Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2018 22:17 Paul Manafort. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákæruna gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitni í máli þar sem hann er ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti.New York Times hafði áður greint frá því að von væri á ákærunni sem barst í dag. Manafort er sagður hafa reynt að hafa samband við vitni í gegnum síma, milliliði og með dulkóðaða samskiptaforritinu WhatsApp. Þá er hann einnig sagður reynt að hafa áhrif á framburð vitnanna í málinu gegn sér. Vitnin tengjast áskökunum um að Manafort hafi skipulagt almannatengslaherferð fyrir úkraínsk stjórnvöld þar sem hann fékk evrópska fyrrverandi stjórnmálamenn til að tala máli Austur-Evrópulandsins. Manafort á að hafa reynt að hafa samband við Evrópumennina til að segja þeim að bera vitni um að þeir hafi aðeins unnið í Evrópu, ekki Bandaríkjunum eins og saksóknarar halda fram. Þeir sem starfa fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum á einn eða annan hátt þurfa að skrá sig á lista hjá dómsmálaráðueytinu. Þá var Konstanin V. Kilimnik, rússneskur ríkisborgari og náinn samstarfmaður Manafort einnig ákærður í málinu nú á föstudag. Er hann sagður hafa tengsl við rússneskar njósnastofnanir og er hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitni, á sama hátt og Manafort.Manafort hefur áður lýst sig saklausan af ákærum saksóknaraen hann var á meðal þeirra fyrstu semvoru ákærðir í tengslum við rannsóknMueller á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hugsanlegum tengslum við framboð Donald Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00 Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákæruna gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitni í máli þar sem hann er ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti.New York Times hafði áður greint frá því að von væri á ákærunni sem barst í dag. Manafort er sagður hafa reynt að hafa samband við vitni í gegnum síma, milliliði og með dulkóðaða samskiptaforritinu WhatsApp. Þá er hann einnig sagður reynt að hafa áhrif á framburð vitnanna í málinu gegn sér. Vitnin tengjast áskökunum um að Manafort hafi skipulagt almannatengslaherferð fyrir úkraínsk stjórnvöld þar sem hann fékk evrópska fyrrverandi stjórnmálamenn til að tala máli Austur-Evrópulandsins. Manafort á að hafa reynt að hafa samband við Evrópumennina til að segja þeim að bera vitni um að þeir hafi aðeins unnið í Evrópu, ekki Bandaríkjunum eins og saksóknarar halda fram. Þeir sem starfa fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum á einn eða annan hátt þurfa að skrá sig á lista hjá dómsmálaráðueytinu. Þá var Konstanin V. Kilimnik, rússneskur ríkisborgari og náinn samstarfmaður Manafort einnig ákærður í málinu nú á föstudag. Er hann sagður hafa tengsl við rússneskar njósnastofnanir og er hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitni, á sama hátt og Manafort.Manafort hefur áður lýst sig saklausan af ákærum saksóknaraen hann var á meðal þeirra fyrstu semvoru ákærðir í tengslum við rannsóknMueller á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hugsanlegum tengslum við framboð Donald Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00 Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00
Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50
Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21