Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Einar Sigurvinsson skrifar 1. maí 2018 21:45 Einar Sverrisson skoraði 11 mörk fyrir Selfoss, þriðja leikinn í röð. Vísir/Anton Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Leikurinn fór fram á Selfossi og voru lokatölur 31-29. Selfyssingar eru því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna um sæti í úrslitaviðureigninni en þrjá sigra þarf til að komast þangað. Selfyssingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og var það að miklu leiti markverði liðsins, Sölva Ólafssyni að þakka. Helsti veikleiki Selfyssinga í einvíginu til þessa hafði verið markvarslan, en í síðasta leik liðanna vörðu markverðirnir samtals fimm bolta. Það tók Sölva hinsvegar ekki nema 12 mínútur að verja fimm skot í leiknum í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon tók leikhlé fyrir FH á 14. mínútu leiksins í stöðunni 7-3 fyrir Selfoss. FH-ingar þá búnir að vera í miklum vandræðum með að koma boltanum framhjá Sölva í markinu sem var búinn að verja 63 prósent allra skota sem á hann komu. Selfoss náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 12-6. Í kjölfarið fóru FH-ingar að ná betri tökum á leiknum og skoruðu næstu þrjú mörk. Munurinn á milli liðanna í hálfleik var aðeins þrjú mörk, 15-12. FH-ingar komu sterkari inn í síðari hálfleikinn og á 41. mínútu jafnaði Einar Rafn Eiðsson leikinn fyrir FH úr víti, 19-19. Selfyssingar héldu þó sínum takti og hleypti FH-ingum ekki nær. Síðari hálfleikurinn var hnífjafn en yfir komust FH-ingar aldrei og að lokum unnu heimamenn með tveimur mörkum. Af hverju vann Selfoss leikinn? Vörn, sókn og nú loksins markvarsla var frábær hjá Selfossi. Sölvi Ólafsson byrjaði mjög vel fyrir Selfoss og á stóran þátt í því að liðið náði sex marka forystu í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik steig síðan Einar Sverrisson upp fyrir Selfyssinga.Hverjir stóðu upp úr? Þriðja leikinn í röð skorar Einar Sverrisson 11 mörk fyrir Selfoss. Sölvi Ólafsson átti einnig mjög góðan dag í marki Selfyssinga með 15 varða bolta. Þrisvar sinnum fleiri heldur en báðir markverðir liðsins vörðu í síðasta leik gegn FH. Ágúst Elí Björgvinsson varði einnig fimmtán bolta í marki FH en átti í erfiðleikum með skot Einars Sverrissonar. Markahæsti maður FH var Einar Rafn Eiðsson með átta mörk. Hvað gekk illa? Fyrstu fimmtán mínútur leiksins komu FH-ingum í erfiða stöðu. Þeim gekk illa að koma boltanum framhjá Sölva í markinu og þurftu því að vinna upp sex marka forskot Selfyssinga. Stærstan hluta leiksins voru FH-ingar að spila mjög góðan leik en það vantaði herslumuninn upp á að liðið næði að komast yfir í seinni hálfleik og unnu heimamenn því verðskuldaðan sigur.Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna fer fram í Kaplakrika næsta laugardag. Með sigri geta Selfyssingar tryggt sér sæti í úrslitaviðureigninni. Það er því ekkert annað en sigur í boði fyrir FH-inga til að tryggja oddaleik. Patrekur: Fólkið hérna, vá, þetta gaf okkur kraftPatrekur Jóhannesson.vísir/eyþór„Bara hrikalega ánægður að vinna þennan leik. Við vorum vel undirbúnir og vorum fljótir að vinna í því sem okkur fannst þeir ekki gera vel í leiknum í Kaplakrika. Strákarnir gerður þetta frábærlega. Markvarslan var ótrúlega góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Boltinn sem við vorum að spila fyrstu 20 til 25 mínúturnar, bara vá,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, við Arnar Björnsson í leikslok. Selfyssingar byrjuðu leikinn gífurlega vel en Patrekur vildi þó ekki meina að þetta hefði verið þeirra besti kafli í vetur. „Alls ekki. Við erum búnir að spila fullt af góðum leikjum í vetur. En það sem ég er ánægður með er að menn detta út, Árni Steinn er ekki með, Atli dettur út. Við vorum ekkert að fara í vælukjóann, við fundum lausnir allir saman.“ Stúkan á Selfossi var eins full og hún gat orðið og stemningin í húsinu eftir því. „Fólkið hérna, vá, þetta gaf okkur kraft.“ Markverðir Selfyssinga hafa verið gagnrýndir í vetur og tók Patrekur undir með Arnari að þeir hafi svarað því vel í kvöld. „Við komum vel fram við þá í þjálfarateyminu. Þetta eru persónur og ég þekki engan leikmann sem vill vera slakur. Við ræddum þetta ekki einu sinni við þá. Við leyfðum þeim að leysa þetta sjálfir og þeir sýndu það í dag að þetta eru hörkustrákar. Hvað þeir skrifa, Jesús, ef maður ætti nú að fara að velta sér upp úr þeim skít, þá værum við orðnir ruglaðir.