Iniesta kvaddi með sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Iniesta klappaði fyrir stuðningsmönnunum þegar hann gekk út af Nývangi í hinsta sinn.
Iniesta klappaði fyrir stuðningsmönnunum þegar hann gekk út af Nývangi í hinsta sinn. Vísir/AFP
Andres Iniesta kvaddi Barcelona eftir 16 ár hjá félaginu í kvöld þegar hann fékk heiðursskiptingu undir lok leiks Barcelona og Real Sociedad.

Iniesta gekk til liðs við unglingaakademíu Barcelona árið 1996 og hefur verið hjá félaginu alla tíð síðan. Hann er einn af bestu leikmönnum knattspyrnusögunnar í huga margra og hefur unnið fjöldan allan af titlum með Barcelona ásamt því að hafa orðið Heims- og Evrópumeistari með spænska landsliðinu.



 



Barcelona, sem var búið að tryggja sér sigur í La Liga fyrir loka umferðina, vann leikinn 1-0 með marki frá Philippe Coutinho á 57. mínútu. Markið var af dýrari gerðinni, skot af vítateigslínunni og í samskeytin.

Leikurinn snérist þó lítið um úrslitin þar sem Real Sociedad var ekki í fallbaráttu og var aðal sviðsljósið á Iniesta. Ekki hefur verið staðfest hvert hann muni nú halda en sögusagnir herma að Kína gæti orðið næsti áfangastaður.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira