Álver Norðuráls á Grundartanga skilaði hagnaði upp á 29 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 3 milljörðum króna, á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Til samanburðar tapaði álverið 21,2 milljónum dala árið 2016 en það var versta afkoma í tuttugu ára sögu fyrirtækisins.
Rekstrartekjur Norðuráls, sem er í eigu kanadíska álfyrirtækisins Century Aluminum, námu 658 milljónum dala, 68,6 milljörðum króna, í fyrra og jukust um tæplega 28 prósent á milli ára. Þá hækkaði rekstrarkostnaður um 23 prósent og var 553 milljónir dala.
Hagnaður álversins fyrir skatta og fjármagnsliði nam 65 milljónum dala í fyrra samanborið við 26 milljónir árið 2016. Eigið fé félagsins var jákvætt um 404 milljónir í lok síðasta árs borið saman við 375 milljónir á sama tíma árið á undan og var eiginfjárhlutfallið um sextíu prósent.
Álver Norðuráls hagnast um þrjá milljarða króna

Tengdar fréttir

Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni
Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu.