það leikhlé skilaði heldur betur tilsettum árangri, en Selfoss skoruðu næstu fimm mörk leiksins og komust í 8-4 og svo í 13-7 eftir um 25 mínútna leik. Í hálfleik var staðan 15-10 fyrir Selfyssingum. Seinni hálfleikurinn var talsvert hraðari en sá fyrri og eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 22-17, Selfyssingum í vil. Stjörnumenn náðu aldrei almennilega að ógna forystu Selfyssinga og svo fór að Selfyssingar unnu leikinn með 8 mörkum, 33-25.Hvers vegna vann Selfoss? Selfyssingar komu einfaldlega ákveðnari til leiks og ef við horfum framhjá fimm mínútna kafla snemma í fyrri hálfleik þá spiluðu Selfoss mjög flottan leik, bæði í vörn og sókn. Þeir virtust keyra upp hraðan í seinni hálfleik og með flottri vörn og góðri markvörslu þá fengu þeir fullt af hraðaupphlaupum.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Selfoss var Teitur Örn Einarsson markahæstur með átta mörk í ellefu skotum. Næstur á eftir honum komu Árni Steinn Steinþórsson með sjö mörk og Hergeir Grímsson með sex mörk. Selfoss liðið í heild stóð svo upp úr varnarlega, þar sem flestir leikmenn liðsins áttu góðan leik þeim megin á vellinum. Í liði Stjörnunnar voru þeir Egill Magnússon og Leó Snær Pétursson markahæstir með sex mörk.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega smurt í leiknum í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Leikmenn áttu erfitt með að komast framhjá aggresívum varnarmönnum Selfyssinga og skotin utan af velli voru ekki nægilega góð. Varnarleikurinn var heldur alls ekki nægilega góður og fengu þeir mjög litla markvörslu, en hvorki Lárus Gunnarsson né Sveinbjörn Pétursson fundu sig í rammanum í dag og voru aðeins með 10 varða bolta á milli sín.Hvað gerist næst? Þessi lið mætast aftur á mánudaginn og það er ljóst að Einar Jónsson þarf að nýta þá fáu klukkutíma sem eru í næsta leik vel ef Stjarnan ætlar sér ekki að kveðja úrslitakeppninna strax. Stjörnumenn hljóta að mæta brjálaðir í þann leik og verða Selfyssingar að mæta af sama krafti og sömu ákefð ef þeir ætla sér að sigra og fá þar af leiðandi nokkra kærkomna daga í frí fyrir næstu umferð. Patrekur Jóhannesson: Strax byrjaður að gíra mig inn í næsta leik „Ég er gífurlega ánægður að vera kominn 1-0 yfir og um það snýst þetta. Það er alltaf smá spenningur í manni fyrir leik, Stjarnan er með gott lið og maður veit að það getur allt gerst í þessu,“ sagði Patrekur Jóhannesson strax eftir leik. „Við byrjuðum leikinn vel og svo kom smá hiksti í okkur en við vorum flottir yfir heildina. Ég er mjög ánægður með strákanna sem komu inn af bekknum og Haukur og Elvar geta kannski aðeins betur.“ Patrekur var byrjaður að hugsa um leikinn á mánudaginn. „Við þurfum topp leik á mánudaginn og ég er bara strax byrjaður að gíra mig inn í þann leik.“ Patreki fannst vörninn vera það sem skildi á milli liðanna í dag. „Við erum að stoppa skytturnar þeirra með þessari framliggjandi vörn. Ari, Egill og Aron eru frábærir leikmenn og við lögðum áherslu á það að ná að stoppa þá. Síðan náðum við líka nokkrum hraðaupphlaupum og voru í bílstjórasætinu nánast allan leikinn.“ „Nú er bara 1-0 og ég vil sjá liðið alveg jafn einbeitt á mánudaginn. Við ætlum ekki að plata okkur sjálfa að það sé nóg að mæta bara. Stjarnan sýndi það á köflum í dag að þeir eru með hörkulið og þetta er rétt að byrja þannig séð,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Jónsson: Ætlum að koma aftur hingað á Selfoss „Við áttum ekki neitt skilið út úr þessu í dag. Við vorum bara slakari en Selfoss sem spiluðu frábærlega í dag. Auðvitað eru þetta vonbrigði en það er bara næsti leikur. Það góða við úrslitakeppnina er að það er alveg sama hvernig þú tapar, það er bara 1-0 og við þurfum bara að spila betri leik á mánudaginn,“ sagði Einar Jónsson að loknum leik í dag. „Við þurftum vörn og markvörslu í dag til að vinna leikinn og hana fengum við ekki, það er svona einfaldasta skýringin á þessu. Við þurfum að fara aðeins yfir þetta og mæta sterkari í leikinn á mánudaginn.“ Einar var handviss að hans lið myndi mæta með hausinn á réttum stað í næsta leik. „Við munum mæta algjörlega brjálaðir í næsta leik, það er alveg ljóst. Við ætlum okkur að koma aftur hingað á Selfoss.“ Teitur: Spilaðist hraðar „Ég er ánægður með liðsheildina í dag. Við spiluðum vel og vorum fastir fyrir í vörninni. Við náðum snemma forystunni og þrátt fyrir að þeir hafi náð að jafna snemma þá fórum við ekkert frá því sem við vorum að gera,“ sagði besti maður Selfyssinga, Teitur Örn Einarsson eftir leik. „Mér fannst við allan tímann vera með þetta í höndum okkar og við stjórnuðum leiknum.“ Leikurinn spilaðist talsvert hraðar í seinni hálfleik en Teitur vildi ekki meina að það hafi verið eitthvað sem var rætt um að gera í hálfleik. „Nei ekkert sérstaklega. Þeir komu með áhlaup, komu grimmir út úr hálfleiknum og þetta bara spilaðist hraðar.“ „Það eina sem skiptir máli á milli leikja er bara að hvíla,“ sagði Teitur að lokum. Olís-deild karla
Úrslitakeppni Olís-deildar karla hófst í dag þegar Selfoss sigraði lið Stjörnunnar með 33 mörkum gegn 25. Selfyssingar lentu í öðru sæti í deilarkeppninni eftir æsispennandi lokaumferð á meðan Stjarnan lenti í sjöunda sæti. Fyrirkomulag fyrstu umferðar úrslitakeppninnar er þannig að fyrsta liðið til að sigra tvo leiki kemst áfram í undanúrslit og því gífurlega mikilvægt að ná sigri í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði mjög hægt og liðin skoruðu lítið. Selfyssingar komust í 3-0 eftir um átta mínútur og þá tók Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunar, leikhlé og virtist sem það leikhlé hafi skilað sér því að Stjörnumenn skoruðu næstu 4 mörk leiksins og komust í 3-4. Þá tók hinsvegar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, leikhlé og það leikhlé skilaði heldur betur tilsettum árangri, en Selfoss skoruðu næstu fimm mörk leiksins og komust í 8-4 og svo í 13-7 eftir um 25 mínútna leik. Í hálfleik var staðan 15-10 fyrir Selfyssingum. Seinni hálfleikurinn var talsvert hraðari en sá fyrri og eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 22-17, Selfyssingum í vil. Stjörnumenn náðu aldrei almennilega að ógna forystu Selfyssinga og svo fór að Selfyssingar unnu leikinn með 8 mörkum, 33-25.Hvers vegna vann Selfoss? Selfyssingar komu einfaldlega ákveðnari til leiks og ef við horfum framhjá fimm mínútna kafla snemma í fyrri hálfleik þá spiluðu Selfoss mjög flottan leik, bæði í vörn og sókn. Þeir virtust keyra upp hraðan í seinni hálfleik og með flottri vörn og góðri markvörslu þá fengu þeir fullt af hraðaupphlaupum.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Selfoss var Teitur Örn Einarsson markahæstur með átta mörk í ellefu skotum. Næstur á eftir honum komu Árni Steinn Steinþórsson með sjö mörk og Hergeir Grímsson með sex mörk. Selfoss liðið í heild stóð svo upp úr varnarlega, þar sem flestir leikmenn liðsins áttu góðan leik þeim megin á vellinum. Í liði Stjörnunnar voru þeir Egill Magnússon og Leó Snær Pétursson markahæstir með sex mörk.