Hagnaður Samkaupa dróst saman um átján prósent á milli ára Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Afkoma Samkaupa versnaði í fyrra. Vísir/pjetur Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, nam 258 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 58 milljónir eða ríflega 18 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, stærsta hluthafa Samkaupa, en félagið og dótturfélag þess fóru með 62 prósenta hlut í matvörukeðjunni í lok síðasta árs. Síðasta ár reyndist matvöruverslunum krefjandi, sér í lagi vegna innreiðar bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands. Breytt samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði hefur gert það að verkum að íslensk verslunarfyrirtæki hafa þurft að finna leiðir til þess að stækka og hagræða í rekstri. Þannig var sem dæmi greint frá því fyrr á árinu að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir vörumerkjum 10-11 og Iceland, en kaupin eru háð fyrirvörum um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur í ársreikningi kaupfélagsins að eigið fé Samkaupa hafi numið um 2.430 milljónum króna í lok síðasta árs borið saman við 2.547 milljónir árið 2016. Er eignarhlutur Kaupfélags Suðurnesja í matvörukeðjunni bókfærður á um 1.432 milljónir króna en til samanburðar var hluturinn metinn á 1.502 milljónir árið 2016. Samkaup rekur um fimmtíu verslanir um allt land, meðal annars undir vörumerkjum Nettó, en í kringum þúsund manns starfa hjá félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, nam 258 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 58 milljónir eða ríflega 18 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, stærsta hluthafa Samkaupa, en félagið og dótturfélag þess fóru með 62 prósenta hlut í matvörukeðjunni í lok síðasta árs. Síðasta ár reyndist matvöruverslunum krefjandi, sér í lagi vegna innreiðar bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands. Breytt samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði hefur gert það að verkum að íslensk verslunarfyrirtæki hafa þurft að finna leiðir til þess að stækka og hagræða í rekstri. Þannig var sem dæmi greint frá því fyrr á árinu að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir vörumerkjum 10-11 og Iceland, en kaupin eru háð fyrirvörum um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur í ársreikningi kaupfélagsins að eigið fé Samkaupa hafi numið um 2.430 milljónum króna í lok síðasta árs borið saman við 2.547 milljónir árið 2016. Er eignarhlutur Kaupfélags Suðurnesja í matvörukeðjunni bókfærður á um 1.432 milljónir króna en til samanburðar var hluturinn metinn á 1.502 milljónir árið 2016. Samkaup rekur um fimmtíu verslanir um allt land, meðal annars undir vörumerkjum Nettó, en í kringum þúsund manns starfa hjá félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00
Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00
Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15