Trump meinað að útiloka gagnrýnisraddir á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2018 23:30 Donald Trump er afar virkur á Twitter. Vísir/Getty Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að loka á gagnrýnisraddir með því að „blokka“ eða útiloka þá sem gagnrýna hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Þetta er niðurstaða í dómsmáli sem höfðað var af sjö einstaklingum sem útilokaðir voru frá því að senda Trump skilaboð.Notendur Twitter geta á tiltölulega auðveldan hátt blokkað eða útilokað þá sem þeir vilja ekki eiga í samskiptum við. Það var það sem Donald Trump eða starfsmenn hans gerðu við minnst sjö einstaklinga sem gagnrýndu Trump á Twitter. Höfðuðu þeir mál gegn Trump, Dan Scavino, yfirmanni samskiptamiðladeildar Hvíta hússins og Sean Spicer, þáverandi fjölmiðlafulltrúa Trump. Var málið höfðað á grundvelli þess að útilokun frá Twitter-reikningi Trump fæli í sér brot á stjórnarskrárvörðum réttindum borgara Bandaríkjanna af hálfu Hvíta hússins, samkvæmt fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir meðal annars málfrelsi í Bandaríkjunum. Málið var höfðað í New York og í dómi Naomi Reice Buchwald sem dæmdi í málinu segir að forseti Bandaríkjanna megi ekki brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til að gagnrýna forsetann. Þrátt fyrir að brotið væri ekki alvarlegt fæli útilokunin engu að síður í sér skerðingu á málfrelsi þeirra sem höfðuðu málið. Vörn lögmanna Hvíta hússins byggðist á því að þrátt fyrir að þeir sem voru blokkaðir gætu ekki sent Trump skilaboð gætu þeir en séð tíst forsetans, sem hafa í forsetatíð hans orðið ein helsta leið hans til þess að koma skilaboðum á framfæri við almenning. Donald Trump Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að loka á gagnrýnisraddir með því að „blokka“ eða útiloka þá sem gagnrýna hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Þetta er niðurstaða í dómsmáli sem höfðað var af sjö einstaklingum sem útilokaðir voru frá því að senda Trump skilaboð.Notendur Twitter geta á tiltölulega auðveldan hátt blokkað eða útilokað þá sem þeir vilja ekki eiga í samskiptum við. Það var það sem Donald Trump eða starfsmenn hans gerðu við minnst sjö einstaklinga sem gagnrýndu Trump á Twitter. Höfðuðu þeir mál gegn Trump, Dan Scavino, yfirmanni samskiptamiðladeildar Hvíta hússins og Sean Spicer, þáverandi fjölmiðlafulltrúa Trump. Var málið höfðað á grundvelli þess að útilokun frá Twitter-reikningi Trump fæli í sér brot á stjórnarskrárvörðum réttindum borgara Bandaríkjanna af hálfu Hvíta hússins, samkvæmt fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir meðal annars málfrelsi í Bandaríkjunum. Málið var höfðað í New York og í dómi Naomi Reice Buchwald sem dæmdi í málinu segir að forseti Bandaríkjanna megi ekki brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til að gagnrýna forsetann. Þrátt fyrir að brotið væri ekki alvarlegt fæli útilokunin engu að síður í sér skerðingu á málfrelsi þeirra sem höfðuðu málið. Vörn lögmanna Hvíta hússins byggðist á því að þrátt fyrir að þeir sem voru blokkaðir gætu ekki sent Trump skilaboð gætu þeir en séð tíst forsetans, sem hafa í forsetatíð hans orðið ein helsta leið hans til þess að koma skilaboðum á framfæri við almenning.
Donald Trump Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira