Parsi heyrði þessi varnaðarorð eftir að Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 2016 og áður en hann tók við embættinu í janúar árið eftir.
Trump er alls ekki hrifinn af kjarnorkusamningnum en er þessa dagana undir miklum þrýstingi frá öðrum þjóðarleiðtogum um að halda í samninginn. Tísti forsetinn fyrr í kvöld að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína varðandi samninginn á morgun.
I will be announcing my decision on the Iran Deal tomorrow from the White House at 2:00pm.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 7, 2018
Parsi, sem er forseti Íransk-ameríska ráðsins (National American Iranian Council) var einnig einn af þeim sem ísraelska öryggisfyrirtækið Black Cube safnaði upplýsingum um í tengslum við óhróðursherferð sem fyrirtækið var að skipuleggja á hendur þeim sem sömdu við Íran fyrir hönd Bandaríkjanna á sínum tíma. Allt voru það nánir samstarfsmenn Barack Obama, forvera Trump í embætti forseta.