Meðal róna og véldóna í Arisóna Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. maí 2018 09:00 Allt fór á annan endann í lok fyrstu seríu Westworld og lítil hætta á að þær manneskjur, sem eru fastar í heimi þar sem byssuglöð vélmenni fara hamförum, eigi eftir að ríða hamingjusamar inn í sólarlagið. HBO Kapalsjónvarpsstöðin HBO á heiðurinn af mörgum bestu sjónvarpsþáttum síðustu tveggja áratuga og í raun hratt HBO af stað byltingu í gerð sjónvarpsþátta með The Sopranos 1999. Handrit, tónlist, leikur, klipping og kvikmyndataka standast þegar best lætur, í kjölfar The Sopranos, allar kröfur hvíta tjaldsins. Aðdráttarafl þátta af þessu tagi er enda slíkt að HBO leyfir sér ítrekað að gera langt hlé á milli þáttaraða án þess að missa takið á áhorfendum. Westworld hóf göngu sína í október 2016 og skilið var við áhorfendur á dramatískum hápunkti í desember. Og loksins, einu og hálfu ári síðar, er ballið í hinu vélræna villta vestri byrjað aftur. Westworld-þættirnir byggja á drungalegri framtíðarsýn leikstjórans og handritshöfundarins Michaels Crichton heitins sem sendi frá sér samnefnda kvikmynd 1973.Sjá einnig: Westworld: Spurningar og svörWestworld sagði frá skemmtigarði sem bauð vel stæðu fólki upp á að upplifa villta vestrið í leikmynd þar sem mannleg vélmenni voru höfð þeim til skemmtunar. Í boði var til dæmis að myrða þau og nauðga án afleiðinga. Kerfisvilla verður síðan til þess að vélmennin gera uppreisn, ganga af göflunum og slátra kúgurum sínum. Sama er uppi á teningnum í sjónvarpsþáttunum þar sem fyrstu þáttaröð lauk með einmitt þessum ósköpum. Ekkert vantar upp á spennuna og tilþrifin í leik og söguþræði en slagkraft sinn sækja þættirnir fyrst og fremst í þær knýjandi siðferðisspurningar sem þar eru settar fram. Er allt í lagi að drepa manneskju ef hún er ekki af holdi og blóði? Er bara sjálfsagt mál að sænga hjá vændiskonu ef hún er ekki raunveruleg manneskja? Er venjuleg manneskja ekki illmenni ef hún fær sig til og nýtur þess að níðast á manneskju sem er ekki manneskja? Hvenær drepur maður mann? Því er ekki auðsvarað þegar Westworld stillir áhorfandanum upp við vegg. En á þeim tæknivæddu sýndarveruleikatímum sem við lifum hafa allir gott af því að velta þessu fyrir sér á meðan þeir horfa á Westworld. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Helstu kenningar Westworld Þættirnir Westworld úr smiðju HBO hafa verið að gera áhorfendur brjálaða af forvitni á undanförnum vikum. 23. nóvember 2016 14:00 Westworld: Spurningar og svör Farið yfir spurningar sem sitja eftir þegar við hefjum hina löngu bið eftir næstu þáttaröð. 7. desember 2016 15:00 Framleiðendur Westworld hrekktu aðdáendur hressilega Lisa Joy og Johnathan Nolan, höfundar þáttanna, sögðu á Reddit í gær að í stað þess að láta áhorfendur velta vöngum yfir því hvað myndi gerast í annarri þáttaröð, myndu þau segja fólki frá öllum helstu vendipunktum þáttaraðarinnar í myndbandi. 10. apríl 2018 09:30 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kapalsjónvarpsstöðin HBO á heiðurinn af mörgum bestu sjónvarpsþáttum síðustu tveggja áratuga og í raun hratt HBO af stað byltingu í gerð sjónvarpsþátta með The Sopranos 1999. Handrit, tónlist, leikur, klipping og kvikmyndataka standast þegar best lætur, í kjölfar The Sopranos, allar kröfur hvíta tjaldsins. Aðdráttarafl þátta af þessu tagi er enda slíkt að HBO leyfir sér ítrekað að gera langt hlé á milli þáttaraða án þess að missa takið á áhorfendum. Westworld hóf göngu sína í október 2016 og skilið var við áhorfendur á dramatískum hápunkti í desember. Og loksins, einu og hálfu ári síðar, er ballið í hinu vélræna villta vestri byrjað aftur. Westworld-þættirnir byggja á drungalegri framtíðarsýn leikstjórans og handritshöfundarins Michaels Crichton heitins sem sendi frá sér samnefnda kvikmynd 1973.Sjá einnig: Westworld: Spurningar og svörWestworld sagði frá skemmtigarði sem bauð vel stæðu fólki upp á að upplifa villta vestrið í leikmynd þar sem mannleg vélmenni voru höfð þeim til skemmtunar. Í boði var til dæmis að myrða þau og nauðga án afleiðinga. Kerfisvilla verður síðan til þess að vélmennin gera uppreisn, ganga af göflunum og slátra kúgurum sínum. Sama er uppi á teningnum í sjónvarpsþáttunum þar sem fyrstu þáttaröð lauk með einmitt þessum ósköpum. Ekkert vantar upp á spennuna og tilþrifin í leik og söguþræði en slagkraft sinn sækja þættirnir fyrst og fremst í þær knýjandi siðferðisspurningar sem þar eru settar fram. Er allt í lagi að drepa manneskju ef hún er ekki af holdi og blóði? Er bara sjálfsagt mál að sænga hjá vændiskonu ef hún er ekki raunveruleg manneskja? Er venjuleg manneskja ekki illmenni ef hún fær sig til og nýtur þess að níðast á manneskju sem er ekki manneskja? Hvenær drepur maður mann? Því er ekki auðsvarað þegar Westworld stillir áhorfandanum upp við vegg. En á þeim tæknivæddu sýndarveruleikatímum sem við lifum hafa allir gott af því að velta þessu fyrir sér á meðan þeir horfa á Westworld.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Helstu kenningar Westworld Þættirnir Westworld úr smiðju HBO hafa verið að gera áhorfendur brjálaða af forvitni á undanförnum vikum. 23. nóvember 2016 14:00 Westworld: Spurningar og svör Farið yfir spurningar sem sitja eftir þegar við hefjum hina löngu bið eftir næstu þáttaröð. 7. desember 2016 15:00 Framleiðendur Westworld hrekktu aðdáendur hressilega Lisa Joy og Johnathan Nolan, höfundar þáttanna, sögðu á Reddit í gær að í stað þess að láta áhorfendur velta vöngum yfir því hvað myndi gerast í annarri þáttaröð, myndu þau segja fólki frá öllum helstu vendipunktum þáttaraðarinnar í myndbandi. 10. apríl 2018 09:30 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Helstu kenningar Westworld Þættirnir Westworld úr smiðju HBO hafa verið að gera áhorfendur brjálaða af forvitni á undanförnum vikum. 23. nóvember 2016 14:00
Westworld: Spurningar og svör Farið yfir spurningar sem sitja eftir þegar við hefjum hina löngu bið eftir næstu þáttaröð. 7. desember 2016 15:00
Framleiðendur Westworld hrekktu aðdáendur hressilega Lisa Joy og Johnathan Nolan, höfundar þáttanna, sögðu á Reddit í gær að í stað þess að láta áhorfendur velta vöngum yfir því hvað myndi gerast í annarri þáttaröð, myndu þau segja fólki frá öllum helstu vendipunktum þáttaraðarinnar í myndbandi. 10. apríl 2018 09:30