Stór eigandi Heimavalla seldi við skráningu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. maí 2018 06:00 Kvika hefur haft milligöngu um sölu á stórum hluta bréfa Heimavalla. Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sú sala var lóð á vogarskálarnar þegar hlutabréfin lækkuðu um 10 prósent á fyrstu tveimur dögunum sem Heimavellir var skráð markað. Á mánudaginn hækkuðu bréfin um 7,5 prósent en lækkuðu um 2,3 prósent í gær. Frá útboðinu hafa hlutabréfin lækkað um 5 prósent miðað við vegið meðaltal útboðsgengis. Fyrstu þrjá dagana sem leigufélagið var skráð á hlutabréfamarkað hafði Kvika milligöngu um 75-86 prósent viðskiptanna mælt í veltu, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Megnið af sölunni má rekja til fyrrnefnds hluthafa. Kvika á hlutabréf í Heimavöllum sem metin eru á innan við hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Þau bréf hafa ekki verið seld. Heimildir herma að bankinn hafi hvorki skortselt Heimavelli né tali fyrir því við viðskiptavini. Veltan með bréfin var samanlagt um 600 milljónir fyrstu þrjá dagana. Sérfræðingar á markaði telja að rót vandans sé að kauphliðin sé veik um þessar mundir vegna þess að lífeyrissjóðir haldi að sér höndum þegar kemur að Heimavöllum. Það er meðal annars rakið til óvæginnar umræðu verklýðsforkólfa um leigufélög. Lífeyrissjóðir fjárfesta eru ekki í félaginu meðal annars til að forðast orðsporsáhættu. Kvika átti upphaflega að leiða söluferli á hlutabréfum Heimavalla samhliða skráningu á hlutabréfamarkað en fallið var frá því og Landsbankinn ráðinn í staðinn. Samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þá ákvörðun einkum til þess að Kvika taldi að gengið sem eigendur Heimavalla fóru fram á væri of hátt. Stjórnendur Heimavalla stefna að því að endurfjármagna lán með því að gefa út skuldabréf á markaði í haust, samkvæmt öðrum heimildum Markaðarins. Vegið meðaltal vaxta verðtryggðra lána félagsins er 4,4 prósent en samkvæmt fjárfestakynningu Heimavalla hafa fasteignafélög aflað lánsfjár á skuldabréfamarkaði á kjörunum 3,5-3,7 prósent verðtryggt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Enn lækka bréf í Heimavöllum Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna. 26. maí 2018 06:00 Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. 25. maí 2018 06:00 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Sjá meira
Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sú sala var lóð á vogarskálarnar þegar hlutabréfin lækkuðu um 10 prósent á fyrstu tveimur dögunum sem Heimavellir var skráð markað. Á mánudaginn hækkuðu bréfin um 7,5 prósent en lækkuðu um 2,3 prósent í gær. Frá útboðinu hafa hlutabréfin lækkað um 5 prósent miðað við vegið meðaltal útboðsgengis. Fyrstu þrjá dagana sem leigufélagið var skráð á hlutabréfamarkað hafði Kvika milligöngu um 75-86 prósent viðskiptanna mælt í veltu, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Megnið af sölunni má rekja til fyrrnefnds hluthafa. Kvika á hlutabréf í Heimavöllum sem metin eru á innan við hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Þau bréf hafa ekki verið seld. Heimildir herma að bankinn hafi hvorki skortselt Heimavelli né tali fyrir því við viðskiptavini. Veltan með bréfin var samanlagt um 600 milljónir fyrstu þrjá dagana. Sérfræðingar á markaði telja að rót vandans sé að kauphliðin sé veik um þessar mundir vegna þess að lífeyrissjóðir haldi að sér höndum þegar kemur að Heimavöllum. Það er meðal annars rakið til óvæginnar umræðu verklýðsforkólfa um leigufélög. Lífeyrissjóðir fjárfesta eru ekki í félaginu meðal annars til að forðast orðsporsáhættu. Kvika átti upphaflega að leiða söluferli á hlutabréfum Heimavalla samhliða skráningu á hlutabréfamarkað en fallið var frá því og Landsbankinn ráðinn í staðinn. Samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þá ákvörðun einkum til þess að Kvika taldi að gengið sem eigendur Heimavalla fóru fram á væri of hátt. Stjórnendur Heimavalla stefna að því að endurfjármagna lán með því að gefa út skuldabréf á markaði í haust, samkvæmt öðrum heimildum Markaðarins. Vegið meðaltal vaxta verðtryggðra lána félagsins er 4,4 prósent en samkvæmt fjárfestakynningu Heimavalla hafa fasteignafélög aflað lánsfjár á skuldabréfamarkaði á kjörunum 3,5-3,7 prósent verðtryggt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Enn lækka bréf í Heimavöllum Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna. 26. maí 2018 06:00 Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. 25. maí 2018 06:00 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Sjá meira
Enn lækka bréf í Heimavöllum Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna. 26. maí 2018 06:00
Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. 25. maí 2018 06:00
Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent