Hægt verður að kaupa dagpassa á Slayer Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. maí 2018 14:30 Aðdáendur Slayer geta keypt sér dagpassa á tónleika sveitarinnar á laugardag. Dagskráin fyrir Secret Solstice hátíðina í sumar hefur verið negld niður og er nú alveg klár. Þetta eru rúmlega 120 hljómsveitir og listamenn sem spila á hátíðinni í ár – stærstu nöfnin eru þar Stormzy, Bonnie Tyler, Slayer, George Clinton og Gucci Mane. Hátíðin fer fram dagana 21. til 24. júní, þannig að ólíkt síðustu tveimur árum fer hún fram á sumarsólstöðum eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna. „Við erum ánægð með að vera komin aftur á Solstice-helgina sjálfa, við vorum ekki á henni í fyrra og hittifyrra. Það er líka gott að vera með eins svæði og í fyrra – þetta er í fyrsta skiptið sem við breytum ekki svæði á milli ára, við erum dottin inn á svæði sem við erum ánægð með og það er bara geggjað að geta notað Valbjarnarvöll. Svo ég sé pínu gamaldags þá er þetta svæði dálítið eins og að vera í útlöndum, þannig var fílingurinn á þessu í fyrra,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Secret Solstice.Secret Solstice hátíðin býður upp á 120 tónlistarmenn þetta árið auk alls þess sem hátíðinni fylgir. frettabladid/andri marinóVÍSIR/Andri MarinóJón Bjarni segir þau hafa dottið niður á mjög gott skipulag á svæðinu eins og það var í fyrra og það hjálpar að sjálfsögðu til við undirbúning. „Þetta gerir okkur kleift að undirbúa okkur betur og laga það sem við vorum ósátt við í fyrra. Þannig að ég get alveg fullyrt að þetta verður besta hátíðin hingað til.“ Mörgum til mikillar gleði verða, að hluta til vegna þess að svæðið verður með sama fyrirkomulagi og í fyrra, í boði fleiri dagpassar í ár og í fyrsta sinn verður hægt að kaupa dagpassa á aðalkvöld – laugardagskvöldið – en þá spila rokkhundarnir í Slayer. Vafalaust margir sem slamma af gleði við að heyra þær fréttir.solstice fyrsti dagurVísir/ernir„Við erum mjög spennt að geta boðið upp á í fyrsta sinn dagpassa á aðaldegi – á Slayer. Vegna þess að við kóperum hátíðina í raun og veru frá því í fyrra þá eru í raun færri miðar í boði núna á hátíðina – en þá getum við boðið upp á dagpassa án þess að það endi með að það komi of margir gestir. Við vitum nákvæmlega á hverju við eigum von. Við höfum líka fundað mikið með nágrönnum og viljum passa bæði upplifun gesta og nágranna. Þessir tveir hópar eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir. Það að fækka miðum og bjóða í staðinn dagpassa á þennan dag er leið sem við ákváðum að fara í þeirri viðleitni að koma til móts við báða þessa hópa.“ Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Dagskráin fyrir Secret Solstice hátíðina í sumar hefur verið negld niður og er nú alveg klár. Þetta eru rúmlega 120 hljómsveitir og listamenn sem spila á hátíðinni í ár – stærstu nöfnin eru þar Stormzy, Bonnie Tyler, Slayer, George Clinton og Gucci Mane. Hátíðin fer fram dagana 21. til 24. júní, þannig að ólíkt síðustu tveimur árum fer hún fram á sumarsólstöðum eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna. „Við erum ánægð með að vera komin aftur á Solstice-helgina sjálfa, við vorum ekki á henni í fyrra og hittifyrra. Það er líka gott að vera með eins svæði og í fyrra – þetta er í fyrsta skiptið sem við breytum ekki svæði á milli ára, við erum dottin inn á svæði sem við erum ánægð með og það er bara geggjað að geta notað Valbjarnarvöll. Svo ég sé pínu gamaldags þá er þetta svæði dálítið eins og að vera í útlöndum, þannig var fílingurinn á þessu í fyrra,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Secret Solstice.Secret Solstice hátíðin býður upp á 120 tónlistarmenn þetta árið auk alls þess sem hátíðinni fylgir. frettabladid/andri marinóVÍSIR/Andri MarinóJón Bjarni segir þau hafa dottið niður á mjög gott skipulag á svæðinu eins og það var í fyrra og það hjálpar að sjálfsögðu til við undirbúning. „Þetta gerir okkur kleift að undirbúa okkur betur og laga það sem við vorum ósátt við í fyrra. Þannig að ég get alveg fullyrt að þetta verður besta hátíðin hingað til.“ Mörgum til mikillar gleði verða, að hluta til vegna þess að svæðið verður með sama fyrirkomulagi og í fyrra, í boði fleiri dagpassar í ár og í fyrsta sinn verður hægt að kaupa dagpassa á aðalkvöld – laugardagskvöldið – en þá spila rokkhundarnir í Slayer. Vafalaust margir sem slamma af gleði við að heyra þær fréttir.solstice fyrsti dagurVísir/ernir„Við erum mjög spennt að geta boðið upp á í fyrsta sinn dagpassa á aðaldegi – á Slayer. Vegna þess að við kóperum hátíðina í raun og veru frá því í fyrra þá eru í raun færri miðar í boði núna á hátíðina – en þá getum við boðið upp á dagpassa án þess að það endi með að það komi of margir gestir. Við vitum nákvæmlega á hverju við eigum von. Við höfum líka fundað mikið með nágrönnum og viljum passa bæði upplifun gesta og nágranna. Þessir tveir hópar eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir. Það að fækka miðum og bjóða í staðinn dagpassa á þennan dag er leið sem við ákváðum að fara í þeirri viðleitni að koma til móts við báða þessa hópa.“
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira