Opinber twitter-reikningur Svíþjóðar tísti á sunnudaginn „Sænskar kjötbollur eru í raun byggðar á uppskrift sem Karl VII. Svíakonungur kom með til baka frá Tyrklandi í byrjun 18. aldar. Höldum okkur við staðreyndirnar!“
Swedish meatballs are actually based on a recipe King Charles XII brought home from Turkey in the early 18th century. Let's stick to the facts! pic.twitter.com/JuTDEjq9MMHafa ýmsir hugleitt í kjölfarið hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa fyrir sjálfsmynd sænsku þjóðarinnar. Aðrir hafa velt fyrir sér hvort þetta muni hafa áhrif á hinn klassíska kjötbollurétt sem IKEA býður upp á um allan heim.
— Sweden.se (@swedense) April 28, 2018
Sjá einnig: Danmörk og Svíþjóð hnakkrifust á Twitter.
Karl XVI. Gústaf, núverandi konugur Svíþjóðar og niðji Karls VII. sem fyrst færði uppskriftina til Svíþjóðar fagnaði í gær 72 ára afmæli. Velta má fyrir sér hvort að hinn tyrkneski þjóðarréttur Svíþjóðar hafi verið borinn á borð í tilefni þess.
