New York ríki höfðar mál gegn Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 15:01 Donald Trump Bandaríkjaforseti Vísir/AFP New York ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans vegna „ólöglegs athæfis“ í tengslum við góðgerðarsamtök Trump. Washington Post greinir frá. Í stefnunni er því haldið fram að Trump og börn hans hafi reglulega misnotað samtökin til þess að greiða skuldir fyrirtækja Trump, notað fé samtakanna til þess að standsetja golfvöll og í tengslum við forsetaframbið Trumnp árið 2016. Fer ríkið fram á það að góðgerðarsamtökin, Donald J. Trump Foundation, verði leyst upp, eignum samtakanna verði dreift til annarra góðgerðarasamtaka og að Trump greiði 2,8 milljónir dollara í skaðabætur og sekt. Rannsókn New York ríkis hefur staðið yfir í tæplega tvö ár og hófst hún eftir umfjöllun Washington Post. Segir í stefnunni að Trump hafi þverbrotið lög sem gilda um skattfrelsi góðgerðarsamtaka, þá sérstaklega þau um að fjármunir góðgerðarsamtaka séu nýttir til almannaheilla, en ekki til persónulegs hagnaðar stofnenda þeirra. Trump hefur verið forseti samtakanna frá stofnun þeirra árið 1987. Áður en hann tók við embætti forseta lofaði hann því að leggja samtökin niður, en sökum þess að rannsókn ríkisins á þeim stóði yfir gat hann það ekki. Þrjú elstu börn Trump eru einnig nefnd í stefnunni, þau Donald Trump yngri, Ivanka Trump og Eric Trump. Eru þau stjórnarmeðlimir í samtökunum en stjórn samtakanna hefur ekki komið saman frá árinu 1999.We are suing the Donald J. Trump Foundation and its directors @realDonaldTrump, Donald J. Trump Jr., Ivanka Trump, and Eric Trump for extensive and persistent violations of state and federal law. https://t.co/aP2ui0tOTo pic.twitter.com/geSMA3fx2x— New York Attorney General (@NewYorkStateAG) June 14, 2018 Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
New York ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans vegna „ólöglegs athæfis“ í tengslum við góðgerðarsamtök Trump. Washington Post greinir frá. Í stefnunni er því haldið fram að Trump og börn hans hafi reglulega misnotað samtökin til þess að greiða skuldir fyrirtækja Trump, notað fé samtakanna til þess að standsetja golfvöll og í tengslum við forsetaframbið Trumnp árið 2016. Fer ríkið fram á það að góðgerðarsamtökin, Donald J. Trump Foundation, verði leyst upp, eignum samtakanna verði dreift til annarra góðgerðarasamtaka og að Trump greiði 2,8 milljónir dollara í skaðabætur og sekt. Rannsókn New York ríkis hefur staðið yfir í tæplega tvö ár og hófst hún eftir umfjöllun Washington Post. Segir í stefnunni að Trump hafi þverbrotið lög sem gilda um skattfrelsi góðgerðarsamtaka, þá sérstaklega þau um að fjármunir góðgerðarsamtaka séu nýttir til almannaheilla, en ekki til persónulegs hagnaðar stofnenda þeirra. Trump hefur verið forseti samtakanna frá stofnun þeirra árið 1987. Áður en hann tók við embætti forseta lofaði hann því að leggja samtökin niður, en sökum þess að rannsókn ríkisins á þeim stóði yfir gat hann það ekki. Þrjú elstu börn Trump eru einnig nefnd í stefnunni, þau Donald Trump yngri, Ivanka Trump og Eric Trump. Eru þau stjórnarmeðlimir í samtökunum en stjórn samtakanna hefur ekki komið saman frá árinu 1999.We are suing the Donald J. Trump Foundation and its directors @realDonaldTrump, Donald J. Trump Jr., Ivanka Trump, and Eric Trump for extensive and persistent violations of state and federal law. https://t.co/aP2ui0tOTo pic.twitter.com/geSMA3fx2x— New York Attorney General (@NewYorkStateAG) June 14, 2018
Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira