WOW air sleppur við bætur vegna fugls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2018 21:14 Flugi WOW var aflýst vegna skemmda á hreyfli vélarinnar. Vísir/Getty WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Samgöngustofa hafnaði kröfu farþeganna. Fluginu var aflýst eftir að í ljós kom við skoðun á vélinni fyrir flugtak að alvarlegar skemmdir væru á öðrum hreyfli vélarinnar sem rekja mátti til áreksturs fugls við hreyfilinn.Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma urðu nokkrar raskanir á leiðakerfi WOW air vegna bilunarinnar. Hluti farþega vélarinnar fékk far með öðru flugi um tólf tímum eftir áætlað flugtak en aðrir farþegar biðu í rúmlega sólarhring. Átta farþegar sem áttu bókað far með vélinni sendu inn fimm kvartanir til Samgöngustofu þar sem farið var fram á skaðabætur vegna þeirra tafa sem urðu á för þeirra vegna bilunarinnar.Flugfélagið telur sig ekki hafa stjórn á fuglum WOW air hafnaði bótaskyldu vegna allra kvartananna á þeim grundvelli að það atvik að fugl fari í hreyfil flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður í skilningu laga. Fuglar séu hluti af náttúrunni, lúti ekki stjórn neins og að flugfélagið hafi engin úrræði til þess að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi í hreyfla flugvéla flugfélagsins. Þá hafi flugfélagið einnig gert allt sem í sínu valdi stóð til að takmarka seinkunina. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir stofnunin telji þau atvik þar sem fugl fer í hreyfil flugvélar vera tilviljanakennd og óviðráðanleg af hálfu viðkomandi flugfélags. Ómögulegt væri fyrir flugrekendur að afstýra slíkum atvikum. Því væri WOW air ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tafa sem farþegarnir urðu fyrir. Segir einnig að það atvik sem olli því að fluginu var aflýst hafi gert flugvélina óflughæfa og því ekki óeðlilegt að verulega raskanir yrðu á flugferð þeirra sem kvörtuðu. WOW air hafi hins vegar gert sitt til þess að lágmarka neikvæðar afleiðingar bilunarinnar með því að bjóða farþegum endurgreiðslu eða að komast á ákvörðunarstað með öðru flugferðum sem áttu sér stað 12 eða 24 klukkutímum eftir upphaflegan brottfarartíma. Af þeim sem kvörtuðu voru tveir sem fengu far með seinni ferðinni og þurftu þeir því að bíða í 24 tíma. Þarf WOW air að greiða þeim kostnað vegna farar til og frá flugvelli, sem og dagpeninga og hótelkostnað, samtals 360 evrur, um 45 þúsund krónur. Niðurstöðu Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Samgöngustofa hafnaði kröfu farþeganna. Fluginu var aflýst eftir að í ljós kom við skoðun á vélinni fyrir flugtak að alvarlegar skemmdir væru á öðrum hreyfli vélarinnar sem rekja mátti til áreksturs fugls við hreyfilinn.Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma urðu nokkrar raskanir á leiðakerfi WOW air vegna bilunarinnar. Hluti farþega vélarinnar fékk far með öðru flugi um tólf tímum eftir áætlað flugtak en aðrir farþegar biðu í rúmlega sólarhring. Átta farþegar sem áttu bókað far með vélinni sendu inn fimm kvartanir til Samgöngustofu þar sem farið var fram á skaðabætur vegna þeirra tafa sem urðu á för þeirra vegna bilunarinnar.Flugfélagið telur sig ekki hafa stjórn á fuglum WOW air hafnaði bótaskyldu vegna allra kvartananna á þeim grundvelli að það atvik að fugl fari í hreyfil flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður í skilningu laga. Fuglar séu hluti af náttúrunni, lúti ekki stjórn neins og að flugfélagið hafi engin úrræði til þess að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi í hreyfla flugvéla flugfélagsins. Þá hafi flugfélagið einnig gert allt sem í sínu valdi stóð til að takmarka seinkunina. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir stofnunin telji þau atvik þar sem fugl fer í hreyfil flugvélar vera tilviljanakennd og óviðráðanleg af hálfu viðkomandi flugfélags. Ómögulegt væri fyrir flugrekendur að afstýra slíkum atvikum. Því væri WOW air ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tafa sem farþegarnir urðu fyrir. Segir einnig að það atvik sem olli því að fluginu var aflýst hafi gert flugvélina óflughæfa og því ekki óeðlilegt að verulega raskanir yrðu á flugferð þeirra sem kvörtuðu. WOW air hafi hins vegar gert sitt til þess að lágmarka neikvæðar afleiðingar bilunarinnar með því að bjóða farþegum endurgreiðslu eða að komast á ákvörðunarstað með öðru flugferðum sem áttu sér stað 12 eða 24 klukkutímum eftir upphaflegan brottfarartíma. Af þeim sem kvörtuðu voru tveir sem fengu far með seinni ferðinni og þurftu þeir því að bíða í 24 tíma. Þarf WOW air að greiða þeim kostnað vegna farar til og frá flugvelli, sem og dagpeninga og hótelkostnað, samtals 360 evrur, um 45 þúsund krónur. Niðurstöðu Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent