„Sölusamdráttur félagsins í heild milli ára var 8,2 prósent en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi var samdrátturinn 4,4 prósent milli ára,“ segir í ársreikningi Haga fyrir rekstrarárið 1. mars 2017 til 28. febrúar 2018. Reikningurinn var birtur í gær.
Þar kemur fram að vörusala á tímabilinu nam tæplega 73,9 milljörðum króna en nam 80,5 milljörðum reikningsárið á undan.
Aflögð starfsemi er meðal annars verslun Debenhams í Smáralind, Korpuoutlet, Útilíf í Glæsibæ, Hagkaup í Holtagörðum, efri hæð Hagkaups Kringlu og tískuverslanir í Smáralind og Kringlu.

