Fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima... mannvitið verður að fá að vera með Sigurður Ragnarsson skrifar 7. júní 2018 07:00 Við erum að upplifa einstaka tíma, fjórða iðnbyltingin er skollin á. Tækniframfarir hafa tekið stór skref síðustu ár og ekki munu skrefin minnka á næstu misserum. Þetta mun leiða til ýmissa breytinga fyrir tilveru okkar og margir spretta fram á sjónarsviðið til að kynna sína framtíðarsýn. Það sem við hins vegar verðum að hafa í huga er að eins og oft áður í tengslum við tæknina þá snúast þessar breytingar um svo miklu meira en tækni. Mannlegi þátturinn spilar nefnilega stórt hlutverk og líklega stærsta hlutverkið. Við þurfum að leiða þessar breytingar og stýra með þeim hætti að þær þjóni okkur sem best en það þýðir að fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima. Bæði atvinnulíf og samfélag þurfa að sýna frumkvæði og skilgreina hvaða ógnir og tækifæri felast í þessari byltingu. Meðal annars, eins og margoft hefur komið fram munu störf breytast enn meir en við höfum áður séð, sum munu hverfa og önnur ný birtast. Eitt er þó ljóst og það er að mannleg samskipti munu skipta meira máli en áður og því verður færni á því sviði sífellt verðmætari. Á sviði viðskipta er gjarnan talað um viðskiptagreind þar sem við vinnum með hvernig gervigreind getur í viðskiptalegum tilgangi hjálpað okkur að ná betri árangri og hvernig við getum nýtt hana til að ná viðskiptalegum markmiðum. Við sjáum nú þegar dæmi um þetta þar sem fyrirtæki eins og Facebook notar gervigreind til að kortleggja hegðun notenda sinna sem það nýtir sér síðan í viðskiptalegum tilgangi. Þetta leiðir auðvitað hugann að mörgum atriðum eins og til dæmis siðfræði sem er auðvitað samofin mannlega þættinum. Það munu koma upp, og hafa komið upp, mörg siðferðileg álitamál sem þarf að taka afstöðu til í tengslum við fyrrnefnda byltingu og þá er eins gott að mannvitið fái að koma þar nærri. Við getum ekki látið tæknina um að tækla þau mál. Það er sama á hvaða sviði við störfum, við þurfum að taka þátt í framþróuninni og megum ekki bara láta tæknina ráða för. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan svo framarlega sem „vélarnar“, svo maður vísi í kvikmyndina um Tortímandann, fái ekki að taka völdin.Höfundur er forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Við erum að upplifa einstaka tíma, fjórða iðnbyltingin er skollin á. Tækniframfarir hafa tekið stór skref síðustu ár og ekki munu skrefin minnka á næstu misserum. Þetta mun leiða til ýmissa breytinga fyrir tilveru okkar og margir spretta fram á sjónarsviðið til að kynna sína framtíðarsýn. Það sem við hins vegar verðum að hafa í huga er að eins og oft áður í tengslum við tæknina þá snúast þessar breytingar um svo miklu meira en tækni. Mannlegi þátturinn spilar nefnilega stórt hlutverk og líklega stærsta hlutverkið. Við þurfum að leiða þessar breytingar og stýra með þeim hætti að þær þjóni okkur sem best en það þýðir að fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima. Bæði atvinnulíf og samfélag þurfa að sýna frumkvæði og skilgreina hvaða ógnir og tækifæri felast í þessari byltingu. Meðal annars, eins og margoft hefur komið fram munu störf breytast enn meir en við höfum áður séð, sum munu hverfa og önnur ný birtast. Eitt er þó ljóst og það er að mannleg samskipti munu skipta meira máli en áður og því verður færni á því sviði sífellt verðmætari. Á sviði viðskipta er gjarnan talað um viðskiptagreind þar sem við vinnum með hvernig gervigreind getur í viðskiptalegum tilgangi hjálpað okkur að ná betri árangri og hvernig við getum nýtt hana til að ná viðskiptalegum markmiðum. Við sjáum nú þegar dæmi um þetta þar sem fyrirtæki eins og Facebook notar gervigreind til að kortleggja hegðun notenda sinna sem það nýtir sér síðan í viðskiptalegum tilgangi. Þetta leiðir auðvitað hugann að mörgum atriðum eins og til dæmis siðfræði sem er auðvitað samofin mannlega þættinum. Það munu koma upp, og hafa komið upp, mörg siðferðileg álitamál sem þarf að taka afstöðu til í tengslum við fyrrnefnda byltingu og þá er eins gott að mannvitið fái að koma þar nærri. Við getum ekki látið tæknina um að tækla þau mál. Það er sama á hvaða sviði við störfum, við þurfum að taka þátt í framþróuninni og megum ekki bara láta tæknina ráða för. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan svo framarlega sem „vélarnar“, svo maður vísi í kvikmyndina um Tortímandann, fái ekki að taka völdin.Höfundur er forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun