Airwaves fær 22 milljónir Benedikt Bóas skrifar 26. maí 2018 06:00 Það var troðfullt á Hlíðarenda þegar Mumford and Sons tók lagið á síðustu hátíð. Vísir/ernir Samningurinn milli Reykjavíkurborgar og tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem var lagður fram í borgarráði á fimmtudag gildir út árið 2019. Á samningstímanum fær hátíðin 22 milljónir króna, átta milljónir í ár en 14 á því næsta. Fær hátíðin lagðar inn á reikning sinn þrjár milljónir í júní og ágúst en tvær milljónir í nóvember. Á næsta ári fær hátíðin 3,5 milljónir fjórum sinnum. Framlag borgarinnar vegna ársins 2019 er með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Samkvæmt samningnum á hátíðin að bera ábyrgð á markaðssetningu hátíðarinnar og á að leggja sig fram við að skapa sem besta og jákvæðasta umfjöllun í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Það á að koma skýrt fram að hátíðin fái styrk frá borginni og borgarinnar skal getið sem bakhjarls í öllu kynningar- og markaðsstarfi hátíðarinnar, meðal annars á vefsvæði hátíðarinnar. Örlítið borgarmerki sést þegar farið er á heimasíðuna icelandairwaves.is og þegar skrollað er niður að bakhjörlum stendur aðeins Reykjavik Loves. Undir því er myllumerki með sömu orðum. Forsvarsmenn hátíðarinnar skulu leggja fram á desemberfundi bráðabirgðauppgjör og skýrslu hátíðarinnar sem haldin verður 7.-10. nóvember. Komist menningar- og ferðamálasvið borgarinnar að þeirri niðurstöðu að hátíðin uppfylli ekki skilyrðin fellur samningurinn úr gildi um áramót. Borgin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu verði framlögin ekki notuð samkvæmt samningnum. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki spurningum Fréttablaðsins. Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Samningurinn milli Reykjavíkurborgar og tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem var lagður fram í borgarráði á fimmtudag gildir út árið 2019. Á samningstímanum fær hátíðin 22 milljónir króna, átta milljónir í ár en 14 á því næsta. Fær hátíðin lagðar inn á reikning sinn þrjár milljónir í júní og ágúst en tvær milljónir í nóvember. Á næsta ári fær hátíðin 3,5 milljónir fjórum sinnum. Framlag borgarinnar vegna ársins 2019 er með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Samkvæmt samningnum á hátíðin að bera ábyrgð á markaðssetningu hátíðarinnar og á að leggja sig fram við að skapa sem besta og jákvæðasta umfjöllun í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Það á að koma skýrt fram að hátíðin fái styrk frá borginni og borgarinnar skal getið sem bakhjarls í öllu kynningar- og markaðsstarfi hátíðarinnar, meðal annars á vefsvæði hátíðarinnar. Örlítið borgarmerki sést þegar farið er á heimasíðuna icelandairwaves.is og þegar skrollað er niður að bakhjörlum stendur aðeins Reykjavik Loves. Undir því er myllumerki með sömu orðum. Forsvarsmenn hátíðarinnar skulu leggja fram á desemberfundi bráðabirgðauppgjör og skýrslu hátíðarinnar sem haldin verður 7.-10. nóvember. Komist menningar- og ferðamálasvið borgarinnar að þeirri niðurstöðu að hátíðin uppfylli ekki skilyrðin fellur samningurinn úr gildi um áramót. Borgin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu verði framlögin ekki notuð samkvæmt samningnum. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki spurningum Fréttablaðsins.
Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira