Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 21:31 Kim Kardashian West á leið í Hvíta húsið. Vísir/AP Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. Jared Kushner, tengdasonur Trump, verður einnig á fundinum ásamt þeim Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, og Shawn Chapman Holley, lögmanni Kardashian. Á undanförnum mánuðum hefur Kardashian vakið athygli á málum tveggja dæmdra kvenna og kallað eftir breytingum á dómsmálakerfi Bandaríkjanna. Konurnar tvær eru, samkvæmt Washington Post, þær Alice Marie Johnson og Cyntoia Brown. Johnson er 62 ára gömul kona sem var dæmd í lífstíðarfangelsi árið 1996. Það var fyrsti dómur hennar og var hún dæmd fyrir ofbeldislausan fíkniefnaglæp. Brown er þrítug og var hún dæmd í lífstíðarfangelsi árið 2004 fyrir að myrða mann þegar hún var sextán ára gömul. Því hefur þó verið haldið fram að hún hafi verið fórnarlamb mansals. Meðal annars hefur Kardashian rætt mál kvennanna við Kushner, sem er með umbætur á dómsmálakerfi Bandaríkjanna í sínum herðum, auk málefna Mið-Austurlanda, málefni uppgjafahermanna, samskipti Bandaríkjanna og Kína og ópíumefnavanda Bandaríkjanna. Kusnher sagði fyrr í mánuðinum að stærsta verkefni ríkisstjórnar Trump væri að skilgreina hver tilgangur fangelsa væri. „Er tilgangurinn að refsa, er tilgangurinn að geyma eða er tilgangurinn að betrumbæta,“ sagði Kushner. Meðal þess sem Kardashian og Kushner hafa rætt er hvort að Trump vilji mögulega náða Johnson. Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. Jared Kushner, tengdasonur Trump, verður einnig á fundinum ásamt þeim Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, og Shawn Chapman Holley, lögmanni Kardashian. Á undanförnum mánuðum hefur Kardashian vakið athygli á málum tveggja dæmdra kvenna og kallað eftir breytingum á dómsmálakerfi Bandaríkjanna. Konurnar tvær eru, samkvæmt Washington Post, þær Alice Marie Johnson og Cyntoia Brown. Johnson er 62 ára gömul kona sem var dæmd í lífstíðarfangelsi árið 1996. Það var fyrsti dómur hennar og var hún dæmd fyrir ofbeldislausan fíkniefnaglæp. Brown er þrítug og var hún dæmd í lífstíðarfangelsi árið 2004 fyrir að myrða mann þegar hún var sextán ára gömul. Því hefur þó verið haldið fram að hún hafi verið fórnarlamb mansals. Meðal annars hefur Kardashian rætt mál kvennanna við Kushner, sem er með umbætur á dómsmálakerfi Bandaríkjanna í sínum herðum, auk málefna Mið-Austurlanda, málefni uppgjafahermanna, samskipti Bandaríkjanna og Kína og ópíumefnavanda Bandaríkjanna. Kusnher sagði fyrr í mánuðinum að stærsta verkefni ríkisstjórnar Trump væri að skilgreina hver tilgangur fangelsa væri. „Er tilgangurinn að refsa, er tilgangurinn að geyma eða er tilgangurinn að betrumbæta,“ sagði Kushner. Meðal þess sem Kardashian og Kushner hafa rætt er hvort að Trump vilji mögulega náða Johnson.
Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila