Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2018 22:30 Gwyneth Paltrow var 22 ára þegar Harvey Weinstein áreitti hana kynferðislega og hótaði henni. vísir/getty „Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ Þetta á leikarinn Brad Pitt að hafa sagt við Harwey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, eftir að þáverandi kærastan hans Gwyneth Paltrow, leikkona, sagði honum frá því að Weinstein áreitti hana kynferðislega. Paltrow þurfti þó ekki á aðstoð Pitts að halda því hún bauð Weinstein birginn þegar hann stakk upp á því að þau færu saman inn í herbergi í nudd. Þegar hún neitaði kynferðislegum umleitunum Weinsteins hótaði hann henni. Hann sagði að hún myndi ekki hljóta neinn framgang í starfi því hann hefði svo mikil áhrif innan kvikmyndaiðnaðarins. Á þessum tíma var Paltrow aðeins 22 ára gömul og ekki orðin eins fræg og hún er í dag. Henni þótti þó vænt um að Pitt hafi varið sig því hann hafi nýtt eigin völd og áhrif í Hollywood gegn Weinstein. Henni var verulega brugðið þegar Weinstein áreitti hana. Hún hafi alls ekki búist við þessu og var í miklu uppnámi yfir uppákomunni. Hún var líka hrædd um að Weinstein léti verða af hótunum sínum og að hún myndi ekki fá að leika framar. Á þessum tíma höfðu þau ráðgert að Paltrow léki í tveimur kvikmyndum Weinsteins og var aðstöðumunur þeirra því mikill. Paltrow var lengi mjög tvístígandi með það hvort hún ætti að opna sig um sína reynslu af kvikmyndaframleiðandanum. Það væri svo mikið í húfi fyrir hana. Hún hafi að lokum þurft að telja í sig kjark til að ræða við blaðamenn New York Times sem fjölluðu fyrstir fréttamiðla um Harvey Weinstein málið. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
„Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ Þetta á leikarinn Brad Pitt að hafa sagt við Harwey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, eftir að þáverandi kærastan hans Gwyneth Paltrow, leikkona, sagði honum frá því að Weinstein áreitti hana kynferðislega. Paltrow þurfti þó ekki á aðstoð Pitts að halda því hún bauð Weinstein birginn þegar hann stakk upp á því að þau færu saman inn í herbergi í nudd. Þegar hún neitaði kynferðislegum umleitunum Weinsteins hótaði hann henni. Hann sagði að hún myndi ekki hljóta neinn framgang í starfi því hann hefði svo mikil áhrif innan kvikmyndaiðnaðarins. Á þessum tíma var Paltrow aðeins 22 ára gömul og ekki orðin eins fræg og hún er í dag. Henni þótti þó vænt um að Pitt hafi varið sig því hann hafi nýtt eigin völd og áhrif í Hollywood gegn Weinstein. Henni var verulega brugðið þegar Weinstein áreitti hana. Hún hafi alls ekki búist við þessu og var í miklu uppnámi yfir uppákomunni. Hún var líka hrædd um að Weinstein léti verða af hótunum sínum og að hún myndi ekki fá að leika framar. Á þessum tíma höfðu þau ráðgert að Paltrow léki í tveimur kvikmyndum Weinsteins og var aðstöðumunur þeirra því mikill. Paltrow var lengi mjög tvístígandi með það hvort hún ætti að opna sig um sína reynslu af kvikmyndaframleiðandanum. Það væri svo mikið í húfi fyrir hana. Hún hafi að lokum þurft að telja í sig kjark til að ræða við blaðamenn New York Times sem fjölluðu fyrstir fréttamiðla um Harvey Weinstein málið.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40