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega smurt í leiknum í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Leikmenn áttu erfitt með að komast framhjá aggresívum varnarmönnum Selfyssinga og skotin utan af velli voru ekki nægilega góð. Varnarleikurinn var heldur alls ekki nægilega góður og fengu þeir mjög litla markvörslu, en hvorki Lárus Gunnarsson né Sveinbjörn Pétursson fundu sig í rammanum í dag og voru aðeins með 10 varða bolta á milli sín.Hvað gerist næst? Þessi lið mætast aftur á mánudaginn og það er ljóst að Einar Jónsson þarf að nýta þá fáu klukkutíma sem eru í næsta leik vel ef Stjarnan ætlar sér ekki að kveðja úrslitakeppninna strax. Stjörnumenn hljóta að mæta brjálaðir í þann leik og verða Selfyssingar að mæta af sama krafti og sömu ákefð ef þeir ætla sér að sigra og fá þar af leiðandi nokkra kærkomna daga í frí fyrir næstu umferð. Patrekur Jóhannesson: Strax byrjaður að gíra mig inn í næsta leik „Ég er gífurlega ánægður að vera kominn 1-0 yfir og um það snýst þetta. Það er alltaf smá spenningur í manni fyrir leik, Stjarnan er með gott lið og maður veit að það getur allt gerst í þessu,“ sagði Patrekur Jóhannesson strax eftir leik. „Við byrjuðum leikinn vel og svo kom smá hiksti í okkur en við vorum flottir yfir heildina. Ég er mjög ánægður með strákanna sem komu inn af bekknum og Haukur og Elvar geta kannski aðeins betur.“ Patrekur var byrjaður að hugsa um leikinn á mánudaginn. „Við þurfum topp leik á mánudaginn og ég er bara strax byrjaður að gíra mig inn í þann leik.“ Patreki fannst vörninn vera það sem skildi á milli liðanna í dag. „Við erum að stoppa skytturnar þeirra með þessari framliggjandi vörn. Ari, Egill og Aron eru frábærir leikmenn og við lögðum áherslu á það að ná að stoppa þá. Síðan náðum við líka nokkrum hraðaupphlaupum og voru í bílstjórasætinu nánast allan leikinn.“ „Nú er bara 1-0 og ég vil sjá liðið alveg jafn einbeitt á mánudaginn. Við ætlum ekki að plata okkur sjálfa að það sé nóg að mæta bara. Stjarnan sýndi það á köflum í dag að þeir eru með hörkulið og þetta er rétt að byrja þannig séð,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Jónsson: Ætlum að koma aftur hingað á Selfoss „Við áttum ekki neitt skilið út úr þessu í dag. Við vorum bara slakari en Selfoss sem spiluðu frábærlega í dag. Auðvitað eru þetta vonbrigði en það er bara næsti leikur. Það góða við úrslitakeppnina er að það er alveg sama hvernig þú tapar, það er bara 1-0 og við þurfum bara að spila betri leik á mánudaginn,“ sagði Einar Jónsson að loknum leik í dag. „Við þurftum vörn og markvörslu í dag til að vinna leikinn og hana fengum við ekki, það er svona einfaldasta skýringin á þessu. Við þurfum að fara aðeins yfir þetta og mæta sterkari í leikinn á mánudaginn.“ Einar var handviss að hans lið myndi mæta með hausinn á réttum stað í næsta leik. „Við munum mæta algjörlega brjálaðir í næsta leik, það er alveg ljóst. Við ætlum okkur að koma aftur hingað á Selfoss.“ Teitur: Spilaðist hraðar „Ég er ánægður með liðsheildina í dag. Við spiluðum vel og vorum fastir fyrir í vörninni. Við náðum snemma forystunni og þrátt fyrir að þeir hafi náð að jafna snemma þá fórum við ekkert frá því sem við vorum að gera,“ sagði besti maður Selfyssinga, Teitur Örn Einarsson eftir leik. „Mér fannst við allan tímann vera með þetta í höndum okkar og við stjórnuðum leiknum.“ Leikurinn spilaðist talsvert hraðar í seinni hálfleik en Teitur vildi ekki meina að það hafi verið eitthvað sem var rætt um að gera í hálfleik. „Nei ekkert sérstaklega. Þeir komu með áhlaup, komu grimmir út úr hálfleiknum og þetta bara spilaðist hraðar.“ „Það eina sem skiptir máli á milli leikja er bara að hvíla,“ sagði Teitur að lokum.