Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2018 17:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Bandamenn Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann ítrekaði við Trump að halda samningnum virkum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun einnig nefna samkomulagið við Trump á fundi þeirra á föstudaginn. Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. Hann hefur sömuleiðis sakað Íran um að styjða við bakið á hryðjuverkasamtökum og að brjóta ítrekað gegn samkomulaginu. Bandalagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Samkvæmt umfjöllun Reuters eru helst þrjú atriði sem Trump hefur sett út á. Hann segir samkomulagið ekki koma niður á þróun Írana á langdrægum eldflaugum, að eftirlitsaðilar fái ekki nægilega greiðan aðgang í Íran og að Íran geti að einhverju leyti byrjað að þróa kjarnorkuvopn aftur eftir tíu ár. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur slegið á svipaða strengi og segir mikilvægt að samkomulagið verði ekki fellt niður. Yfirvöld Íran hafa sagt að þau muni framfylgja samkomulaginu svo lengi sem að allir geri það. Muni Trump slíta Bandaríkin frá því muni Íranar „rífa samkomulagið,“ eins og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, orðaði það.President Macron is correct in saying there's no "Plan B" on JCPOA. It's either all or nothing. European leaders should encourage President Trump not just to stay in the nuclear deal, but more importantly to begin implementing his part of the bargain in good faith.— Javad Zarif (@JZarif) April 23, 2018 Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bandamenn Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann ítrekaði við Trump að halda samningnum virkum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun einnig nefna samkomulagið við Trump á fundi þeirra á föstudaginn. Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. Hann hefur sömuleiðis sakað Íran um að styjða við bakið á hryðjuverkasamtökum og að brjóta ítrekað gegn samkomulaginu. Bandalagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Samkvæmt umfjöllun Reuters eru helst þrjú atriði sem Trump hefur sett út á. Hann segir samkomulagið ekki koma niður á þróun Írana á langdrægum eldflaugum, að eftirlitsaðilar fái ekki nægilega greiðan aðgang í Íran og að Íran geti að einhverju leyti byrjað að þróa kjarnorkuvopn aftur eftir tíu ár. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur slegið á svipaða strengi og segir mikilvægt að samkomulagið verði ekki fellt niður. Yfirvöld Íran hafa sagt að þau muni framfylgja samkomulaginu svo lengi sem að allir geri það. Muni Trump slíta Bandaríkin frá því muni Íranar „rífa samkomulagið,“ eins og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, orðaði það.President Macron is correct in saying there's no "Plan B" on JCPOA. It's either all or nothing. European leaders should encourage President Trump not just to stay in the nuclear deal, but more importantly to begin implementing his part of the bargain in good faith.— Javad Zarif (@JZarif) April 23, 2018
Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira