Notendum heimasíma fækkaði lítillega milli áranna 2016 og 2017 en hringdum mínútum úr slíkum símum fækkaði aftur á móti mikið. Þetta er meðal þess sem lesa má úr tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenskan fjarskiptamarkað fyrir árið 2017.
Farsímaáskriftir jukust samhliða fólksfjölgun. Fjölgun varð í samningsbundnum áskriftum en fyrirframgreidd símkort voru færri í fyrra en árið 2016. Gagnamagn á farsímaneti hélt áfram að aukast þó lítillega hafi dregið úr aukningunni. Rúmlega fjörutíu prósent nettenginga á landinu eru í gegnum ljósleiðara.
Velta fjarskiptafyrirtækja jókst lítillega í fyrra. Tekjur vegna heimasíma og farsíma drógust saman en á móti jukust tekjur af fastaneti, gagnaflutningum og internet- og sjónvarpsþjónustu.
Heimasímar víkja fyrir gagnamagni
Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Mest lesið

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

X-ið hans Musk virðist liggja niðri
Viðskipti erlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump
Viðskipti erlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

