Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júní 2018 08:00 Sirka svona verður heimilið líklega eftir þetta langa haust sem nú gengur yfir. Fréttablaðið/Anton Brink Það er formlega borin von að það verði nokkurt sumar hér á suð-vesturhorni landsins í þessari svokölluðu höfuðborg landsins. Það er ekkert hægt að gera í því og þá er bara að sætta sig við orðinn hlut og halda áfram með lífið. Hér eru nokkrar tillögur að því hvernig má nýta það sem eftir er af þessu langa hausti – innandyra.Safna frímerkjum Það er algjör klassík að safna frímerkjum og það liggur því algjörlega við að taka þetta merkilega áhugamál upp nú þetta mikla haust-sumar. Á meðan rigning og kaldur vindur leikur um gluggana situr þú fyrir innan þá í upphitaðri stofu og rennir gegnum safn þitt af skildingafrímerkjum eða reynir að finna út hvernig þú getur fyllt upp í gloppurnar í möppunni. Mála fígúrur Warhammer og annað í þeim dúr er prýðilegasta áhugamál. Um er að ræða spil sem er spilað með mjög vönduðum og smábrotnum fígúrum sem þarf að safna og, það sem mikilvægast er, að mála. Hverja einustu fígúru þarf að gæða lífi með alls kyns litum og það krefst töluverðrar færni að gera það. Eftir að fígúrurnar hafa verið málaðar er svo hægt að spila með þær, þannig að þetta er tvö- eða þrefalt áhugamál í einum pakka. Módelgerð Þegar fantasíuheimur Warhammer er ekki nóg til að sleppa undan gráum veruleika haustsins langa er sniðug hugmynd að koma sér inn í módelgerð. Það er hægt að hanna og smíða heilu landsvæðin þar sem aldrei rignir, koma fyrir litlum módel-persónugervingum af sér sjálfum sem fáklæddir njóta eilífrar sólar fjarri sífreranum á Fróni og dunda sér við að setja saman trjágróður sem mun aldrei ná að vaxa í stinningskaldanum hér í miðju Íshafinu.Módelgerð er heppilegt áhugamál í sumar og þú getur ímyndað þér að þú sért pínulítil fígúra í pínulitlum sólríkum heimi þar sem aldrei rignir.Garðyrkja Í geðshræringu yfir veðrinu er þreyttasta tuggan á íslenskri tungu orðin sú að tala um að rigningin sé „góð fyrir gróðurinn“. Það er þá kannski bara algjörlega tilvalið að fara alla leið í garðyrkjunni og koma sér upp heilum frumskógi af útijurtum sem vaxa best algjörlega vatnsósa. Nú geturðu tekið undir það þegar fólk reynir að hugga sig við áhrifum rigningarinnar á gróðurinn, nema þú ert að meina það og hugsa um vatnaliljurnar þínar sem fljóta um í bakgarðinum. Spila Fortnite Allir krakkarnir eru að spila einhvern tölvuleik sem heitir Fortnite og hann er víst svo skemmtilegur að það er búið að lýsa því yfir að hann sé geðsjúkdómur, eins og kvikmyndin Infinite Jest sem er svo góð að fólk getur ekki hætt að horfa á hana og deyr á endanum. Lífið héðan í frá er bara eilíf innivera – því ekki að sökkva sér í Fornite og koma aldrei aftur til baka? Undirbúa veturinn Það er ekki svo langt í veturinn, þannig lagað, og því ekki að nýta alla þessa inniveru í að undirbúa þig fyrir Vetur konung? Það væri til að mynda hægt að nota tölvuna til að panta sér alls kyns þurr- og dósamat fyrir veturinn, afmælisgjafir fyrir alla vinina sem eiga afmæli næsta vetur og afgreiða jólagjafirnar í sumar. Klára meistaraverkið Ertu með óklárað meistaraverk „í skúffunni“? Nú er tíminn! Þú klárar auðvitað þetta verk sem öllu mun bylta og þú hugsar um hvert kvöld rétt áður en þú sofnar en gleymir alltaf að hugsa um á daginn þegar þú getur unnið í því. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Veður Tengdar fréttir Veðrið hefur áhrif Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir rigningu og sól hafa áhrif á líðan fólks. Langvarandi rigning getur gert fólk þreytt og einbeitingarlaust en sólin ýtir undir hreyfingu og almenna vellíðan. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Það er formlega borin von að það verði nokkurt sumar hér á suð-vesturhorni landsins í þessari svokölluðu höfuðborg landsins. Það er ekkert hægt að gera í því og þá er bara að sætta sig við orðinn hlut og halda áfram með lífið. Hér eru nokkrar tillögur að því hvernig má nýta það sem eftir er af þessu langa hausti – innandyra.Safna frímerkjum Það er algjör klassík að safna frímerkjum og það liggur því algjörlega við að taka þetta merkilega áhugamál upp nú þetta mikla haust-sumar. Á meðan rigning og kaldur vindur leikur um gluggana situr þú fyrir innan þá í upphitaðri stofu og rennir gegnum safn þitt af skildingafrímerkjum eða reynir að finna út hvernig þú getur fyllt upp í gloppurnar í möppunni. Mála fígúrur Warhammer og annað í þeim dúr er prýðilegasta áhugamál. Um er að ræða spil sem er spilað með mjög vönduðum og smábrotnum fígúrum sem þarf að safna og, það sem mikilvægast er, að mála. Hverja einustu fígúru þarf að gæða lífi með alls kyns litum og það krefst töluverðrar færni að gera það. Eftir að fígúrurnar hafa verið málaðar er svo hægt að spila með þær, þannig að þetta er tvö- eða þrefalt áhugamál í einum pakka. Módelgerð Þegar fantasíuheimur Warhammer er ekki nóg til að sleppa undan gráum veruleika haustsins langa er sniðug hugmynd að koma sér inn í módelgerð. Það er hægt að hanna og smíða heilu landsvæðin þar sem aldrei rignir, koma fyrir litlum módel-persónugervingum af sér sjálfum sem fáklæddir njóta eilífrar sólar fjarri sífreranum á Fróni og dunda sér við að setja saman trjágróður sem mun aldrei ná að vaxa í stinningskaldanum hér í miðju Íshafinu.Módelgerð er heppilegt áhugamál í sumar og þú getur ímyndað þér að þú sért pínulítil fígúra í pínulitlum sólríkum heimi þar sem aldrei rignir.Garðyrkja Í geðshræringu yfir veðrinu er þreyttasta tuggan á íslenskri tungu orðin sú að tala um að rigningin sé „góð fyrir gróðurinn“. Það er þá kannski bara algjörlega tilvalið að fara alla leið í garðyrkjunni og koma sér upp heilum frumskógi af útijurtum sem vaxa best algjörlega vatnsósa. Nú geturðu tekið undir það þegar fólk reynir að hugga sig við áhrifum rigningarinnar á gróðurinn, nema þú ert að meina það og hugsa um vatnaliljurnar þínar sem fljóta um í bakgarðinum. Spila Fortnite Allir krakkarnir eru að spila einhvern tölvuleik sem heitir Fortnite og hann er víst svo skemmtilegur að það er búið að lýsa því yfir að hann sé geðsjúkdómur, eins og kvikmyndin Infinite Jest sem er svo góð að fólk getur ekki hætt að horfa á hana og deyr á endanum. Lífið héðan í frá er bara eilíf innivera – því ekki að sökkva sér í Fornite og koma aldrei aftur til baka? Undirbúa veturinn Það er ekki svo langt í veturinn, þannig lagað, og því ekki að nýta alla þessa inniveru í að undirbúa þig fyrir Vetur konung? Það væri til að mynda hægt að nota tölvuna til að panta sér alls kyns þurr- og dósamat fyrir veturinn, afmælisgjafir fyrir alla vinina sem eiga afmæli næsta vetur og afgreiða jólagjafirnar í sumar. Klára meistaraverkið Ertu með óklárað meistaraverk „í skúffunni“? Nú er tíminn! Þú klárar auðvitað þetta verk sem öllu mun bylta og þú hugsar um hvert kvöld rétt áður en þú sofnar en gleymir alltaf að hugsa um á daginn þegar þú getur unnið í því.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Veður Tengdar fréttir Veðrið hefur áhrif Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir rigningu og sól hafa áhrif á líðan fólks. Langvarandi rigning getur gert fólk þreytt og einbeitingarlaust en sólin ýtir undir hreyfingu og almenna vellíðan. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Veðrið hefur áhrif Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir rigningu og sól hafa áhrif á líðan fólks. Langvarandi rigning getur gert fólk þreytt og einbeitingarlaust en sólin ýtir undir hreyfingu og almenna vellíðan. 25. júní 2018 06:00