Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2018 06:00 Sótt hefur verið að fálkanum undanfarin ár og eggjaþjófar hafa spillt varpi hans. Í vor verður varpið vaktað með myndavélum. Ólafur K. Nielsen Fálkasetur Íslands hefur fengið samþykki frá Umhverfisstofnun til þess að setja upp myndavélar við fálkahreiður og reyna þannig að bægja eggjaþjófum frá. Fálkasetrið, sem er frjáls félagsskapur, mun hafa samráð við Náttúrufræðistofnun Íslands um verkefnið. „Nú krossar maður bara fingur og vonar að þetta gangi allt saman vel. Sérstaklega að þessi umræða verði til þess að menn sem hafa haft þetta í huga haldi að sér höndum. Þannig að þetta hafi fælingaráhrif,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur og formaður stjórnar Fálkaseturs. Það sé enginn áhugi á því að standa fólk að verki við að stela eggjum. „Við viljum bara að fólk láti af þessum ósið.“ Hlutverk Náttúrufræðistofnunar verður að koma með tillögur um við hvaða hreiður skuli setja myndavélarnar. Fálkasetrið sér síðan um að afla myndavéla og aðstoða við uppsetningu þeirra og aðra framkvæmd. Nú þegar hefur ein myndavél verið keypt og búið er að koma henni fyrir. „Síðan höfum við verið í samstarfi við austurrískan fálkaáhugamann og -vin. Hann á tíu svona vélar sem hann hefur verið tilbúinn til að lána okkur. Það er ekki búið að koma þeim öllum upp en einhverjum þeirra,“ segir Aðalsteinn.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á ÍslandiFréttablaðið hefur áður greint frá því að vitað er um bónda í Aðaldal sem setti upp myndavél á landareign sinni, þar sem fálkaóðal er. Sumarið eftir að myndavélin var sett upp komust ungar á legg í fyrsta skipti í áratug. Parið kom aftur upp ungum ári seinna. Sú myndavél var ekki sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Aðalsteinn segir að varp sé byrjað hjá fálkanum en ekkert sé hægt að segja til um það á þessu stigi hversu vel það muni heppnast. „Það er ekki búið að heimsækja öll hreiður eða skoða. En undirbúningur að varpi fálka hefst snemma. Kvenfuglinn hættir að veiða í mars og sest við hreiðurklettinn og karlfuglinn ber í hana æti. Fuglinn verpir síðan ekki fyrr en undir miðjan apríl.“ Vitað er að undanfarin ár hafa egg verið tekin úr hreiðrum fálka. Grunur leikur á að blásið sé úr þeim og þau seld söfnurum. Hávær orðrómur er á Húsavík um það hverjir eru að verki, en það hefur ekki verið sannað. Í ágúst í fyrra var karlmaður handtekinn í Norrænu með egg úr sjaldgæfum fuglum. Þar á meðal voru smyrilsegg, en ekki fálkaegg. Mál mannsins var til rannsóknar hjá Tollstjóra, en hefur nú verið sent lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Fálkavinir finna fyrir samstöðu Nú þegar hefur einn einstaklingur boðist til þess að gefa Fálkasetrinu í Ásbyrgi andvirði myndavélar. 7. apríl 2018 10:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Fálkasetur Íslands hefur fengið samþykki frá Umhverfisstofnun til þess að setja upp myndavélar við fálkahreiður og reyna þannig að bægja eggjaþjófum frá. Fálkasetrið, sem er frjáls félagsskapur, mun hafa samráð við Náttúrufræðistofnun Íslands um verkefnið. „Nú krossar maður bara fingur og vonar að þetta gangi allt saman vel. Sérstaklega að þessi umræða verði til þess að menn sem hafa haft þetta í huga haldi að sér höndum. Þannig að þetta hafi fælingaráhrif,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur og formaður stjórnar Fálkaseturs. Það sé enginn áhugi á því að standa fólk að verki við að stela eggjum. „Við viljum bara að fólk láti af þessum ósið.“ Hlutverk Náttúrufræðistofnunar verður að koma með tillögur um við hvaða hreiður skuli setja myndavélarnar. Fálkasetrið sér síðan um að afla myndavéla og aðstoða við uppsetningu þeirra og aðra framkvæmd. Nú þegar hefur ein myndavél verið keypt og búið er að koma henni fyrir. „Síðan höfum við verið í samstarfi við austurrískan fálkaáhugamann og -vin. Hann á tíu svona vélar sem hann hefur verið tilbúinn til að lána okkur. Það er ekki búið að koma þeim öllum upp en einhverjum þeirra,“ segir Aðalsteinn.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á ÍslandiFréttablaðið hefur áður greint frá því að vitað er um bónda í Aðaldal sem setti upp myndavél á landareign sinni, þar sem fálkaóðal er. Sumarið eftir að myndavélin var sett upp komust ungar á legg í fyrsta skipti í áratug. Parið kom aftur upp ungum ári seinna. Sú myndavél var ekki sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Aðalsteinn segir að varp sé byrjað hjá fálkanum en ekkert sé hægt að segja til um það á þessu stigi hversu vel það muni heppnast. „Það er ekki búið að heimsækja öll hreiður eða skoða. En undirbúningur að varpi fálka hefst snemma. Kvenfuglinn hættir að veiða í mars og sest við hreiðurklettinn og karlfuglinn ber í hana æti. Fuglinn verpir síðan ekki fyrr en undir miðjan apríl.“ Vitað er að undanfarin ár hafa egg verið tekin úr hreiðrum fálka. Grunur leikur á að blásið sé úr þeim og þau seld söfnurum. Hávær orðrómur er á Húsavík um það hverjir eru að verki, en það hefur ekki verið sannað. Í ágúst í fyrra var karlmaður handtekinn í Norrænu með egg úr sjaldgæfum fuglum. Þar á meðal voru smyrilsegg, en ekki fálkaegg. Mál mannsins var til rannsóknar hjá Tollstjóra, en hefur nú verið sent lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Fálkavinir finna fyrir samstöðu Nú þegar hefur einn einstaklingur boðist til þess að gefa Fálkasetrinu í Ásbyrgi andvirði myndavélar. 7. apríl 2018 10:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00
Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00
Fálkavinir finna fyrir samstöðu Nú þegar hefur einn einstaklingur boðist til þess að gefa Fálkasetrinu í Ásbyrgi andvirði myndavélar. 7. apríl 2018 10:00