“ Patrekur hélt því síðan til haga, að þrátt fyrir góða frammistöðu í kvöld væri verkefninu ekki lokið. Hættan núna er að menn haldi að þetta sé komið. Auðvitað tökum við þetta og gleðjumst en ég fer strax í kvöld að gagnrýna sjálfan mig og skoða hvað hefði mátt gera betur. Ég sé strax nokkur atriði. Ég ætla bara að halda áfram fókus, en auðvitað brosir maður,“ sagði Patrekur að lokum. Halldór: Ætlum að koma hingað aftur í fimmta leikHalldór Jóhann á hliðarlínunni fyrr í vetur.vísir/eyþór„Í raun og veru vorum við að gera það sem þeir voru að gera í síðasta leik. Við vorum að klikka á alveg ótrúlega mörgum dauðafærum. Þar liggur kannski munurinn á liðunum. Við erum að spila lengst af frábærlega. Við skorum 29 mörk en úr opnum færum held ég að við séum með tíu dauðafæri. Það er rosalega mikið í svona leik þar sem hvert mark skiptir máli.“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Arnar Björnsson í leikslok. Hann var þó að mestu ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Mér fannst við vera að mörgu leiti góðir fyrir utan kafla í fyrri hálfleik þar sem mér fannst vera svolítið slökkt á okkur. Við vorum ekki að nýta færin og vorum svolítið hræddir við að taka réttar ákvarðanir. En svo fyrir utan þessar tíu mínútur erum við virkilega góðir.“ „Við höfðum tækifæri til þess að klára leikinn. Fáum tvær mínútur og klikkum á hraðaupphlaupi. Ef þú ætlar að vinna svona leiki þá þurfum við að klára svona hluti. Við þurfum að klára svona dauðafæri, sérstaklega þegar lítið er eftir af leiknum og jafn. Það er algjört lykilatriði.“ Hann hefur þó engar áhyggjur af sínum mönnum fyrir næsta leik, en hann fer fram í Kaplakrika á laugardaginn. Það er ennþá allt undir og við verðum að vinna okkur inn þann rétt að koma hingað aftur í fimmta leik. Við höfum ekkert annað val á laugardaginn en að vinna, það er engin annar séns. Þannig að við ætlum að koma hingað aftur í fimmta leik,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla
Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Leikurinn fór fram á Selfossi og voru lokatölur 31-29. Selfyssingar eru því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna um sæti í úrslitaviðureigninni en þrjá sigra þarf til að komast þangað. Selfyssingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og var það að miklu leiti markverði liðsins, Sölva Ólafssyni að þakka. Helsti veikleiki Selfyssinga í einvíginu til þessa hafði verið markvarslan, en í síðasta leik liðanna vörðu markverðirnir samtals fimm bolta. Það tók Sölva hinsvegar ekki nema 12 mínútur að verja fimm skot í leiknum í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon tók leikhlé fyrir FH á 14. mínútu leiksins í stöðunni 7-3 fyrir Selfoss. FH-ingar þá búnir að vera í miklum vandræðum með að koma boltanum framhjá Sölva í markinu sem var búinn að verja 63 prósent allra skota sem á hann komu. Selfoss náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 12-6. Í kjölfarið fóru FH-ingar að ná betri tökum á leiknum og skoruðu næstu þrjú mörk. Munurinn á milli liðanna í hálfleik var aðeins þrjú mörk, 15-12. FH-ingar komu sterkari inn í síðari hálfleikinn og á 41. mínútu jafnaði Einar Rafn Eiðsson leikinn fyrir FH úr víti, 19-19. Selfyssingar héldu þó sínum takti og hleypti FH-ingum ekki nær. Síðari hálfleikurinn var hnífjafn en yfir komust FH-ingar aldrei og að lokum unnu heimamenn með tveimur mörkum. Af hverju vann Selfoss leikinn? Vörn, sókn og nú loksins markvarsla var frábær hjá Selfossi. Sölvi Ólafsson byrjaði mjög vel fyrir Selfoss og á stóran þátt í því að liðið náði sex marka forystu í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik steig síðan Einar Sverrisson upp fyrir Selfyssinga.Hverjir stóðu upp úr? Þriðja leikinn í röð skorar Einar Sverrisson 11 mörk fyrir Selfoss. Sölvi Ólafsson átti einnig mjög góðan dag í marki Selfyssinga með 15 varða bolta. Þrisvar sinnum fleiri heldur en báðir markverðir liðsins vörðu í síðasta leik gegn FH. Ágúst Elí Björgvinsson varði einnig fimmtán bolta í marki FH en átti í erfiðleikum með skot Einars Sverrissonar. Markahæsti maður FH var Einar Rafn Eiðsson með átta mörk. Hvað gekk illa? Fyrstu fimmtán mínútur leiksins komu FH-ingum í erfiða stöðu. Þeim gekk illa að koma boltanum framhjá Sölva í markinu og þurftu því að vinna upp sex marka forskot Selfyssinga. Stærstan hluta leiksins voru FH-ingar að spila mjög góðan leik en það vantaði herslumuninn upp á að liðið næði að komast yfir í seinni hálfleik og unnu heimamenn því verðskuldaðan sigur.Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna fer fram í Kaplakrika næsta laugardag. Með sigri geta Selfyssingar tryggt sér sæti í úrslitaviðureigninni. Það er því ekkert annað en sigur í boði fyrir FH-inga til að tryggja oddaleik. Patrekur: Fólkið hérna, vá, þetta gaf okkur kraftPatrekur Jóhannesson.vísir/eyþór„Bara hrikalega ánægður að vinna þennan leik. Við vorum vel undirbúnir og vorum fljótir að vinna í því sem okkur fannst þeir ekki gera vel í leiknum í Kaplakrika. Strákarnir gerður þetta frábærlega. Markvarslan var ótrúlega góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Boltinn sem við vorum að spila fyrstu 20 til 25 mínúturnar, bara vá,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, við Arnar Björnsson í leikslok. Selfyssingar byrjuðu leikinn gífurlega vel en Patrekur vildi þó ekki meina að þetta hefði verið þeirra besti kafli í vetur. „Alls ekki. Við erum búnir að spila fullt af góðum leikjum í vetur. En það sem ég er ánægður með er að menn detta út, Árni Steinn er ekki með, Atli dettur út. Við vorum ekkert að fara í vælukjóann, við fundum lausnir allir saman.“ Stúkan á Selfossi var eins full og hún gat orðið og stemningin í húsinu eftir því. „Fólkið hérna, vá, þetta gaf okkur kraft.“ Markverðir Selfyssinga hafa verið gagnrýndir í vetur og tók Patrekur undir með Arnari að þeir hafi svarað því vel í kvöld. „Við komum vel fram við þá í þjálfarateyminu. Þetta eru persónur og ég þekki engan leikmann sem vill vera slakur. Við ræddum þetta ekki einu sinni við þá. Við leyfðum þeim að leysa þetta sjálfir og þeir sýndu það í dag að þetta eru hörkustrákar. Hvað þeir skrifa, Jesús, ef maður ætti nú að fara að velta sér upp úr þeim skít, þá værum við orðnir ruglaðir.“ Patrekur hélt því síðan til haga, að þrátt fyrir góða frammistöðu í kvöld væri verkefninu ekki lokið. Hættan núna er að menn haldi að þetta sé komið. Auðvitað tökum við þetta og gleðjumst en ég fer strax í kvöld að gagnrýna sjálfan mig og skoða hvað hefði mátt gera betur. Ég sé strax nokkur atriði. Ég ætla bara að halda áfram fókus, en auðvitað brosir maður,“ sagði Patrekur að lokum. Halldór: Ætlum að koma hingað aftur í fimmta leikHalldór Jóhann á hliðarlínunni fyrr í vetur.vísir/eyþór„Í raun og veru vorum við að gera það sem þeir voru að gera í síðasta leik. Við vorum að klikka á alveg ótrúlega mörgum dauðafærum. Þar liggur kannski munurinn á liðunum. Við erum að spila lengst af frábærlega. Við skorum 29 mörk en úr opnum færum held ég að við séum með tíu dauðafæri. Það er rosalega mikið í svona leik þar sem hvert mark skiptir máli.“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Arnar Björnsson í leikslok. Hann var þó að mestu ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Mér fannst við vera að mörgu leiti góðir fyrir utan kafla í fyrri hálfleik þar sem mér fannst vera svolítið slökkt á okkur. Við vorum ekki að nýta færin og vorum svolítið hræddir við að taka réttar ákvarðanir. En svo fyrir utan þessar tíu mínútur erum við virkilega góðir.“ „Við höfðum tækifæri til þess að klára leikinn. Fáum tvær mínútur og klikkum á hraðaupphlaupi. Ef þú ætlar að vinna svona leiki þá þurfum við að klára svona hluti. Við þurfum að klára svona dauðafæri, sérstaklega þegar lítið er eftir af leiknum og jafn. Það er algjört lykilatriði.“ Hann hefur þó engar áhyggjur af sínum mönnum fyrir næsta leik, en hann fer fram í Kaplakrika á laugardaginn. Það er ennþá allt undir og við verðum að vinna okkur inn þann rétt að koma hingað aftur í fimmta leik. Við höfum ekkert annað val á laugardaginn en að vinna, það er engin annar séns. Þannig að við ætlum að koma hingað aftur í fimmta leik,“ sagði Halldór að lokum.