Sá á kvölina sem á völina Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:00 Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum. Íslenska þjóðfylkingin, sem hafði að sínu helsta baráttumáli að draga til baka lóð undir mosku, og Frelsisflokkurinn, sem einnig er á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda, urðu undir. Samanlagt tóku einungis 0,4 prósent kjósenda í Reykjavík undir þessi sjónarmið – hjáróma raddir hreinna sérvitringa. Ánægjulegt er að þessi málflutningur hafi ekki fengið meiri undirtektir hjá Reykvíkingum en raunin varð, því svona málflutningur á víða upp á pallborðið í löndunum í kringum okkur með 15 til 20 prósenta fylgi og jafnvel meira. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 varð andstaðan við mosku einnig hitamál hjá Framsókn og flugvallarvinum. Helstu kosningamálin voru flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og að draga til baka ákvörðun um lóð undir mosku. Flokkurinn fékk þá rúm 10 prósent atkvæða. Það er ánægjuleg þróun að fjórum árum síðar er slíkum málflutningi hafnað. Þetta sýnir að fólk almennt á Íslandi hefur ærlegar taugar. Það er vitnisburður um þroskað samfélag. Ísland er því að mörgu leyti gott samfélag; samfélag sem er opið fyrir nýjungum og því sem er öðruvísi og fljótt að taka hlutina í sátt í fámenninu. Fleiri kynnast fólki af erlendu bergi, fólki með aðra trú og siði og kemst að því á eigin skinni að flest er þetta ágætisfólk og það spyrst út í litlu samfélagi. Það vinnur bug á fordómum. Pólitíkin á Íslandi hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Hún er miklu betri og miklu þroskaðri en fyrir 20 eða 30 árum. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1982 náðu Sjálfstæðismenn aftur meirihluta í Reykjavík eftir fjögurra ára valdatíð vinstri manna. Helsta ágreiningsmálið í þeim kosningum var hvort reisa ætti nýja íbúabyggð við Rauðavatn. Sjálfstæðismönnum tókst ásamt sterku málgagni sínu, sem á þeim tíma fór inn á 80 prósent heimila í landinu, að telja kjósendum trú um að stórhættulegt væri að byggja á þekktu sprungusvæði. Núna hafa allir rödd, auðvelt er að leita sér upplýsinga og hægt að sannreyna allar upplýsingar sem koma fram. En þá að risunum tveim í reykvískri pólitík, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Hvorugur fékk hreinan meirihluta í kosningunum og þarf því að reiða sig á aðra flokka til samstarfs. Staðan er nokkuð flókin og þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar telja margir, og þar á meðal borgarstjóri sjálfur, að sjálfgefið sé að hann láti fyrst á það reyna hvort hann geti haldið meirihlutanum með því að fá fleiri til samstarfs í stað þess að stærsti flokkurinn reyni fyrst. Viðreisn er í lykilstöðu og getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staða Viðreisnar er þó ekki blátt áfram og einföld. Starfa þau til vinstri og gefa Sjálfstæðisflokknum eftir allan hægri vænginn? Eða ganga þau í eina sæng með gamla móðurskipinu og hætta á að verða gleypt í einum munnbita? Vegurinn er vandrataður og sem fyrr á sá kvölina sem á völina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum. Íslenska þjóðfylkingin, sem hafði að sínu helsta baráttumáli að draga til baka lóð undir mosku, og Frelsisflokkurinn, sem einnig er á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda, urðu undir. Samanlagt tóku einungis 0,4 prósent kjósenda í Reykjavík undir þessi sjónarmið – hjáróma raddir hreinna sérvitringa. Ánægjulegt er að þessi málflutningur hafi ekki fengið meiri undirtektir hjá Reykvíkingum en raunin varð, því svona málflutningur á víða upp á pallborðið í löndunum í kringum okkur með 15 til 20 prósenta fylgi og jafnvel meira. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 varð andstaðan við mosku einnig hitamál hjá Framsókn og flugvallarvinum. Helstu kosningamálin voru flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og að draga til baka ákvörðun um lóð undir mosku. Flokkurinn fékk þá rúm 10 prósent atkvæða. Það er ánægjuleg þróun að fjórum árum síðar er slíkum málflutningi hafnað. Þetta sýnir að fólk almennt á Íslandi hefur ærlegar taugar. Það er vitnisburður um þroskað samfélag. Ísland er því að mörgu leyti gott samfélag; samfélag sem er opið fyrir nýjungum og því sem er öðruvísi og fljótt að taka hlutina í sátt í fámenninu. Fleiri kynnast fólki af erlendu bergi, fólki með aðra trú og siði og kemst að því á eigin skinni að flest er þetta ágætisfólk og það spyrst út í litlu samfélagi. Það vinnur bug á fordómum. Pólitíkin á Íslandi hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Hún er miklu betri og miklu þroskaðri en fyrir 20 eða 30 árum. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1982 náðu Sjálfstæðismenn aftur meirihluta í Reykjavík eftir fjögurra ára valdatíð vinstri manna. Helsta ágreiningsmálið í þeim kosningum var hvort reisa ætti nýja íbúabyggð við Rauðavatn. Sjálfstæðismönnum tókst ásamt sterku málgagni sínu, sem á þeim tíma fór inn á 80 prósent heimila í landinu, að telja kjósendum trú um að stórhættulegt væri að byggja á þekktu sprungusvæði. Núna hafa allir rödd, auðvelt er að leita sér upplýsinga og hægt að sannreyna allar upplýsingar sem koma fram. En þá að risunum tveim í reykvískri pólitík, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Hvorugur fékk hreinan meirihluta í kosningunum og þarf því að reiða sig á aðra flokka til samstarfs. Staðan er nokkuð flókin og þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar telja margir, og þar á meðal borgarstjóri sjálfur, að sjálfgefið sé að hann láti fyrst á það reyna hvort hann geti haldið meirihlutanum með því að fá fleiri til samstarfs í stað þess að stærsti flokkurinn reyni fyrst. Viðreisn er í lykilstöðu og getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staða Viðreisnar er þó ekki blátt áfram og einföld. Starfa þau til vinstri og gefa Sjálfstæðisflokknum eftir allan hægri vænginn? Eða ganga þau í eina sæng með gamla móðurskipinu og hætta á að verða gleypt í einum munnbita? Vegurinn er vandrataður og sem fyrr á sá kvölina sem á völina.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun