Var illa brugðið þegar hann sá fréttina um að forngripunum hefði verið hent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2018 16:45 Arró Stefánsson segir forngripina sem lentu í nytjagámi Góða hirðisins ómetanlega. Arró Stefánsson, sjónvarps-og kvikmyndatökumaður, segir að hann hafi nánast fengið hjartaáfall og taugaáfall, svo illa brugðið var honum, þegar hann sá frétt í Morgunblaðinu um liðna helgi þess efnis að sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leituðu upplýsinga um fjölda forngripa sem bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins í byrjun mánaðarins. Gripirnir eru nefnilega í hans eigu en frænka hans henti þeim óvart þegar hún var að taka til í geymslu. Arró er staddur í Tævan um þessar mundir og það var því um miðja nótt sem síminn hans byrjaði að „víbra“ og „pinga“ á fullu en fjölskylda og vinir höfðu þá séð frétt Morgunblaðsisn um gripina. „Síminn hættir ekki að „víbra“ svo maður hugsar með sér að þetta hljóti að vera eitthvað merkilegt og ég tékka á þessu. Fyrstu skilaboðin sem ég sé eru bara „Átt þú þetta?!“ Ég bara „Ha?“ en sé að þetta er einhver grein og lít á hana og þá sé ég munina mína þarna. Ég fæ næstum því hjartaáfall plús taugaáfall þegar ég sé þetta. Þetta var bara algjör martröð,“ segir Arró í samtali við Vísi.„Það má segja guð blessi letina í henni“ Hann hafi velt því fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst og hvað hann ætti að gera. Stuttu síðar fær hann síðan skilaboð frá frændfólki sínu sem segir honum að frænka hans hafi verið að tæma úr geymslu og þau gruni að hún hafi hent einhverju sem átti ekki að henda því þau viti að hann hafi lengi safnað fornmunum. „Málið er að ég vinn sem sjónvarps-og kvikmyndatökumaður þannig að ég ferðast mikið og flyt á milli staða. Þannig að þessir munir sem mér þykir vænst um og eru dýrmætastir, ég geymi þá alltaf á tilteknum stöðum því ég vil ekki vera að taka þá með mér ef eitthvað skyldi gerast. Ég reiknaði bara ekki með að frænka mín myndi byrja að henda einhverju sem hún vissi ekki hvað var,“ segir Arró. Hann segir að frænka hans hafi aðallega verið að henda fötum. „Þetta var eiginlega dálítið þannig að það má segja guð blessi letina í henni. Hún var aðallega að henda fötum og tók þetta box með í þeim túr á haugana. Hún fer í gáminn, heldur á boxinu og hugsaði með sér hvort hún nennti að labba þessa fimm til tíu metra í næsta gám til að henda. En hún nennti því svo hún skildi þetta bara eftir með fötunum í nytjagáminum svo þess vegna lenti þetta í Góða hirðinum, annars hefði þetta bara horfið.“Elsti gripurinn 3000 ára gamall Alls voru 39 munir í boxinu sem hafði verið vafið inn í salernispappír, oddar og örvar af spjótum, axarhöfuð, sveigðar járnþynnur og fleira. Allt eru þetta mjög fágætir gripir og segir Arró þá ómetanlega en sá elsti er 3000 ára gamall. Það er bronssverð frá lokum bronsaldar. Enginn af mununum er frá Íslandi að sögn Arró heldur eru þeir flestir frá Evrópu. „Þarna eru vopn frá Forn-Grikklandi, Rómaveldi, frá miðöldum og frá Þýskalandi,“ segir Arró sem hefur verið að safna forngripum frá því hann var 10, 11 ára gamall. Arró er kominn í samband við Þjóðminjasafnið og reiknar með að málið fái farsælan endi. Þá hefur hann sagt við safnið að ef vilji sé til að sýna munina þá vilji hann lána þá til þess. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Arró Stefánsson, sjónvarps-og kvikmyndatökumaður, segir að hann hafi nánast fengið hjartaáfall og taugaáfall, svo illa brugðið var honum, þegar hann sá frétt í Morgunblaðinu um liðna helgi þess efnis að sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leituðu upplýsinga um fjölda forngripa sem bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins í byrjun mánaðarins. Gripirnir eru nefnilega í hans eigu en frænka hans henti þeim óvart þegar hún var að taka til í geymslu. Arró er staddur í Tævan um þessar mundir og það var því um miðja nótt sem síminn hans byrjaði að „víbra“ og „pinga“ á fullu en fjölskylda og vinir höfðu þá séð frétt Morgunblaðsisn um gripina. „Síminn hættir ekki að „víbra“ svo maður hugsar með sér að þetta hljóti að vera eitthvað merkilegt og ég tékka á þessu. Fyrstu skilaboðin sem ég sé eru bara „Átt þú þetta?!“ Ég bara „Ha?“ en sé að þetta er einhver grein og lít á hana og þá sé ég munina mína þarna. Ég fæ næstum því hjartaáfall plús taugaáfall þegar ég sé þetta. Þetta var bara algjör martröð,“ segir Arró í samtali við Vísi.„Það má segja guð blessi letina í henni“ Hann hafi velt því fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst og hvað hann ætti að gera. Stuttu síðar fær hann síðan skilaboð frá frændfólki sínu sem segir honum að frænka hans hafi verið að tæma úr geymslu og þau gruni að hún hafi hent einhverju sem átti ekki að henda því þau viti að hann hafi lengi safnað fornmunum. „Málið er að ég vinn sem sjónvarps-og kvikmyndatökumaður þannig að ég ferðast mikið og flyt á milli staða. Þannig að þessir munir sem mér þykir vænst um og eru dýrmætastir, ég geymi þá alltaf á tilteknum stöðum því ég vil ekki vera að taka þá með mér ef eitthvað skyldi gerast. Ég reiknaði bara ekki með að frænka mín myndi byrja að henda einhverju sem hún vissi ekki hvað var,“ segir Arró. Hann segir að frænka hans hafi aðallega verið að henda fötum. „Þetta var eiginlega dálítið þannig að það má segja guð blessi letina í henni. Hún var aðallega að henda fötum og tók þetta box með í þeim túr á haugana. Hún fer í gáminn, heldur á boxinu og hugsaði með sér hvort hún nennti að labba þessa fimm til tíu metra í næsta gám til að henda. En hún nennti því svo hún skildi þetta bara eftir með fötunum í nytjagáminum svo þess vegna lenti þetta í Góða hirðinum, annars hefði þetta bara horfið.“Elsti gripurinn 3000 ára gamall Alls voru 39 munir í boxinu sem hafði verið vafið inn í salernispappír, oddar og örvar af spjótum, axarhöfuð, sveigðar járnþynnur og fleira. Allt eru þetta mjög fágætir gripir og segir Arró þá ómetanlega en sá elsti er 3000 ára gamall. Það er bronssverð frá lokum bronsaldar. Enginn af mununum er frá Íslandi að sögn Arró heldur eru þeir flestir frá Evrópu. „Þarna eru vopn frá Forn-Grikklandi, Rómaveldi, frá miðöldum og frá Þýskalandi,“ segir Arró sem hefur verið að safna forngripum frá því hann var 10, 11 ára gamall. Arró er kominn í samband við Þjóðminjasafnið og reiknar með að málið fái farsælan endi. Þá hefur hann sagt við safnið að ef vilji sé til að sýna munina þá vilji hann lána þá til þess.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira