Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 10:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við að þurfa að fara á leiðtogafund G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. Innan Hvíta hússins er til skoðunar að senda Mike Pence, varaforseta í hans stað. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Þeir segja Trump hafa orðið reiður yfir gagnrýni Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í kjölfar þess að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og öðrum G7 ríkjum.Trudeau hefur gagnrýnt Trump opinberlega á síðustu dögum og sagt einangrunarstefnu hans vera ranga. Hin sex ríkin hafa sömuleiðis fordæmt tolla Trump. Auk þess að hafa orðið reiður yfir gagnrýni Trudeau, er Trump einnig ósáttur við að yfirvöld Kanada hafi beitt tollum gegn Bandaríkjunum og hefur hann leitað leiða til að „refsa“ nágrönnum Bandaríkjanna frekar. Trump hefur einnig gagnrýnt þær Angelu Merkel og Theresu May, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands. Merkel og Trump eru ósammála um mörg málefni og Trump segir May hugsa og mikið eftir pólitískum rétttrúnaði.Sjá einnig: Merkel býst við deilum á G7 fundiHeimildarmenn Washington Post segja að þó Trump sé langt frá því að vera spenntur fyrir fundinum telja hann mikilvægt að mæta á hann. Starfsmenn hans óttast þó að hann muni ekki vilja skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna, eins og gert er á hverjum G7 fundi. Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Bandaríkjanna, var þó borubrattur þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. „Forsetann langar að fara í þessa ferð. Hann er með þessi erfiðu mál á hreinu. Hann hefur sannað að hann er leiðtogi á alþjóðasviðinu og hann hefur náð frábærum árangri í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ég held að þetta verði ekkert mál.“ Þá sagði hann að deilur Trump og hinna leiðtoganna væru eins og fjölskylduerjur og sagðist hann fullviss um að hægt væri að leysa úr þeim.Vináttan hefur reynst kostnaðarsöm Þjóðarleiðtogar sem hafa smjaðrað fyrir Trump og hyllt hann sem mikinn leiðtoga, hafa að mestu leyti fengið lítið út úr því. Sem dæmi má nefna Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sem Trump hefur lýst sem „góðum vini“, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem var „frábær vinur“ og sömuleiðis Justin Trudeau. Allir hafa lagt sig fram við að reyna að heilla Trump upp úr skónum með, að virtist, góðum árangri. Abe hefur lýst yfir áhyggjum vegna fundar Trump og Kim en það hefur engan árangur boðið og nú hefur Trump hótað að beita tollum gegn Japan. Macron og Trump virtust bestu mátar þegar Trump fór til Frakklands og þegar Macron sótti Trump heim í apríl, lýsti Trump forsetanum franska sem „fullkomnum“. Þrátt fyrir það hefur Macron ekki tekist að sannfæra Trump um að skrifa aftur undir Parísarsáttmálann eða halda Bandaríkjunum í kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Samkvæmt umfjöllun Politico þurftu allir þessir leiðtogar að gjalda fyrir smjaðrið við Trump heima fyrir og hafa þeir lítið sem ekkert grætt á viðleitninni.„Trump er mjög eigingjarn og ég held að hann sjái smjaður sem einstefnu þar sem honum er hrósað og það fer ekkert hina leiðina. Ef þú ert þjóðarleiðtogi verður þú að átta þig á því að það skiptir ekki máli að hæla Trump, þetta er einstefna,“ sagði einn fyrrverandi starfmaður Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við að þurfa að fara á leiðtogafund G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. Innan Hvíta hússins er til skoðunar að senda Mike Pence, varaforseta í hans stað. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Þeir segja Trump hafa orðið reiður yfir gagnrýni Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í kjölfar þess að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og öðrum G7 ríkjum.Trudeau hefur gagnrýnt Trump opinberlega á síðustu dögum og sagt einangrunarstefnu hans vera ranga. Hin sex ríkin hafa sömuleiðis fordæmt tolla Trump. Auk þess að hafa orðið reiður yfir gagnrýni Trudeau, er Trump einnig ósáttur við að yfirvöld Kanada hafi beitt tollum gegn Bandaríkjunum og hefur hann leitað leiða til að „refsa“ nágrönnum Bandaríkjanna frekar. Trump hefur einnig gagnrýnt þær Angelu Merkel og Theresu May, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands. Merkel og Trump eru ósammála um mörg málefni og Trump segir May hugsa og mikið eftir pólitískum rétttrúnaði.Sjá einnig: Merkel býst við deilum á G7 fundiHeimildarmenn Washington Post segja að þó Trump sé langt frá því að vera spenntur fyrir fundinum telja hann mikilvægt að mæta á hann. Starfsmenn hans óttast þó að hann muni ekki vilja skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna, eins og gert er á hverjum G7 fundi. Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Bandaríkjanna, var þó borubrattur þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. „Forsetann langar að fara í þessa ferð. Hann er með þessi erfiðu mál á hreinu. Hann hefur sannað að hann er leiðtogi á alþjóðasviðinu og hann hefur náð frábærum árangri í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ég held að þetta verði ekkert mál.“ Þá sagði hann að deilur Trump og hinna leiðtoganna væru eins og fjölskylduerjur og sagðist hann fullviss um að hægt væri að leysa úr þeim.Vináttan hefur reynst kostnaðarsöm Þjóðarleiðtogar sem hafa smjaðrað fyrir Trump og hyllt hann sem mikinn leiðtoga, hafa að mestu leyti fengið lítið út úr því. Sem dæmi má nefna Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sem Trump hefur lýst sem „góðum vini“, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem var „frábær vinur“ og sömuleiðis Justin Trudeau. Allir hafa lagt sig fram við að reyna að heilla Trump upp úr skónum með, að virtist, góðum árangri. Abe hefur lýst yfir áhyggjum vegna fundar Trump og Kim en það hefur engan árangur boðið og nú hefur Trump hótað að beita tollum gegn Japan. Macron og Trump virtust bestu mátar þegar Trump fór til Frakklands og þegar Macron sótti Trump heim í apríl, lýsti Trump forsetanum franska sem „fullkomnum“. Þrátt fyrir það hefur Macron ekki tekist að sannfæra Trump um að skrifa aftur undir Parísarsáttmálann eða halda Bandaríkjunum í kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Samkvæmt umfjöllun Politico þurftu allir þessir leiðtogar að gjalda fyrir smjaðrið við Trump heima fyrir og hafa þeir lítið sem ekkert grætt á viðleitninni.„Trump er mjög eigingjarn og ég held að hann sjái smjaður sem einstefnu þar sem honum er hrósað og það fer ekkert hina leiðina. Ef þú ert þjóðarleiðtogi verður þú að átta þig á því að það skiptir ekki máli að hæla Trump, þetta er einstefna,“ sagði einn fyrrverandi starfmaður Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira