Örlar á andófi hjá repúblikönum gegn njósnasamsæri Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 07:44 Ryan sækist ekki eftir endurkjöri í haust. Mögulegt er að það sé ástæðan fyrir því að hann treysti sér til að snupra forsetann nú. Vísir/AFP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn helstu leiðtoga Repúblikanaflokksins, segist ekkert hafa séð sem bendi til þess að alríkislögreglan FBI hafi komið fyrir njósnara í röðum framboðs Donalds Trump forseta árið 2016, þvert á aðdróttanir forsetans. Ryan varaði Trump jafnframt við að reyna að náða sjálfan sig. Trump hefur nú um nokkra vikna skeið borið út samsæriskenningar um að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi njósnað um framboð hans af pólitískum ástæðum. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem styður þær ásakanir. FBI notaði hins vegar heimildarmann sem ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins til að afla upplýsinga um samskipti þess við Rússa. Leiðtogar Repúblikanaflokksins hafa að mestu leyti setið á hliðarlínunni á meðan Trump forseti hefur með þessum hætti og öðrum reynt að grafa undan trúverðugleika æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna sem rannsaka hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við Rússa árið 2016. Því vekur ofanígjöf Ryan við forsetann nú athygli. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann taka undir með flokksbróður sínum Trey Gowdy sem sagði í síðustu viku að enginn fótur væri fyrir njósnaásökunum Trump. Ryan sagði þó að afla þyrfti frekari upplýsingar eins og sumir flokksbræðra hans hafa krafist af dómsmálaráðuneytinu.Þingmenn á útleið setja ofan í við Trump Ryan og Gowdy voru á meðal þingmanna sem FBI og dómsmálaráðuneytið veittu upplýsingar um heimildarmann FBI í síðasta mánuði eftir nær linnulausan þrýsting þingmanna repúblikana og Trump sjálfs. „Ég held að þegar forsetinn kemst að því hvað gerðist þá verði hann ekki aðeins sáttur heldur verður hann ánægður með að við höfum FBI sem tók alvarlega það sem hún heyrði,“ sagði Gowdy eftir þá fundi. Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar sem rannsakar meint samráð framboðs Trump við Rússa, hefur einnig tekið undir mat Gowdy. Þá gagnrýndi Tom Rooney, þingmaður repúblikana sem á sæti í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar, Trump harðlega fyrir að dreifa út samsæriskenningum um njósnir. „Hver er tilgangurinn með því að segja að það hafi verið njósnari í framboðinu þegar það var enginn?“ spurði Rooney sem taldi það ekki hjálpa til að forsetinn ylli ringulreið með þessum hætti. Ryan og Gowdy hafa báðir fengið bágt fyrir frá sumum flokkssystkinum sínum vegna þessa. Þeir og Rooney eiga það sammerkt að enginn þeirra ætlar að sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum í nóvember.Trump hefur farið mikinn gegn FBI og dómsmálaráðuneytinu undanfarnar vikur. Hann hefur sakað þessar æðstu löggæslustofnanir landsins um að hafa njósnað um framboð sitt af pólitískum ástæðum.Vísir/AFPÆtti ekki að reyna að náða sjálfan sig Ryan var einnig spurður út í orð Trump um að hann hefði „algert vald“ til þess að náða sjálfan sig. „Ég veit ekki tæknilega svarið við þessari spurningu en ég held augljóslega að svarið sé að hann ætti ekki að gera það og enginn er yfir lögin hafinn,“ svaraði þingforsetinn. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti svipaðri afstöðu á þriðjudag, að sögn New York Times. „Hann veit augljóslega að það er ekki eitthvað sem hann myndi eða ætti að gera,“ sagði McConnell þá. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 30. maí 2018 20:41 Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig 3. júní 2018 17:30 Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn helstu leiðtoga Repúblikanaflokksins, segist ekkert hafa séð sem bendi til þess að alríkislögreglan FBI hafi komið fyrir njósnara í röðum framboðs Donalds Trump forseta árið 2016, þvert á aðdróttanir forsetans. Ryan varaði Trump jafnframt við að reyna að náða sjálfan sig. Trump hefur nú um nokkra vikna skeið borið út samsæriskenningar um að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi njósnað um framboð hans af pólitískum ástæðum. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem styður þær ásakanir. FBI notaði hins vegar heimildarmann sem ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins til að afla upplýsinga um samskipti þess við Rússa. Leiðtogar Repúblikanaflokksins hafa að mestu leyti setið á hliðarlínunni á meðan Trump forseti hefur með þessum hætti og öðrum reynt að grafa undan trúverðugleika æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna sem rannsaka hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við Rússa árið 2016. Því vekur ofanígjöf Ryan við forsetann nú athygli. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann taka undir með flokksbróður sínum Trey Gowdy sem sagði í síðustu viku að enginn fótur væri fyrir njósnaásökunum Trump. Ryan sagði þó að afla þyrfti frekari upplýsingar eins og sumir flokksbræðra hans hafa krafist af dómsmálaráðuneytinu.Þingmenn á útleið setja ofan í við Trump Ryan og Gowdy voru á meðal þingmanna sem FBI og dómsmálaráðuneytið veittu upplýsingar um heimildarmann FBI í síðasta mánuði eftir nær linnulausan þrýsting þingmanna repúblikana og Trump sjálfs. „Ég held að þegar forsetinn kemst að því hvað gerðist þá verði hann ekki aðeins sáttur heldur verður hann ánægður með að við höfum FBI sem tók alvarlega það sem hún heyrði,“ sagði Gowdy eftir þá fundi. Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar sem rannsakar meint samráð framboðs Trump við Rússa, hefur einnig tekið undir mat Gowdy. Þá gagnrýndi Tom Rooney, þingmaður repúblikana sem á sæti í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar, Trump harðlega fyrir að dreifa út samsæriskenningum um njósnir. „Hver er tilgangurinn með því að segja að það hafi verið njósnari í framboðinu þegar það var enginn?“ spurði Rooney sem taldi það ekki hjálpa til að forsetinn ylli ringulreið með þessum hætti. Ryan og Gowdy hafa báðir fengið bágt fyrir frá sumum flokkssystkinum sínum vegna þessa. Þeir og Rooney eiga það sammerkt að enginn þeirra ætlar að sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum í nóvember.Trump hefur farið mikinn gegn FBI og dómsmálaráðuneytinu undanfarnar vikur. Hann hefur sakað þessar æðstu löggæslustofnanir landsins um að hafa njósnað um framboð sitt af pólitískum ástæðum.Vísir/AFPÆtti ekki að reyna að náða sjálfan sig Ryan var einnig spurður út í orð Trump um að hann hefði „algert vald“ til þess að náða sjálfan sig. „Ég veit ekki tæknilega svarið við þessari spurningu en ég held augljóslega að svarið sé að hann ætti ekki að gera það og enginn er yfir lögin hafinn,“ svaraði þingforsetinn. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti svipaðri afstöðu á þriðjudag, að sögn New York Times. „Hann veit augljóslega að það er ekki eitthvað sem hann myndi eða ætti að gera,“ sagði McConnell þá.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 30. maí 2018 20:41 Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig 3. júní 2018 17:30 Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 30. maí 2018 20:41
Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig 3. júní 2018 17:30
Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13