Virði Basko lækkaði um 690 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2018 08:00 Basko rekur meðal annars verslanir 10-11. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins, framtakssjóðsins Horns III, á síðasta ári. Félagið var metið á um 1.190 milljónir í lok ársins borið saman við 1.885 milljónir í lok árs 2016. Framtakssjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, jók eignarhlut sinn í Basko úr 80 prósentum í 88 prósent í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Sjóðurinn keypti fyrir tveimur árum 80 prósenta hlut í Basko af félögum tengdum stjórnendum þess, þar á meðal Árna Pétri Jónssyni forstjóra og bresku matvöruversluninni Iceland Foods, fyrir rúmlega 1,5 milljarða króna. Var félagið metið á tæpa 1,9 milljarða í viðskiptunum. Þá sýndi Skeljungur því áhuga síðasta sumar að kaupa Basko fyrir allt að 2,2 milljarða en stjórn olíufélagsins hætti hins vegar við áformin þar sem „ýmsar forsendur“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins, gengu ekki eftir. Fyrir utan verslanir 10-11 rekur Basko meðal annars verslanir Ice land, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Félagið keypti á síðasta ári auk þess helmingshlut í Eldum rétt. Fyrr á árinu var greint frá því að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, en ekki hefur fengist upplýst um hvaða verslanir eru að ræða. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapaði 1.824 milljónum króna í fyrra en tapið nam um 207 milljónum árið áður. Annar framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, Horn II, hagnaðist um ríflega 2,7 milljarða króna í fyrra, en sjóðurinn seldi á árinu 60 prósenta hlut sinn í Keahótelum fyrir um fimm milljarða og færði upp tæplega helmingshlut sinn í Hvatningu, stærsta eiganda Bláa lónsins, um 49 prósent en hluturinn var metinn á ríflega átta milljarða í lok síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00 Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins, framtakssjóðsins Horns III, á síðasta ári. Félagið var metið á um 1.190 milljónir í lok ársins borið saman við 1.885 milljónir í lok árs 2016. Framtakssjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, jók eignarhlut sinn í Basko úr 80 prósentum í 88 prósent í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Sjóðurinn keypti fyrir tveimur árum 80 prósenta hlut í Basko af félögum tengdum stjórnendum þess, þar á meðal Árna Pétri Jónssyni forstjóra og bresku matvöruversluninni Iceland Foods, fyrir rúmlega 1,5 milljarða króna. Var félagið metið á tæpa 1,9 milljarða í viðskiptunum. Þá sýndi Skeljungur því áhuga síðasta sumar að kaupa Basko fyrir allt að 2,2 milljarða en stjórn olíufélagsins hætti hins vegar við áformin þar sem „ýmsar forsendur“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins, gengu ekki eftir. Fyrir utan verslanir 10-11 rekur Basko meðal annars verslanir Ice land, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Félagið keypti á síðasta ári auk þess helmingshlut í Eldum rétt. Fyrr á árinu var greint frá því að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, en ekki hefur fengist upplýst um hvaða verslanir eru að ræða. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapaði 1.824 milljónum króna í fyrra en tapið nam um 207 milljónum árið áður. Annar framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, Horn II, hagnaðist um ríflega 2,7 milljarða króna í fyrra, en sjóðurinn seldi á árinu 60 prósenta hlut sinn í Keahótelum fyrir um fimm milljarða og færði upp tæplega helmingshlut sinn í Hvatningu, stærsta eiganda Bláa lónsins, um 49 prósent en hluturinn var metinn á ríflega átta milljarða í lok síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00 Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00
Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39
Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00