Skoðun

Skatturinn kann þetta

Pawel Bartoszek skrifar
Siggi vill sækja um vínveitingarleyfi. Siggi þarf að fara til sýslumanns með búsetuvottorð, búsforræðisvottorð, útprentað vasknúmer, sakarvottorð, vottorð frá innheimtumanni ríkissjóðs, teikningu af húsnæðinu, og nokkur önnur skjöl til viðbótar.

Búsetuvottorðið, sem sannar að hvar hann býr, þarf hann á fá í Borgartúni hjá Þjóðskrá. Búsforræðisvottorðið, sem sýnir að hann er ekki gjaldþrota, þarf hann að kaupa hjá Héraðsdómi. Vasknúmerið þarf hann að prenta af RSK-vefnum. Sakarvottorðið þarf að hann að kaupa af sýslumanni. Vottorðið frá innheimtumanni má fá frá sýslumanninum sjálfum. Teikningarnar fást hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins.

Öll þessi vottorð eiga það sameiginlegt að liggja í raun í einhverjum gagnagrunnum hjá hinu opinbera. Það er engin góð ástæða til að láta fólk fara á þessa ólíku staði og safna pappír. Skatturinn hefur tekið þetta í gegn. Einu sinni þurfti að skila fullt af út útprentuðum skjölum, svo þurfti að skanna eða slá inn fullt af skjölum. Loks var það gert þannig að upplýsingarnar koma bara sjálfkrafa.

Tvær tillögur: Í fyrsta lagi ætti borgin að taka yfir flest leyfamál sem snúa að atvinnurekstri í Reykjavík, sér í lagi vínveitingar- og gistileyfin. Í öðru lagi ætti að vera hægt að sinna öllum erindum rafrænt. Það er tímaskekkja að atvinnurekendur þurfi enn reglulega að trítla í með útprentuð skjöl um allan bæ.

Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.




Skoðun

Sjá meira


×