Grótta biður Þorgeir Bjarka afsökunar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. maí 2018 14:30 Frá viðureign Vals og Gróttu í Olís deildinni. Leikmenn myndarinnar tengjast fréttinni ekki vísir/getty Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem félagið biður fyrrum leikmann þess, Þorgeir Bjarka Davíðsson, einlægrar afsökunar. Þorgeir Bjarki er fæddur árið 1996 og hefur verið á mála hjá Fram síðan hann fór frá Gróttu fyrir tveimur árum. Hann kom við sögu í fjórum leikjum með félaginu í Olís deild karla í veturAfsökunarbeiðni handknattleiksdeildar Gróttu: Íþróttafélagið Grótta hefur lagst í gagngerar endurbætur á eineltisstefnu félagsins og verkferlum þar að lútandi. Veigamikil og þörf vitundarvakning hefur átt sér stað í þjóðfélaginu í ljósi #metoo umræðunnar og telur félagið mikilvægt að fylgja því eftir með endurskoðun á öllum verkferlum. Sú endurskoðun er einnig gerð í ljósi aðstæðna sem upp komu hjá félaginu fyrir nokkrum árum. Um er að ræða aðstæður sem leiddu til þess að leikmaður, Þorgeir Bjarki Davíðsson, sá sér ekki fært að vera áfram hjá félaginu. Harmar félagið að ekki skuli hafa verið nógu vel staðið að hans máli á sínum tíma og biður Þorgeir Bjarka einlæglega afsökunar á því. Leggur félagið ríka áherslu á að komi slík mál upp í framtíðinni verði réttum boðleiðum fylgt. Eru fyrirhugaðar breytingar gerðar í samræmi við reglugerð um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum nr 1009/2015. Grótta vill ítreka að óæskileg hegðun sem fellur undir ofangreinda reglugerð verður ekki liðin innan félagsins og að komi slík mál upp verði þau tekin alvarlega og sett í viðeigandi farveg. Þetta á jafnt við um starfsmenn íþróttafélagsins, íþróttaiðkendur og sjálfboðaliða. Hefur félagið fengið til liðs við sig fagaðila til að endurskoða alla ferla og mun einnig óska eftir aðkomu og áliti félagsmanna, foreldra og starfsfólks við þá vinnu. Mikilvægt er að opin umræða sé um einelti, áreitni og afleiðingar þess oger það ósk félagsins að hægt verði að fyrirbyggja slíkt hjá félaginu í framtíðinni. Með endurbótunum er verið að tryggja að komi slík mál upp hjá félaginu sé skýrt í hvaða farveg þau fari og að haldið verði fast um slík mál og þau leidd til lykta. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu Elín Smáradóttir, fyrrverandi formaður aðalstjórnar Gróttu Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem félagið biður fyrrum leikmann þess, Þorgeir Bjarka Davíðsson, einlægrar afsökunar. Þorgeir Bjarki er fæddur árið 1996 og hefur verið á mála hjá Fram síðan hann fór frá Gróttu fyrir tveimur árum. Hann kom við sögu í fjórum leikjum með félaginu í Olís deild karla í veturAfsökunarbeiðni handknattleiksdeildar Gróttu: Íþróttafélagið Grótta hefur lagst í gagngerar endurbætur á eineltisstefnu félagsins og verkferlum þar að lútandi. Veigamikil og þörf vitundarvakning hefur átt sér stað í þjóðfélaginu í ljósi #metoo umræðunnar og telur félagið mikilvægt að fylgja því eftir með endurskoðun á öllum verkferlum. Sú endurskoðun er einnig gerð í ljósi aðstæðna sem upp komu hjá félaginu fyrir nokkrum árum. Um er að ræða aðstæður sem leiddu til þess að leikmaður, Þorgeir Bjarki Davíðsson, sá sér ekki fært að vera áfram hjá félaginu. Harmar félagið að ekki skuli hafa verið nógu vel staðið að hans máli á sínum tíma og biður Þorgeir Bjarka einlæglega afsökunar á því. Leggur félagið ríka áherslu á að komi slík mál upp í framtíðinni verði réttum boðleiðum fylgt. Eru fyrirhugaðar breytingar gerðar í samræmi við reglugerð um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum nr 1009/2015. Grótta vill ítreka að óæskileg hegðun sem fellur undir ofangreinda reglugerð verður ekki liðin innan félagsins og að komi slík mál upp verði þau tekin alvarlega og sett í viðeigandi farveg. Þetta á jafnt við um starfsmenn íþróttafélagsins, íþróttaiðkendur og sjálfboðaliða. Hefur félagið fengið til liðs við sig fagaðila til að endurskoða alla ferla og mun einnig óska eftir aðkomu og áliti félagsmanna, foreldra og starfsfólks við þá vinnu. Mikilvægt er að opin umræða sé um einelti, áreitni og afleiðingar þess oger það ósk félagsins að hægt verði að fyrirbyggja slíkt hjá félaginu í framtíðinni. Með endurbótunum er verið að tryggja að komi slík mál upp hjá félaginu sé skýrt í hvaða farveg þau fari og að haldið verði fast um slík mál og þau leidd til lykta. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu Elín Smáradóttir, fyrrverandi formaður aðalstjórnar Gróttu
Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira