Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 14:54 Rouhani dregur í efa lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar ákveði breytingar á samningi sem sex ríki auk ESB eiga aðild að. Vísir/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að vesturlönd hafi engan rétt á að krukka í samkomulagi sem gert var við Írani um kjarnorkuframleiðslu þeirra árið 2015. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýstu yfir vilja til að semja upp á nýtt á fundi þeirra í Washington-borg í gær. Trump hefur fundið tímamótasamkomulaginu allt til foráttu frá því að hann tók við embætti og hefur viljað rifta því. Hann hefur gefið Bandaríkjaþingi og Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að bæta úr því sem hann kallar „hræðilega galla“ á samkomulaginu. Tilgangurinn með heimsókn Macron til Bandaríkjanna nú er meðal annars sá að reyna að tala Trump ofan af því. Saman tilkynntu þeir í gær að þeir ynnu að nýjum samningi sem myndi útvíkka skilyrði upphaflega samkomulagsins. Í því var kveðið á um að Íranir hættu kjarnorkuframleiðslu sinni gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn landinu. Rouhani gefur hins vegar lítið fyrir það tal Trump og Macron. Þeir hafi engan rétt á að semja upp á nýtt. Þá staðhæfir hann að Trump sé ekki hæfur til að tjá sig um alþjóðasamninga af þessu tagi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þú hefur engan bakgrunn í stjórnmálum. Þú hefur engan bakgrunn í lögfræði. Þú hefur engan bakgrunn í alþjóðlegum samningum,“ segir Rouhani. Fimm fastaþjóðirnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og Kínverjar auk Þjóðverja og Evrópusambandsins gerðu samkomulagið við Írani á sínum tíma eftir langar og strangar viðræður. Rouhani efast um lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar geti ákveðið einir að breyta samkomulaginu nú. Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að vesturlönd hafi engan rétt á að krukka í samkomulagi sem gert var við Írani um kjarnorkuframleiðslu þeirra árið 2015. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýstu yfir vilja til að semja upp á nýtt á fundi þeirra í Washington-borg í gær. Trump hefur fundið tímamótasamkomulaginu allt til foráttu frá því að hann tók við embætti og hefur viljað rifta því. Hann hefur gefið Bandaríkjaþingi og Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að bæta úr því sem hann kallar „hræðilega galla“ á samkomulaginu. Tilgangurinn með heimsókn Macron til Bandaríkjanna nú er meðal annars sá að reyna að tala Trump ofan af því. Saman tilkynntu þeir í gær að þeir ynnu að nýjum samningi sem myndi útvíkka skilyrði upphaflega samkomulagsins. Í því var kveðið á um að Íranir hættu kjarnorkuframleiðslu sinni gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn landinu. Rouhani gefur hins vegar lítið fyrir það tal Trump og Macron. Þeir hafi engan rétt á að semja upp á nýtt. Þá staðhæfir hann að Trump sé ekki hæfur til að tjá sig um alþjóðasamninga af þessu tagi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þú hefur engan bakgrunn í stjórnmálum. Þú hefur engan bakgrunn í lögfræði. Þú hefur engan bakgrunn í alþjóðlegum samningum,“ segir Rouhani. Fimm fastaþjóðirnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og Kínverjar auk Þjóðverja og Evrópusambandsins gerðu samkomulagið við Írani á sínum tíma eftir langar og strangar viðræður. Rouhani efast um lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar geti ákveðið einir að breyta samkomulaginu nú.
Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27