Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um meint vanhæfi bæjarfulltrúa í Sundhallarmáli Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. apríl 2018 06:00 Sundhöllin sem til stendur að rífa. Vísir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, vildi ekkert gefa upp um afstöðu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu um nýtt deiliskipulag á Framnesvegi 9 og 11 í bænum, sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Atkvæði Unu réð úrslitum við samþykkt nýja deiliskipulagsins, en föðurbróðir Unu, Halldór Ragnarsson, og sonur hans, Heiðar Halldórsson, eru eigendur lóðanna. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitumKjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærLíkt og Fréttablaðið greindi frá á föstudag hefur Skipulagsstofnun sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðir við deiliskipulagsbreytingarnar og í bréfinu er óskað eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis Unu Maríu, áður en stofnunin taki afstöðu til vanhæfisins og þess hvort nýtt deiliskipulag standist lög. „Viðbrögð okkar liggja ekki fyrir. Við höfum frest til 9. maí til að svara Skipulagsstofnun og erum bara í þeirri vinnu,“ segir Kjartan Már og vill ekkert gefa upp um framhaldið. Fyrirhugaðar framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna. Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana eignarhaldsfélagi Halldórs og Heiðars fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Þá var ekkert deiliskipulag til fyrir lóðirnar. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, vildi ekkert gefa upp um afstöðu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu um nýtt deiliskipulag á Framnesvegi 9 og 11 í bænum, sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Atkvæði Unu réð úrslitum við samþykkt nýja deiliskipulagsins, en föðurbróðir Unu, Halldór Ragnarsson, og sonur hans, Heiðar Halldórsson, eru eigendur lóðanna. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitumKjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærLíkt og Fréttablaðið greindi frá á föstudag hefur Skipulagsstofnun sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðir við deiliskipulagsbreytingarnar og í bréfinu er óskað eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis Unu Maríu, áður en stofnunin taki afstöðu til vanhæfisins og þess hvort nýtt deiliskipulag standist lög. „Viðbrögð okkar liggja ekki fyrir. Við höfum frest til 9. maí til að svara Skipulagsstofnun og erum bara í þeirri vinnu,“ segir Kjartan Már og vill ekkert gefa upp um framhaldið. Fyrirhugaðar framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna. Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana eignarhaldsfélagi Halldórs og Heiðars fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Þá var ekkert deiliskipulag til fyrir lóðirnar. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00