Forseti smáliðs á Ítalíu býður Loris Karius aðstoð sína og sérstaka afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 09:00 Loris Karius eftir seinni mistökin sín í úrslitaleiknum. Vísir/Getty Það er erfitt að vera Loris Karius í dag eftir skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í 3-1 sigri Real á Liverpool. Framtíð Loris Karius í marki Liverpool er ekki björt enda keppast evrópskir fjölmiðar við að segja frá eltingarleik Liverpool við öfluga markverði. Það er þó margir sem hafa talað máli Loris Karius og hann er langt frá því að standa einn í baráttunni. Einn af þeim sem hefur boðið honum aðstoð sína er forseti ítalska smáliðsins Rimini FC. Forseti Rimini FC hefur ekki aðeins boðið Loris Karius að koma í frí til Rimini í tilefni af 25 ára afmælisdegi hans því hann gengur enn lengra. „Ég væri meira en til í það að hitta hann í Rimini og minna hann á það að það þarf hugrekki til að sjá að bestu kennslustundirnar eru vanalega þær erfiðustu og þær sem erfiðast er að komast í gegnum,“ skrifar Giorgio Grassi, forseti Rimini FC, í opnu bréfi til Loris Karius. Forsetinn hefur boðist til að taka við Loris Karius á láni í eitt ár. Afmælisgjöf Loris Karius yrði þessi eins árs lánsamningur. „Hér er staðurinn fyrir hann til að öðlast aftur trú á sjálfum sér, ná hugarró og finna nauðsynlegan andlegan styrk til að elta drauma sína,“ er haft eftir forsetanum í frétt á heimasíðu Rimini FC. Loris Karius á afmæli 22. júní næstkomandi. Rimini FC spilar í C-deildinni á Ítalíu eftir að hafa komist upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð. Félagið var endurvakið fyrir aðeins tveimur árum en upphaflega stofnað árið 1912. „Hér mun hann finna stóra fjölskyldu og borg sem er tilbúið að hjálpa honum til að sjá sig aftur sem mann númer eitt í atvinnumennskunni,“ hélt forsetinn áfram. Hvort að full alvara sé að baki þessi tilboði eða hvort forsetinn sé að ná sér í ódýra auglýsingu þá er líklegast í stöðunni að Liverpool láni markvörðinn sinn næsta vetur. Hann þarf að spila sig út úr þessum vonbrigðum og það er afar ólíklegt að hann geti gert slíkt sem markvörður Liverpool. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Það er erfitt að vera Loris Karius í dag eftir skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í 3-1 sigri Real á Liverpool. Framtíð Loris Karius í marki Liverpool er ekki björt enda keppast evrópskir fjölmiðar við að segja frá eltingarleik Liverpool við öfluga markverði. Það er þó margir sem hafa talað máli Loris Karius og hann er langt frá því að standa einn í baráttunni. Einn af þeim sem hefur boðið honum aðstoð sína er forseti ítalska smáliðsins Rimini FC. Forseti Rimini FC hefur ekki aðeins boðið Loris Karius að koma í frí til Rimini í tilefni af 25 ára afmælisdegi hans því hann gengur enn lengra. „Ég væri meira en til í það að hitta hann í Rimini og minna hann á það að það þarf hugrekki til að sjá að bestu kennslustundirnar eru vanalega þær erfiðustu og þær sem erfiðast er að komast í gegnum,“ skrifar Giorgio Grassi, forseti Rimini FC, í opnu bréfi til Loris Karius. Forsetinn hefur boðist til að taka við Loris Karius á láni í eitt ár. Afmælisgjöf Loris Karius yrði þessi eins árs lánsamningur. „Hér er staðurinn fyrir hann til að öðlast aftur trú á sjálfum sér, ná hugarró og finna nauðsynlegan andlegan styrk til að elta drauma sína,“ er haft eftir forsetanum í frétt á heimasíðu Rimini FC. Loris Karius á afmæli 22. júní næstkomandi. Rimini FC spilar í C-deildinni á Ítalíu eftir að hafa komist upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð. Félagið var endurvakið fyrir aðeins tveimur árum en upphaflega stofnað árið 1912. „Hér mun hann finna stóra fjölskyldu og borg sem er tilbúið að hjálpa honum til að sjá sig aftur sem mann númer eitt í atvinnumennskunni,“ hélt forsetinn áfram. Hvort að full alvara sé að baki þessi tilboði eða hvort forsetinn sé að ná sér í ódýra auglýsingu þá er líklegast í stöðunni að Liverpool láni markvörðinn sinn næsta vetur. Hann þarf að spila sig út úr þessum vonbrigðum og það er afar ólíklegt að hann geti gert slíkt sem markvörður Liverpool.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira