Barcelona rúllaði yfir Villarreal Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. maí 2018 19:45 Messi skorar vísir/getty Barcelona slær ekki slöku við í spænsku úrvalsdeildinni þó liðið sé fyrir löngu búið að tryggja sér titilinn. Villarreal voru gestir kvöldsins á Nou Camp og þeir stóðu heiðursvörð fyrir leik. Börsungar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik því að honum loknum var staðan 3-0. Brasilíumennirnir Philippe Coutinho og Paulinho skoruðu með fimm mínútna millibili snemma leiks og Lionel Messi fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik heimamanna með marki eftir undirbúning Andres Iniesta á lokamínútu fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikurinn var öllu rólegri og Ítalanum Nicola Sansone tókst meira að segja að minnka muninn fyrir gestina með marki á 54.mínútu. Ousmane Dembele náði hins vegar að auka við forystuna aftur með tveimur mörkum skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 5-1. Spænski boltinn
Barcelona slær ekki slöku við í spænsku úrvalsdeildinni þó liðið sé fyrir löngu búið að tryggja sér titilinn. Villarreal voru gestir kvöldsins á Nou Camp og þeir stóðu heiðursvörð fyrir leik. Börsungar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik því að honum loknum var staðan 3-0. Brasilíumennirnir Philippe Coutinho og Paulinho skoruðu með fimm mínútna millibili snemma leiks og Lionel Messi fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik heimamanna með marki eftir undirbúning Andres Iniesta á lokamínútu fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikurinn var öllu rólegri og Ítalanum Nicola Sansone tókst meira að segja að minnka muninn fyrir gestina með marki á 54.mínútu. Ousmane Dembele náði hins vegar að auka við forystuna aftur með tveimur mörkum skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 5-1.