Handbolti

Halldór Jóhann: Þetta er alltaf rautt spjald

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Halldór hafði engan áhuga á því sem Arnar Pétursson hafði að heyra og snöggreiddist út í hann.
Halldór hafði engan áhuga á því sem Arnar Pétursson hafði að heyra og snöggreiddist út í hann.
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var heitur í hálfleik í gær í leik ÍBV og FH enda hafði hans besti maður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, meiðst illa í fyrri hálfleiknum.

Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson slapp með tveggja mínútna brottvísun þó svo brotið hafi verið mjög gróft.

„Þetta var alltaf rautt spjald. Það sést bara í sjónvarpinu. Það skiptir ekki máli þó svo þetta hafi verið slys. Þetta er alltaf rautt spjald,“ sagði Halldór við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í leikhléinu.

Í innslaginu hér að neðan má sjá viðtalið við Halldór sem og þegar Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, ræddi við Halldór í hálfleik en þjálfari FH hafði takmarkaðan áhuga á því sem Arnar hafði fram að færa.


Tengdar fréttir

Segja Gísla hafa orðið fyrir grófri líkamsárás

Handknattleiksdeild FH gaf í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þeir saka Andra Heimi, leikmann ÍBV, um grófa líkamasárás. Gísli Þorgeir, leikmaður FH, kom illa undan samstuði við Andra.

Gísli fékk símtal frá pabba í hálfleik

Það vakti athygli í leik ÍBV og FH í gær að Kristján Arason, faðir Gísla Þorgeirs, leikmanns FH, skildi hringja í son sinn í hálfleiknum. Skal svo sem engan undra að faðirinn hafi viljað heyra í syninum eftir það sem hafði gengið á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×