Handbolti

Allt hrökk í baklás hjá Kristanstad sem kastaði frá sér sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur í leik með Kristianstad.
Ólafur í leik með Kristianstad. vísir/afp
Íslendingalið Kristianstad tapaði, 26-25, gegn Lugi í öðrum leik liðanna í undanúrslitum sænsku deildarinnar í handbolta.

Staðan er því 1-1 í einvíginu eftir tvo leiki en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitaleikinn. Kristianstad er ríkjandi meistari.

Leikurinn var háspenna lífshætta en Lugi leiddi 17-16 í hálfleik. Kristianstad var svo 23-20 yfir þegar fjórtán mínútur voru eftir en þá hrökk allt í baklás.

Liðið skoraði einungis tvö mörk síðustu fjórtán mínúturnar en Lugi skoraði sex. Þeir unnu því að lokum með einu marki, 26-25.

Íslensku strákarnir skoruðu þrjú mörk. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk, Ólafur Guðmundsson eitt en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×