Halldór Jóhann: Vonandi er þetta ekki heilahristingur Gabríel Sighvatsson skrifar 17. maí 2018 21:45 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. vísir/skjáskot Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur með úrslitin og leik sinna manna í kvöld, en liðið tapaði fyrir ÍBV, 29-22. ÍBV komst þar með 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á laugardaginn. „Í fyrsta lagi vorum við bara ekki nógu góðir, það er ástæðan fyrir að við töpum með 7 mörkum, leikurinn fjaraði svolítið út í lokin eins og gengur og gerist, en mér fannst að þegar við vorum að ná að skora, þá var engin markvarsla.“ „Við skiptum Birki (Fannari Bragasyni, markmanni FH) af velli í hálfleik, því hann var að drepast í hnénu en neyddumst til að skipta honum aftur inn á, því Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) klukkaði ekki bolta. Hann kemur inn með smá kraft en við erum að gera of mikið af feilum og þetta var bara ekki okkar dagur í dag, það verður að segjast eins og er.“ FH lenti undir snemma leiks og þeir náðu aldrei að koma almennilega til baka eftir það. „Það er alltaf aftur snúið, þetta er ekki þannig en það hafa verið miklar sveiflur í þessu einvígi milli atvika og milli hluta af leiknum. Fyrst og fremst vorum við aldrei líklegir til að ná einhverju meiru út úr þessu, við vorum alltaf að elta, við förum í þrjú mörk, förum aftur upp í 5 mörk og hefðum þurft að koma þessu niður í eitt, tvö mörk og setja aðeins meiri pressu á þá og þá hefði kannski komið aðeins meira líf í okkar.“ „Ég er mjög svekktur með hvernig við byrjuðum leikinn og hvernig við bregðumst við því. Það er ótrúlegt að við vorum bara að tapa með 3 mörkum í hálfleik miðað við hvað við vorum slakir.“ Halldór var aðeins búinn að róa sig eftir leik og fór öðrum orðum um brot Andra Heimis á Gísla Þorgeiri. „Ég held að það sé bara slys, ég trúi engum leikmönnum það að ætla að slasa neinn og ég held að þetta hafi bara verið slys en afleiðing brots er svakaleg þarna og í ljósi þess að þeir gefa refsingu, þá hefði ég auðvitað viljað sjá rautt spjald en ég held að þeir hafi bara ekki séð þetta nógu vel til þess að geta gert það. Það er auðvitað slæmt en fyrst og fremst er þetta bara slys og við og aðallega Gísli betum skaða af því sem er hrikalegt og við tókum enga sénsa með að spila honum aftur.“ Hann sagðist vera sammála Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV að þetta hefði verið slys. „Ég var alveg sammála því. Ég held að þetta sé ekki rétt að ætla að fá mig í eitthvað orðastríð með Arnar um það, ég sagði við hann að þetta væri stríð en það hefði hinsvegar alltaf átt að refsa þessu með rauðu spjaldi, það er annað mál. Menn voru að spila handbolta og slysin geta auðvitað orðið en þegar er verið að taka upp afleiðingu brots og við erum með mikla höfuðáverka en dómararnir sáu þetta ekki og við treystum þeim bara fyrir því líka en þarna fór stórt atriði framhjá þeim og auðvitað slæmt fyrir okkur að missa Gísla.“ Gísli slasaðist við þetta. „Hann er náttúrulega með höfuðáverka, við þurfum að skoða hvernig það er og vonandi er þetta ekki heilahristingur og við getum teflt honum fram á laugardaginn, það er staða sem verður tekin á morgun.“ „Auðvitað er virkilega stórt að missa hann fyrir fjórða leikinn og svo erum við líka með Ása (Ásbjörn Friðriksson) meiddan. Þetta eru þeir sem hafa verið með mjög margar mínútur fyrir okkur í vetur og það er mjög slæmt að missa þá á þessum lokametrum á mótinu.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur með úrslitin og leik sinna manna í kvöld, en liðið tapaði fyrir ÍBV, 29-22. ÍBV komst þar með 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á laugardaginn. „Í fyrsta lagi vorum við bara ekki nógu góðir, það er ástæðan fyrir að við töpum með 7 mörkum, leikurinn fjaraði svolítið út í lokin eins og gengur og gerist, en mér fannst að þegar við vorum að ná að skora, þá var engin markvarsla.“ „Við skiptum Birki (Fannari Bragasyni, markmanni FH) af velli í hálfleik, því hann var að drepast í hnénu en neyddumst til að skipta honum aftur inn á, því Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) klukkaði ekki bolta. Hann kemur inn með smá kraft en við erum að gera of mikið af feilum og þetta var bara ekki okkar dagur í dag, það verður að segjast eins og er.“ FH lenti undir snemma leiks og þeir náðu aldrei að koma almennilega til baka eftir það. „Það er alltaf aftur snúið, þetta er ekki þannig en það hafa verið miklar sveiflur í þessu einvígi milli atvika og milli hluta af leiknum. Fyrst og fremst vorum við aldrei líklegir til að ná einhverju meiru út úr þessu, við vorum alltaf að elta, við förum í þrjú mörk, förum aftur upp í 5 mörk og hefðum þurft að koma þessu niður í eitt, tvö mörk og setja aðeins meiri pressu á þá og þá hefði kannski komið aðeins meira líf í okkar.“ „Ég er mjög svekktur með hvernig við byrjuðum leikinn og hvernig við bregðumst við því. Það er ótrúlegt að við vorum bara að tapa með 3 mörkum í hálfleik miðað við hvað við vorum slakir.“ Halldór var aðeins búinn að róa sig eftir leik og fór öðrum orðum um brot Andra Heimis á Gísla Þorgeiri. „Ég held að það sé bara slys, ég trúi engum leikmönnum það að ætla að slasa neinn og ég held að þetta hafi bara verið slys en afleiðing brots er svakaleg þarna og í ljósi þess að þeir gefa refsingu, þá hefði ég auðvitað viljað sjá rautt spjald en ég held að þeir hafi bara ekki séð þetta nógu vel til þess að geta gert það. Það er auðvitað slæmt en fyrst og fremst er þetta bara slys og við og aðallega Gísli betum skaða af því sem er hrikalegt og við tókum enga sénsa með að spila honum aftur.“ Hann sagðist vera sammála Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV að þetta hefði verið slys. „Ég var alveg sammála því. Ég held að þetta sé ekki rétt að ætla að fá mig í eitthvað orðastríð með Arnar um það, ég sagði við hann að þetta væri stríð en það hefði hinsvegar alltaf átt að refsa þessu með rauðu spjaldi, það er annað mál. Menn voru að spila handbolta og slysin geta auðvitað orðið en þegar er verið að taka upp afleiðingu brots og við erum með mikla höfuðáverka en dómararnir sáu þetta ekki og við treystum þeim bara fyrir því líka en þarna fór stórt atriði framhjá þeim og auðvitað slæmt fyrir okkur að missa Gísla.“ Gísli slasaðist við þetta. „Hann er náttúrulega með höfuðáverka, við þurfum að skoða hvernig það er og vonandi er þetta ekki heilahristingur og við getum teflt honum fram á laugardaginn, það er staða sem verður tekin á morgun.“ „Auðvitað er virkilega stórt að missa hann fyrir fjórða leikinn og svo erum við líka með Ása (Ásbjörn Friðriksson) meiddan. Þetta eru þeir sem hafa verið með mjög margar mínútur fyrir okkur í vetur og það er mjög slæmt að missa þá á þessum lokametrum á mótinu.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00