Ráðgjafi Trump stýrði hugveitu með áróður gegn múslimum Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2018 14:44 Bolton tók við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump fyrr í þessum mánuði. Vísir/AFP John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, var stjórnarformaður hægrisinnaðrar hugveitu sem dreifir misvísandi og fölskum neikvæðum fréttum um múslima þangað til í síðasta mánuði. Hugveitan hefur meðal annars varað við meintri yfirvofandi yfirtöku „jíhadista“ í Evrópu. Trump valdi Bolton sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir að hann lét H.R. McMaster fara í síðasta mánuði. Bolton var meðal annars sendifulltrúi ríkisstjórnar George W. Bush við Sameinuðu þjóðirnar í síðara Íraksstríðinu og er á meðal einörðustu harðlínumanna í utanríkismálum á hægri væng bandarískra stjórnmála. Þangað til í síðasta mánuði stýrði Bolton jafnframt Gatestone-stofnuninni, hugveitu í New York, sem hefur birt fjölda neikvæðra greina um múslima, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Á meðal fullyrðinga höfunda sem skrifa fyrir hugveituna er að hvítt fólk muni brátt hverfa í Evrópu vegna flæðis fólks frá múslimalöndum þangað.Töluðu um Svíþjóð sem „nauðganahöfuðborg vestursins“ Á vefsíðu hugveitunnar segir að hún „uppfræði almenning um það sem meginstraumsfjölmiðlar fjalla ekki um“, þar á meðal um mannréttindi, tjáningarfrelsi og orkumál. Á meðal greina sem hún hefur birt fjallar ein um að sómalskir innflytjendur í Svíþjóð hafi gert landið að „nauðganahöfuðborg vesturlanda“. Hugveitan hefur einnig ítrekað fjallað um meint svæði í evrópskum borgum þar sem yfirvöld eigi ekki að hætta sér inn vegna ofríkis múslima. Steve Emerson sem komst í fréttirnar árið 2015 þegar hann sagði við Fox News að sjaríalög væru í gildi í ensku borginni Birmingham hefur meðal annars skrifað fyrir Gatestone. Rússnesk nettröll og bottar eru sagðir hafa dreift greinum Gatestone ítrekað. Greinarhöfundar hennar hafa einnig komið margsinnis fram í rússneskum fjölmiðlum eins og Spútnik og RT. Þar eru þeir sagðir hafa gagnrýnt leiðtoga Evrópulanda eins og Emmanuel Macron, forseta Frakklands.Geert Wilders, hollenski hægriöfgamaðurinn, er einn þeirra sem hefur skrifað fyrir Gatestone-stofnunina sem Bolton stýrði.Vísir/AFPVar á móti boðuðu múslimabanni Trump Bolton er þó sjálfur sagður hafa haldið sig við skrif um Íran og önnur utanríkismál. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að Bandaríkin ráðist á Íran að fyrra bragði. Hann gagnrýndi einnig múslimabannið sem Trump boðaði í kosningabaráttunni í desember árið 2015. Nina Rosenwald, forseti Gatestone-stofnunarinnar, segir við NBC að Bolton hafi ekki átt neina aðild að greinum sem hugveitan birti og að stofnunin viti ekki til þess að rússnesk tröll hafi breitt út efni hennar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, var stjórnarformaður hægrisinnaðrar hugveitu sem dreifir misvísandi og fölskum neikvæðum fréttum um múslima þangað til í síðasta mánuði. Hugveitan hefur meðal annars varað við meintri yfirvofandi yfirtöku „jíhadista“ í Evrópu. Trump valdi Bolton sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir að hann lét H.R. McMaster fara í síðasta mánuði. Bolton var meðal annars sendifulltrúi ríkisstjórnar George W. Bush við Sameinuðu þjóðirnar í síðara Íraksstríðinu og er á meðal einörðustu harðlínumanna í utanríkismálum á hægri væng bandarískra stjórnmála. Þangað til í síðasta mánuði stýrði Bolton jafnframt Gatestone-stofnuninni, hugveitu í New York, sem hefur birt fjölda neikvæðra greina um múslima, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Á meðal fullyrðinga höfunda sem skrifa fyrir hugveituna er að hvítt fólk muni brátt hverfa í Evrópu vegna flæðis fólks frá múslimalöndum þangað.Töluðu um Svíþjóð sem „nauðganahöfuðborg vestursins“ Á vefsíðu hugveitunnar segir að hún „uppfræði almenning um það sem meginstraumsfjölmiðlar fjalla ekki um“, þar á meðal um mannréttindi, tjáningarfrelsi og orkumál. Á meðal greina sem hún hefur birt fjallar ein um að sómalskir innflytjendur í Svíþjóð hafi gert landið að „nauðganahöfuðborg vesturlanda“. Hugveitan hefur einnig ítrekað fjallað um meint svæði í evrópskum borgum þar sem yfirvöld eigi ekki að hætta sér inn vegna ofríkis múslima. Steve Emerson sem komst í fréttirnar árið 2015 þegar hann sagði við Fox News að sjaríalög væru í gildi í ensku borginni Birmingham hefur meðal annars skrifað fyrir Gatestone. Rússnesk nettröll og bottar eru sagðir hafa dreift greinum Gatestone ítrekað. Greinarhöfundar hennar hafa einnig komið margsinnis fram í rússneskum fjölmiðlum eins og Spútnik og RT. Þar eru þeir sagðir hafa gagnrýnt leiðtoga Evrópulanda eins og Emmanuel Macron, forseta Frakklands.Geert Wilders, hollenski hægriöfgamaðurinn, er einn þeirra sem hefur skrifað fyrir Gatestone-stofnunina sem Bolton stýrði.Vísir/AFPVar á móti boðuðu múslimabanni Trump Bolton er þó sjálfur sagður hafa haldið sig við skrif um Íran og önnur utanríkismál. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að Bandaríkin ráðist á Íran að fyrra bragði. Hann gagnrýndi einnig múslimabannið sem Trump boðaði í kosningabaráttunni í desember árið 2015. Nina Rosenwald, forseti Gatestone-stofnunarinnar, segir við NBC að Bolton hafi ekki átt neina aðild að greinum sem hugveitan birti og að stofnunin viti ekki til þess að rússnesk tröll hafi breitt út efni hennar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30