Ísland, reiðin og fámennið Guðmundur Steingrímsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Andrúmsloftið er að breytast. Eftir nokkurra mánaða logn, eins konar pásu í stjórnmálunum, sem tók við eftir síðustu alþingiskosningar, er kraumandi hraunkvika núna um það bil að fara að springa upp á yfirborðið. Það er órói. Titringur í jörðu. Hin eilífa íslenska deila um veiðigjöld er byrjuð aftur, enda ætíð óútkljáð. Það er engin sátt í virkjana- og stóriðjumálum, frekar en fyrri daginn, og kona fer í stríð. Úrskurður Kjaradóms um laun alþingismanna mun seint gleymast. Verkalýðshreyfingin hefur verið að vígbúast með harðari afstöðu nýrra forystuafla. Orðræða um þræla og þrælahaldara fær glimrandi undirtektir á samfélagsmiðlum. Ferðamenn eru að fara. Þá tapa einhverjir peningum og verða reiðir. Líklega á HM í fótbolta eftir að fresta reiðinni aðeins, og sumarfríin í júlí, en um leið og það er búið munu margir setja hnefa sinn á loft. Það verður erfiðara fyrir VG að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kannski verða kosningar í október.Einsleitnin Það var stórfínt viðtal við Sólveigu Arnarsdóttur leikkonu hér í blaðinu um síðustu helgi. Þar lýsti hún muninum á Þýskalandi, þar sem hún er með annan fótinn, og Íslandi. Sólveig talaði um að sér fyndist „gríðarlegt áreiti á Íslandi frá hlutum sem ég hef engan áhuga á en þeir troða sér inn í líf mitt, hvort sem það er miðnæturopnun í Kringlunni, óumbeðin lífsstílsráðgjöf eða Eurovision.“ Ég sagði „já, nákvæmlega“ mjög hátt í huganum þegar ég las þetta. Það er oft mjög erfitt að búa á þessu landi ef maður hefur ekki sama áhuga, eða er ekki eins innstilltur, og áberandi einstaklingar eða fjölmiðlar þá stundina. Einsleitnin er svo mikil. Fámennið er yfirþyrmandi. Vei þeim Íslendingi, til dæmis, sem hefur ekki áhuga á fótbolta nú í júní. Þetta er líka svona í pólitíkinni. Nú held ég því fram, að viss reiði og ólga sé að koma upp á yfirborðið. Ég skil þessa reiði. Það er of margt í samfélaginu sem er óleyst. Of margt hefur verið hunsað. Of margir hafa það skítt. En það sem ég dæsi yfir er þetta: Hvað ef maður er samt ekki beint reiður? Eða svo ég orði þetta öðruvísi: Hvað ef maður er reiður á allt annan hátt heldur en þeir sem eru reiðastir? Verður þetta ekki enn og aftur eins og Sólveig segir: Hlutum sem maður hefur engan áhuga á — eins og til dæmis úr sér gengnum marxisma — er troðið upp á mann af reiðu fólki sem krefst þess að samfélaginu sé umturnað í þágu þeirra eigin skoðana, með skæruherðnaði og þvergirðingshætti. King eða X Mér líður illa reiðum. Reiðin er niðurrifsafl. Hún blindar. Hún er óforskömmuð. Mér finnst Martin Luther King merkari baráttumaður en Malcolm X. Ég held að samfélagsbreytingum verði náð fram með birtu og von fremur en ofsa. Kannski hlæja hinir reiðu hæðnislega að svona skoðun og eiga Facebookstatusa á lager gegn einfeldningum eins og mér. En ég er samt þessarar skoðunar. Ef maður hefur trú á opnu samfélagi, lýðræði, fjölbreytni og mannréttindum þá verður maður að hafa trú á því að samfélagsbreytingum — hvort sem það er ný stjórnarskrá eða betri kjör láglaunafólks — verði einungis náð fram með samræðu, rökum, upplýsingum og kærleiksríkum sannfæringarkrafti í bland við sveigjanleika. Það þarf að hlusta meira en maður talar. Það þarf að sýna fremur en krefjast. Sá sem sameinar, fremur en sundrar, nær mestum árangri. Í komandi reiðibylgju og átökum hef ég litla sem enga trú á því að þau sjónarmið sem ég og margir fleiri aðhyllast um samfélagsúrbætur muni heyrast mjög hátt. Ég held að rót vandans á Íslandi — ástæða þess að aldrei er til peningur hvorki í góðæri né kreppu, og svona illa gengur að leiðrétta kjör fólks — sé fólginn í gjörsamlega ónothæfum gjaldmiðli. Hann eykur misrétti og skapar ranglæti. Ég hef staðið frammi fyrir fullu Háskólabíói af mjög reiðu fólki, sem þá stundina hafði orðið fyrir hækkun á höfuðstól lána sinna út af gjaldmiðlunum, og haldið fram þessari skoðun og nánast verið púaður niður. Það er þetta sem ég á við. Það er líka þetta sem mér finnst Sólveig vera að segja. Og það er þetta sem er svo óþolandi við Ísland. Sagan sýnir ítrekað að það þarf ekki nema eina freka, reiða manneskju til þess að taka umræðuna um hin brýnustu mál, snúa henni á haus og hlaupa með hana út í móa. Þaðan er svo púað á aðra. Ég veit ekki með ykkur, en ég ætla ekki að elta. Ég ætla að lofa sjálfum mér því í komandi óróa, og alla tíð, að hafa þær skoðanir sem mér nákvæmlega sýnist og hlusta jafnframt á skoðanir annarra. Mig langar að hvetja aðra til að gera það líka. Það væri bylting í fámenninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Andrúmsloftið er að breytast. Eftir nokkurra mánaða logn, eins konar pásu í stjórnmálunum, sem tók við eftir síðustu alþingiskosningar, er kraumandi hraunkvika núna um það bil að fara að springa upp á yfirborðið. Það er órói. Titringur í jörðu. Hin eilífa íslenska deila um veiðigjöld er byrjuð aftur, enda ætíð óútkljáð. Það er engin sátt í virkjana- og stóriðjumálum, frekar en fyrri daginn, og kona fer í stríð. Úrskurður Kjaradóms um laun alþingismanna mun seint gleymast. Verkalýðshreyfingin hefur verið að vígbúast með harðari afstöðu nýrra forystuafla. Orðræða um þræla og þrælahaldara fær glimrandi undirtektir á samfélagsmiðlum. Ferðamenn eru að fara. Þá tapa einhverjir peningum og verða reiðir. Líklega á HM í fótbolta eftir að fresta reiðinni aðeins, og sumarfríin í júlí, en um leið og það er búið munu margir setja hnefa sinn á loft. Það verður erfiðara fyrir VG að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kannski verða kosningar í október.Einsleitnin Það var stórfínt viðtal við Sólveigu Arnarsdóttur leikkonu hér í blaðinu um síðustu helgi. Þar lýsti hún muninum á Þýskalandi, þar sem hún er með annan fótinn, og Íslandi. Sólveig talaði um að sér fyndist „gríðarlegt áreiti á Íslandi frá hlutum sem ég hef engan áhuga á en þeir troða sér inn í líf mitt, hvort sem það er miðnæturopnun í Kringlunni, óumbeðin lífsstílsráðgjöf eða Eurovision.“ Ég sagði „já, nákvæmlega“ mjög hátt í huganum þegar ég las þetta. Það er oft mjög erfitt að búa á þessu landi ef maður hefur ekki sama áhuga, eða er ekki eins innstilltur, og áberandi einstaklingar eða fjölmiðlar þá stundina. Einsleitnin er svo mikil. Fámennið er yfirþyrmandi. Vei þeim Íslendingi, til dæmis, sem hefur ekki áhuga á fótbolta nú í júní. Þetta er líka svona í pólitíkinni. Nú held ég því fram, að viss reiði og ólga sé að koma upp á yfirborðið. Ég skil þessa reiði. Það er of margt í samfélaginu sem er óleyst. Of margt hefur verið hunsað. Of margir hafa það skítt. En það sem ég dæsi yfir er þetta: Hvað ef maður er samt ekki beint reiður? Eða svo ég orði þetta öðruvísi: Hvað ef maður er reiður á allt annan hátt heldur en þeir sem eru reiðastir? Verður þetta ekki enn og aftur eins og Sólveig segir: Hlutum sem maður hefur engan áhuga á — eins og til dæmis úr sér gengnum marxisma — er troðið upp á mann af reiðu fólki sem krefst þess að samfélaginu sé umturnað í þágu þeirra eigin skoðana, með skæruherðnaði og þvergirðingshætti. King eða X Mér líður illa reiðum. Reiðin er niðurrifsafl. Hún blindar. Hún er óforskömmuð. Mér finnst Martin Luther King merkari baráttumaður en Malcolm X. Ég held að samfélagsbreytingum verði náð fram með birtu og von fremur en ofsa. Kannski hlæja hinir reiðu hæðnislega að svona skoðun og eiga Facebookstatusa á lager gegn einfeldningum eins og mér. En ég er samt þessarar skoðunar. Ef maður hefur trú á opnu samfélagi, lýðræði, fjölbreytni og mannréttindum þá verður maður að hafa trú á því að samfélagsbreytingum — hvort sem það er ný stjórnarskrá eða betri kjör láglaunafólks — verði einungis náð fram með samræðu, rökum, upplýsingum og kærleiksríkum sannfæringarkrafti í bland við sveigjanleika. Það þarf að hlusta meira en maður talar. Það þarf að sýna fremur en krefjast. Sá sem sameinar, fremur en sundrar, nær mestum árangri. Í komandi reiðibylgju og átökum hef ég litla sem enga trú á því að þau sjónarmið sem ég og margir fleiri aðhyllast um samfélagsúrbætur muni heyrast mjög hátt. Ég held að rót vandans á Íslandi — ástæða þess að aldrei er til peningur hvorki í góðæri né kreppu, og svona illa gengur að leiðrétta kjör fólks — sé fólginn í gjörsamlega ónothæfum gjaldmiðli. Hann eykur misrétti og skapar ranglæti. Ég hef staðið frammi fyrir fullu Háskólabíói af mjög reiðu fólki, sem þá stundina hafði orðið fyrir hækkun á höfuðstól lána sinna út af gjaldmiðlunum, og haldið fram þessari skoðun og nánast verið púaður niður. Það er þetta sem ég á við. Það er líka þetta sem mér finnst Sólveig vera að segja. Og það er þetta sem er svo óþolandi við Ísland. Sagan sýnir ítrekað að það þarf ekki nema eina freka, reiða manneskju til þess að taka umræðuna um hin brýnustu mál, snúa henni á haus og hlaupa með hana út í móa. Þaðan er svo púað á aðra. Ég veit ekki með ykkur, en ég ætla ekki að elta. Ég ætla að lofa sjálfum mér því í komandi óróa, og alla tíð, að hafa þær skoðanir sem mér nákvæmlega sýnist og hlusta jafnframt á skoðanir annarra. Mig langar að hvetja aðra til að gera það líka. Það væri bylting í fámenninu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun