Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2018 23:30 Gina Haspel hefur starfað fyrir CIA í 33 ár. Vísir/EPA Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins.Haspel hefur starfað áratugum saman hjá CIA og er nú starfandi forstjóri leyniþjónstunnar eftir að Mike Pompeo tók við embætti utanríkisráðherra. Staðfestingaryfirheyrslur vegna útnefningarinnar fara fram á miðvikudaginn og hafa þingmenn demókrata gefið út að fortíð hennar ætti að útiloka að hún geti starfað sem forstjóri CIA, ekki síst vegna þátts hennar í pyntingaráætlun CIA í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. septemberHaspel stýrði leynifangelsi leyniþjónustunnar í Taílandi þar sem fangar voru beittir vatnspyntingum og annarri „yfirheyrslutækni“ sem lýst hefur verið sem pyntingum, að sögn Washington Post.Washington Post greinir fráþví að Haspel hafi um helgina, ásamst starfsmönnum Hvíta hússins, undirbúið sig undir yfirheyrslur þingsins. Þegar starfsmenn Hvíta hússins vildu fá frekari upplýsingar um þátt Haspel í hinum umdeildu yfirheyrslum er hún sögð hafa boðist til þess að draga sig í hlé, til þess að koma í veg fyrir erfiðar staðfestingaryfirheyrslur bandaríska þingsins.Eru háttsettir embættismenn Hvíta hússins, þar á meðal Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi, sögð hafa þrýst á Haspel að halda útnefningunni til streitu á hitafundi á skrifstofum hennar í höfuðstöðvum CIA.Var það ekki fyrr en Donald Trump blandaði sér í málið seint í gærkvöldi að Haspel ákvað að stíga ekki til hliðar, og mun hún því koma fyrir njósnamáladeild öldungardeildaþingsins á miðvikudag þar sem yfirheyrslur vegna staðfestingar á útnefningu hennar sem forstjóri CIA verða haldnar. Donald Trump Tengdar fréttir Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins.Haspel hefur starfað áratugum saman hjá CIA og er nú starfandi forstjóri leyniþjónstunnar eftir að Mike Pompeo tók við embætti utanríkisráðherra. Staðfestingaryfirheyrslur vegna útnefningarinnar fara fram á miðvikudaginn og hafa þingmenn demókrata gefið út að fortíð hennar ætti að útiloka að hún geti starfað sem forstjóri CIA, ekki síst vegna þátts hennar í pyntingaráætlun CIA í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. septemberHaspel stýrði leynifangelsi leyniþjónustunnar í Taílandi þar sem fangar voru beittir vatnspyntingum og annarri „yfirheyrslutækni“ sem lýst hefur verið sem pyntingum, að sögn Washington Post.Washington Post greinir fráþví að Haspel hafi um helgina, ásamst starfsmönnum Hvíta hússins, undirbúið sig undir yfirheyrslur þingsins. Þegar starfsmenn Hvíta hússins vildu fá frekari upplýsingar um þátt Haspel í hinum umdeildu yfirheyrslum er hún sögð hafa boðist til þess að draga sig í hlé, til þess að koma í veg fyrir erfiðar staðfestingaryfirheyrslur bandaríska þingsins.Eru háttsettir embættismenn Hvíta hússins, þar á meðal Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi, sögð hafa þrýst á Haspel að halda útnefningunni til streitu á hitafundi á skrifstofum hennar í höfuðstöðvum CIA.Var það ekki fyrr en Donald Trump blandaði sér í málið seint í gærkvöldi að Haspel ákvað að stíga ekki til hliðar, og mun hún því koma fyrir njósnamáladeild öldungardeildaþingsins á miðvikudag þar sem yfirheyrslur vegna staðfestingar á útnefningu hennar sem forstjóri CIA verða haldnar.
Donald Trump Tengdar fréttir Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50