Trump rífur skjöl sem lögð eru fyrir hann Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2018 08:55 Að sögn kunnugra rífur Trump allt sem ratar á skrifborð hans þegar hann er búinn að nota það. Aðstoðarmenn hafa reynt að venja hann af þeim sið, án árangurs. Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins hafa þurft að tína upp skjöl sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rífur og láta líma þau saman aftur til að koma í veg fyrir að forsetinn brjóti lög um varðveislu gagna. Trump er sagður hafa haft þann vana lengi að rífa öll skjöl sem hann fær um leið og hann hefur lokið við að skoða þau.Að sögn bandaríska blaðsins Politico rífur Trump skjölin og hendur þeim í ruslið eða á gólfið. Lögum samkvæmt ber forsetanum hins vegar að varðveita öll minnisblöð, tölvupósta og skjöl sem hann snertir. Þau eru send til Skjalasafns Bandaríkjanna sem geymir þau. Aðstoðarmönnum forsetans hefur ekki tekist að venja Trump af því að rífa skjölin. Þeir hafa þess í stað tínt upp rifin skjölin og sent þau gagnaumsýslu Hvíta hússins. „Við erum með límband, gegnsæju tegundina,“ segir Solomon Lartey sem starfaði áður sem skjalavörslusérfræðingur hjá Hvíta húsinu. Eftir þrjátíu ára störf við ríkisstjórnina var honum falið að púsla saman skjölunum sem forsetinn hafði rifið og líma þau aftur saman. Fyrstu mánuði forsetatíðar Trump segir Lartey að öll deildin hans hafi unnið við það að líma saman skjöl frá forsetanum. Lartey var rekinn fyrirvaralaust og án skýringa í vor. Hann og annar starfsmaður deildarinnar sem vann við að líma gögnin saman og var einnig rekinn segja Politico að síðast í vor hafi þeir vitað til þess að opinberir starfsmenn ynnu við það að tjasla saman rifnum blaðsíðum frá forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins hafa þurft að tína upp skjöl sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rífur og láta líma þau saman aftur til að koma í veg fyrir að forsetinn brjóti lög um varðveislu gagna. Trump er sagður hafa haft þann vana lengi að rífa öll skjöl sem hann fær um leið og hann hefur lokið við að skoða þau.Að sögn bandaríska blaðsins Politico rífur Trump skjölin og hendur þeim í ruslið eða á gólfið. Lögum samkvæmt ber forsetanum hins vegar að varðveita öll minnisblöð, tölvupósta og skjöl sem hann snertir. Þau eru send til Skjalasafns Bandaríkjanna sem geymir þau. Aðstoðarmönnum forsetans hefur ekki tekist að venja Trump af því að rífa skjölin. Þeir hafa þess í stað tínt upp rifin skjölin og sent þau gagnaumsýslu Hvíta hússins. „Við erum með límband, gegnsæju tegundina,“ segir Solomon Lartey sem starfaði áður sem skjalavörslusérfræðingur hjá Hvíta húsinu. Eftir þrjátíu ára störf við ríkisstjórnina var honum falið að púsla saman skjölunum sem forsetinn hafði rifið og líma þau aftur saman. Fyrstu mánuði forsetatíðar Trump segir Lartey að öll deildin hans hafi unnið við það að líma saman skjöl frá forsetanum. Lartey var rekinn fyrirvaralaust og án skýringa í vor. Hann og annar starfsmaður deildarinnar sem vann við að líma gögnin saman og var einnig rekinn segja Politico að síðast í vor hafi þeir vitað til þess að opinberir starfsmenn ynnu við það að tjasla saman rifnum blaðsíðum frá forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira