Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 08:16 Á síðustu áratugum hafa flokkar setið að völdum á Íslandi sem hafa haft það pólitíska markmið að gera íbúðir að fjárfestingavöru í stað þess að vera heimili fyrir fólk. Það var gert með því að leggja niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót. Það var gert með því að innleiða skattaglufur sem ýttu fjárfestum frekar í að setja peninganna sína í íbúðir en í verðbréf eða fjárfestingu í atvinnulífinu. Það var gert með aðgerðarleysi þegar ljóst var að fjársterkir einstaklingar og fjárfestingarfélög hófu stórfelld uppkaup á íbúðum. Ekki til að búa í þeim, heldur til að leigja út til ferðamanna eða til að braska með og selja þegar verð hafði hækkað nægilega mikið. Þetta bál var svo vökvað með grillolíu samsettri úr margháttuðum aðgerðum til að auka eftirspurn og samhliða hækka húsnæðisverð meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-landi á síðasta rúma áratug. Samhliða urðu hlutfallslega færri og færri íbúðir heimili fólks og fleiri fasteignir fyrst og síðast tölur í excel-skjali spákaupmanna. Á meðan staða viðkvæmra hópa versnaði dag frá degi og fólk þurfti að borga sífellt stærra hlutfall af því sem sat eftir í veskinu um mánaðarmótin í húsnæðiskostnað, þá sátu síðustu ríkisstjórnir kyrrar. Grafkyrrar. Nú er landinu blessunarlega stjórnað af ríkisstjórn sem nálgast hlutina á allt annan hátt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir horfist í augu við vandann, býr til plan og framkvæmir svo. Hún hefur nú kynnt húsnæðispakka sem er sá stærsti sem hefur verið ráðist í í áratugi með aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Aðgerðir sem undirstrika að íbúðir eigi fyrst og síðast að vera heimili fólks, sem munu stórauka framboð á húsnæði til að mæta eftirspurn og beina stuðning til þeirra sem þurfa raunverulega á stuðning að halda. Ríkisstjórnin er ekki hætt, heldur ætlar þvert á móti að koma með næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Þannig vinnur nefnilega ríkisstjórn sem er til fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hafa flokkar setið að völdum á Íslandi sem hafa haft það pólitíska markmið að gera íbúðir að fjárfestingavöru í stað þess að vera heimili fyrir fólk. Það var gert með því að leggja niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót. Það var gert með því að innleiða skattaglufur sem ýttu fjárfestum frekar í að setja peninganna sína í íbúðir en í verðbréf eða fjárfestingu í atvinnulífinu. Það var gert með aðgerðarleysi þegar ljóst var að fjársterkir einstaklingar og fjárfestingarfélög hófu stórfelld uppkaup á íbúðum. Ekki til að búa í þeim, heldur til að leigja út til ferðamanna eða til að braska með og selja þegar verð hafði hækkað nægilega mikið. Þetta bál var svo vökvað með grillolíu samsettri úr margháttuðum aðgerðum til að auka eftirspurn og samhliða hækka húsnæðisverð meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-landi á síðasta rúma áratug. Samhliða urðu hlutfallslega færri og færri íbúðir heimili fólks og fleiri fasteignir fyrst og síðast tölur í excel-skjali spákaupmanna. Á meðan staða viðkvæmra hópa versnaði dag frá degi og fólk þurfti að borga sífellt stærra hlutfall af því sem sat eftir í veskinu um mánaðarmótin í húsnæðiskostnað, þá sátu síðustu ríkisstjórnir kyrrar. Grafkyrrar. Nú er landinu blessunarlega stjórnað af ríkisstjórn sem nálgast hlutina á allt annan hátt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir horfist í augu við vandann, býr til plan og framkvæmir svo. Hún hefur nú kynnt húsnæðispakka sem er sá stærsti sem hefur verið ráðist í í áratugi með aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Aðgerðir sem undirstrika að íbúðir eigi fyrst og síðast að vera heimili fólks, sem munu stórauka framboð á húsnæði til að mæta eftirspurn og beina stuðning til þeirra sem þurfa raunverulega á stuðning að halda. Ríkisstjórnin er ekki hætt, heldur ætlar þvert á móti að koma með næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Þannig vinnur nefnilega ríkisstjórn sem er til fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun