EasyJet fjárfestir í Dohop Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. júní 2018 00:00 Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop. VÍSIR/STEFÁN KARLSSON Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur lánað íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Dohop 2,25 milljónir evra, jafnvirði 279 milljóna króna. Flugfélagið getur breytt láninu í 15 prósenta hlut í Dohop við lok lánstímans. Þetta staðfestir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „EasyJet á í nánu samstarfi við Dohop. Flugfélagið býður upp á vöruna Worldwide by EasyJet sem aðstoðar viðskiptavini við að finna tengiflug í gegnum önnur flugfélög. Tæknin er knúin af Dohop og EasyJet lítur á þetta verkefni sem lykilstef í vexti félagsins til framtíðar,“ segir Davíð í samtali við Markaðinn sem bendir á að miðað við farþegafjölda sé EasyJet áttunda stærsta flugfélag í heimi. Starfsmenn Dohop séu um 35. Að hans sögn liggur tvennt til grundvallar fjárfestingunni í Dohop. Annars vegar sé EasyJet að tryggja að nýsköpunarfyrirtækið hafi fjárhagslegt bolmagn til að takast á við krefjandi verkefni fyrir flugfélagið. Hins vegar sé um stórt fjárfestingartækifæri að ræða sem þeir vilji taka þátt í. Rætur Dohop liggja í að finna hagkvæmustu flugfargjöldin fyrir viðskiptavini í gegnum netið. „Á þeim markaði er hart barist. Í gegnum þá vinnu bjuggum við til tækni sem enginn annar í heiminum býður upp á og hentar vel fyrir lággjaldaflugfélög sem vilja fara í samstarf við önnur flugfélög um að finna tengiflug. Dohop stendur frammi fyrir áhugaverðu tækifæri og er áhersla fyrirtækisins nú meira á því sviði þótt áfram verði boðið upp á flugleit á vefnum okkar. Við erum í viðræðum við um 100 flugfélög í fimm heimsálfum um samstarf. Núna erum við með einn viðskiptavin á þessu sviði en reiknum með að þeir verði fjölmargir í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. 19. júlí 2017 10:00 EasyJet semur við Dohop um flugbókunarvef Breska flugfélagið easyJet kynnir í dag nýja vöru, Worldwide by easyJet, sem knúin er af tækni frá íslenska fyrirtækinu Dohop. 13. september 2017 15:56 Nýsköpunarsjóðurinn með 9,5 prósent í Dohop Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur eignast 9,45 prósenta hlut í flugleitarvefnum Dohop eftir að sjóðurinn breytti 10 milljóna króna láni til félagsins í hlutafé. 14. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur lánað íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Dohop 2,25 milljónir evra, jafnvirði 279 milljóna króna. Flugfélagið getur breytt láninu í 15 prósenta hlut í Dohop við lok lánstímans. Þetta staðfestir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „EasyJet á í nánu samstarfi við Dohop. Flugfélagið býður upp á vöruna Worldwide by EasyJet sem aðstoðar viðskiptavini við að finna tengiflug í gegnum önnur flugfélög. Tæknin er knúin af Dohop og EasyJet lítur á þetta verkefni sem lykilstef í vexti félagsins til framtíðar,“ segir Davíð í samtali við Markaðinn sem bendir á að miðað við farþegafjölda sé EasyJet áttunda stærsta flugfélag í heimi. Starfsmenn Dohop séu um 35. Að hans sögn liggur tvennt til grundvallar fjárfestingunni í Dohop. Annars vegar sé EasyJet að tryggja að nýsköpunarfyrirtækið hafi fjárhagslegt bolmagn til að takast á við krefjandi verkefni fyrir flugfélagið. Hins vegar sé um stórt fjárfestingartækifæri að ræða sem þeir vilji taka þátt í. Rætur Dohop liggja í að finna hagkvæmustu flugfargjöldin fyrir viðskiptavini í gegnum netið. „Á þeim markaði er hart barist. Í gegnum þá vinnu bjuggum við til tækni sem enginn annar í heiminum býður upp á og hentar vel fyrir lággjaldaflugfélög sem vilja fara í samstarf við önnur flugfélög um að finna tengiflug. Dohop stendur frammi fyrir áhugaverðu tækifæri og er áhersla fyrirtækisins nú meira á því sviði þótt áfram verði boðið upp á flugleit á vefnum okkar. Við erum í viðræðum við um 100 flugfélög í fimm heimsálfum um samstarf. Núna erum við með einn viðskiptavin á þessu sviði en reiknum með að þeir verði fjölmargir í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. 19. júlí 2017 10:00 EasyJet semur við Dohop um flugbókunarvef Breska flugfélagið easyJet kynnir í dag nýja vöru, Worldwide by easyJet, sem knúin er af tækni frá íslenska fyrirtækinu Dohop. 13. september 2017 15:56 Nýsköpunarsjóðurinn með 9,5 prósent í Dohop Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur eignast 9,45 prósenta hlut í flugleitarvefnum Dohop eftir að sjóðurinn breytti 10 milljóna króna láni til félagsins í hlutafé. 14. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. 19. júlí 2017 10:00
EasyJet semur við Dohop um flugbókunarvef Breska flugfélagið easyJet kynnir í dag nýja vöru, Worldwide by easyJet, sem knúin er af tækni frá íslenska fyrirtækinu Dohop. 13. september 2017 15:56
Nýsköpunarsjóðurinn með 9,5 prósent í Dohop Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur eignast 9,45 prósenta hlut í flugleitarvefnum Dohop eftir að sjóðurinn breytti 10 milljóna króna láni til félagsins í hlutafé. 14. febrúar 2018 06:45