Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 10:47 Bílasalar eru meðal annars sagðir latir til að selja rafbíla vegna þess að þeir hafi minni hagnað upp úr þeim og þá skorti tæknilega þekkingu á þeim. Vísir/Vilhelm Rannsakendur sem létust vera áhugasamir bílakaupendur fullyrða að bílasalir séu meiriháttar hindrun í vegi aukinnar sölu rafbíla í Skandinavíu og á Íslandi. Í fleiri en þremur af hverjum fjórum skiptum hafi bílasalar ekki minnst á rafbíla sem valkost við væntanlega viðskiptavini. Sagt er frá rannsókninni í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún birtist í vísindaritinu Nature Energy. Rannsakendurnir heimsóttu 126 bílaumboð í fimmtán borgum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi og ræddu við 250 sérfræðinga í bransanum í þessum sömu löndum. Af bílaumboðunum 126 drógu mögulegir kaupendur þá ályktun að rafbíll væri vænlegri kostur en bensín- eða dísilbílar í aðeins 8,8% tilfella. Flestir mögulegir kaupendur fái engar upplýsingar um rafbíla. Bílasalarnir eru aðallega sagðir stýra væntanlegum viðskiptavinum frá rafbílum með því að tala þá niður, gefa þeim rangar upplýsingar um drægi þeirra, minnast ekki á að rafbílar séu valkostur og að lýsa rafbílum sem síðri kosti en bensín- og dísilbílum. Rannsakendurnir telja að afstaða bílasalanna mótist af því að þeir hafi minni hagnað upp úr sölu rafbíla, þá skorti tæknilega þekkingu á þeim og þeir telji tímafrekara að selja þá. Þá er stefnumótun stjórnvalda í sumum löndum gagnrýnd. Í Danmörku hafi stjórnvöld þannig lagt nýjan skatt á rafbíla á sama tíma og þau lækkuðu skatta á aðra nýja bíla. Loftslagsmál Tengdar fréttir Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Rannsakendur sem létust vera áhugasamir bílakaupendur fullyrða að bílasalir séu meiriháttar hindrun í vegi aukinnar sölu rafbíla í Skandinavíu og á Íslandi. Í fleiri en þremur af hverjum fjórum skiptum hafi bílasalar ekki minnst á rafbíla sem valkost við væntanlega viðskiptavini. Sagt er frá rannsókninni í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún birtist í vísindaritinu Nature Energy. Rannsakendurnir heimsóttu 126 bílaumboð í fimmtán borgum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi og ræddu við 250 sérfræðinga í bransanum í þessum sömu löndum. Af bílaumboðunum 126 drógu mögulegir kaupendur þá ályktun að rafbíll væri vænlegri kostur en bensín- eða dísilbílar í aðeins 8,8% tilfella. Flestir mögulegir kaupendur fái engar upplýsingar um rafbíla. Bílasalarnir eru aðallega sagðir stýra væntanlegum viðskiptavinum frá rafbílum með því að tala þá niður, gefa þeim rangar upplýsingar um drægi þeirra, minnast ekki á að rafbílar séu valkostur og að lýsa rafbílum sem síðri kosti en bensín- og dísilbílum. Rannsakendurnir telja að afstaða bílasalanna mótist af því að þeir hafi minni hagnað upp úr sölu rafbíla, þá skorti tæknilega þekkingu á þeim og þeir telji tímafrekara að selja þá. Þá er stefnumótun stjórnvalda í sumum löndum gagnrýnd. Í Danmörku hafi stjórnvöld þannig lagt nýjan skatt á rafbíla á sama tíma og þau lækkuðu skatta á aðra nýja bíla.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00