Þetta reddast ekki á „kúlinu“ Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 27. júní 2018 07:00 Við stærum okkur gjarnan af því að vera hörkuduglegur þjóðflokkur. Við komumst áfram á dugnaði, kjarki og þori. Víkingar sem leggja undir sig heiminn. Best í fótbolta, handbolta, blönduðum bardagalistum og svo lengi mætti telja – ja, a.m.k. miðað við höfðatölu. Á einu sviði erum við þó oft ekki nægilega dugleg. Þegar kemur að undirbúningi og greiningarvinnu. Þegar kemur að því að skoða hlutina og plana áður en við leggjum af stað. Og hverju skiptir það svo sem? Við framkvæmum. Við gerum. Við græðum. Og svo hrynur spilaborgin og við töpum (með stæl!). Hvort sem það er í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum eða annars staðar, þá sjáum við þetta víða. Ég sé þetta gjarnan í markaðsstarfi fyrirtækja. Það nenna fáir að greina markaðinn, markhópa og samkeppni eða móta stefnu og gera áætlanir. Fólk er oft uppteknara við að elta nýjustu brögðin og brellurnar. Vera bara nógu kúl! Afleiðingin er óupplýst ákvarðanataka, þörfum viðskiptavina er ekki nægilega vel mætt og dýrmæt tækifæri fara forgörðum. Hlutirnir verða grunnir og yfirborðskenndir. Þar sem við gerum þessa hluti almennilega sjáum við árangur. Strákarnir okkar væru ekki í lokakeppni HM ef þeir hefðu ekki stúderað andstæðingana, skoðað hvernig þeir spila, hvar er hægt að komast í gegnum varnarveggi og hvernig best er að stöðva stórskyttur, finna veikleika og tækifæri. Ef þeir hefðu ekki mótað sína leikstefnu, byggt á upplýsingum úr greiningarvinnu og undirbúið sig vel. Af hverju gerum við oft svona lítið af þessari grundvallarvinnu? Er það yfirsjón? Bráðlæti? Þykjumst við vita betur? Höldum við að við séum öðruvísi en allir aðrir og þurfum þess ekki? Er það kannski bara leti? Eða getur það verið að kúlið sé að kosta okkur? Það hefur einhvern veginn alltaf þótt meira kúl að fá toppeinkunnir á prófum án þess að læra. Þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum. En er ekki betra að læra og vera nokkuð öruggur með toppeinkunn heldur en að læra ekki og taka sénsinn? Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og heimsmeistarakeppnin – eða rekstur fyrirtækisins okkar? Ég legg til að við fórnum kúlinu og undirbúum okkur til að auka líkurnar á árangri. Hú!Höfundur er markaðssérfræðingur og FKA-félagskona Greinin er skrifuð áður en leikur Íslands og Króatíu fór fram á HM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Við stærum okkur gjarnan af því að vera hörkuduglegur þjóðflokkur. Við komumst áfram á dugnaði, kjarki og þori. Víkingar sem leggja undir sig heiminn. Best í fótbolta, handbolta, blönduðum bardagalistum og svo lengi mætti telja – ja, a.m.k. miðað við höfðatölu. Á einu sviði erum við þó oft ekki nægilega dugleg. Þegar kemur að undirbúningi og greiningarvinnu. Þegar kemur að því að skoða hlutina og plana áður en við leggjum af stað. Og hverju skiptir það svo sem? Við framkvæmum. Við gerum. Við græðum. Og svo hrynur spilaborgin og við töpum (með stæl!). Hvort sem það er í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum eða annars staðar, þá sjáum við þetta víða. Ég sé þetta gjarnan í markaðsstarfi fyrirtækja. Það nenna fáir að greina markaðinn, markhópa og samkeppni eða móta stefnu og gera áætlanir. Fólk er oft uppteknara við að elta nýjustu brögðin og brellurnar. Vera bara nógu kúl! Afleiðingin er óupplýst ákvarðanataka, þörfum viðskiptavina er ekki nægilega vel mætt og dýrmæt tækifæri fara forgörðum. Hlutirnir verða grunnir og yfirborðskenndir. Þar sem við gerum þessa hluti almennilega sjáum við árangur. Strákarnir okkar væru ekki í lokakeppni HM ef þeir hefðu ekki stúderað andstæðingana, skoðað hvernig þeir spila, hvar er hægt að komast í gegnum varnarveggi og hvernig best er að stöðva stórskyttur, finna veikleika og tækifæri. Ef þeir hefðu ekki mótað sína leikstefnu, byggt á upplýsingum úr greiningarvinnu og undirbúið sig vel. Af hverju gerum við oft svona lítið af þessari grundvallarvinnu? Er það yfirsjón? Bráðlæti? Þykjumst við vita betur? Höldum við að við séum öðruvísi en allir aðrir og þurfum þess ekki? Er það kannski bara leti? Eða getur það verið að kúlið sé að kosta okkur? Það hefur einhvern veginn alltaf þótt meira kúl að fá toppeinkunnir á prófum án þess að læra. Þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum. En er ekki betra að læra og vera nokkuð öruggur með toppeinkunn heldur en að læra ekki og taka sénsinn? Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og heimsmeistarakeppnin – eða rekstur fyrirtækisins okkar? Ég legg til að við fórnum kúlinu og undirbúum okkur til að auka líkurnar á árangri. Hú!Höfundur er markaðssérfræðingur og FKA-félagskona Greinin er skrifuð áður en leikur Íslands og Króatíu fór fram á HM.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun