Handbolti

Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara

Gabríel Sighvatsson skrifar
Arnar segir að Agnar sé á leið burt.
Arnar segir að Agnar sé á leið burt. vísir/ernir
„Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik og losuðum svolítið um spennuna, það var svolítil spenna í okkur í fyrri hálfleik. Róbert Aron kemur frábær inn í seinni hálfleikinn og margir sem voru að spila mjög vel,” sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, í samtali við íþróttadeild 365 eftir að ÍBV komst í 1-0 gegn FH í úrslitaeinvíginu í handbolta.

„Menn voru að spila vel, við vorum ekkert slakir í fyrri hálfleik en svolítið stífir. Menn opnuðu sig aðeins í seinni hálfleik og þá vorum við bara helvíti góðir,“ sagði Arnar.

Það voru miklar tilfinningar í spilinu og Agnar Smári sást meðal annars í talsverðu uppnámi á bekknum að því virtist vera og Arnar stóð yfir honum og spjallaði lengi vel við hann.

„Aggi er einhver mesti Eyjamaður sem við finnum, hann er búinn að vera hjá okkur í 6 ár. Hann ber miklar tilfinningar til Eyjanna og Eyjarnar bera miklar tilfinningar til hans. Við erum búnir að halda því leyndu í töluverðan tíma en hann er að fara nám í Reykjavík á næsta ári og verður ekki með okkur á næsta tímabili og það truflar hann aðeins.“

„Við erum ekki að halda þessu neitt leyndu lengur, hann er að fara í bæinn í nám. Það eru auðvitað þannig að við ætluðum að geyma þetta fram yfir tímabilið en það er algjör óþarfi að bíða með þetta, hann er að fara.“

Arnar að færa stórfréttir þarna en ekki er ljóst hvar Aggi endar.

„Það vita það allir að hann verður ekki með okkur og þá hættir hann að pæla í þessu og hættir að fá allar þessar spurningar og klárar þetta með okkur með sóma og líður bara betur með þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×