Handbolti

HK spilar í Olís deildinni næsta vetur

HK verður með í Olís deildinni næsta vetur
HK verður með í Olís deildinni næsta vetur mynd/facebook síða HK
HK mun spila í Olís deild kvenna á næsta ári eftir sigur á Gróttu í umspili um laust sætii í efstu deild.

HK vann umpspilseinvígið 3-0 og sendi Gróttu niður í 1. deild, en Seltirningar lentu í 7. sæti Olís deildarinnar í vetur.

Leikurinn í kvöld fór 21-25 fyrir HK sem hafði unnið 24-25 og 22-20 í fyrri leikjunum tveimur. Heimakonur í Gróttu voru 14-12 yfir í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér. Þórunn Friðriksdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru markahæstar í liði HK með 6 mörk hvor. Tinna Valgerður Gísladóttir skoraði 7 mörk fyrir Gróttu.

Ekki er lengra síðan en árið 2016 að Grótta lyfti Íslandsmeistaratitlinum en þarf nú að spila í næst efstu deild eftir verðskuldaðan sigur HK í einvíginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×